Óþörf aðferð - Um forsetakjör í tveimur umferðum

Auglýsing

Ég álp­að­ist inn á net­könnun hjá einum fjöl­miðl­inum þar sem maður má taka afstöðu til nokk­urra sjón­ar­miða um ­for­seta­emb­ættið og bera eigin svör saman við svör fram­bjóð­enda. Ein ­stað­hæf­ingin hljóðar svo:

Breyta ætti lögum um ­for­seta­kjör á þann veg að tvær umferðir þurfi til að for­seti nái kjöri. Kjós­a ætti á milli þeirra tveggja er hlutu flest atkvæði í fyrri umferð. Þannig mætt­i ­tryggja að meiri­hluti kjós­enda hafi veitt for­seta Íslands braut­ar­geng­i."

Ekki er nefnt að hægt sé að breyta ­kjöri for­seta á neinn annan hátt en nákvæm­lega þenn­an. Það er eins og tvennt og að­eins tvennt komi til greina: óbreytt skipan (þar sem hægt er að ná kjöri með­ litlu fylgi ef atkvæðin dreifast á marga fram­bjóð­end­ur) eða tvær umferðir (sem ­tryggja verð­andi for­seta reyndar engan meiri­hluta því að fólk getur bæði set­ið heima og skilað auð­u). Og fólk er beð­ið, bæði við almenn­ingur og fram­bjóð­end­urnir sjálfir, að velja á milli þess­ara vondu kosta.

Auglýsing

Vondu? Jú, sko:

Þetta er skrifað dag­inn sem Aust­ur­rík­is­menn kusu sér for­seta. ­Samt áður en ég frétti úrslit­in, því áhyggju­efni mitt er ekki hvern aust­ur­rískir kjós­endur völdu sér­ ­fyrir for­seta heldur hvernig þeir voru látnir gera það. Nefni­lega með kosn­ingu í tveimur umferðum þar sem aðeins má velja einn fram­bjóð­anda í hvort sinn.

Í fyrri umferð kosn­ing­anna voru fram­bjóð­endur sex tals­ins. ­Fjöldi sem okkur Íslend­ingum ætti ekki að ofbjóða, samt nægur til þess að eng­inn gat raun­veru­lega búist við að ná hreinum meiri­hluta. Kosn­ing­arnar vor­u því í raun bara und­an­rás, keppni um hverjir tveir kæmust í úrslit.

Hefðin er sú í Aust­ur­ríki, þó emb­ætti for­seta sé í sjálfu ­sér ópóli­tískt, að flokk­arnir bjóða fram sín for­seta­efni. Í þetta sinn voru fjór­ir af fram­bjóð­end­unum núver­andi eða fyrr­ver­andi for­ustu­menn í stjórn­mála­flokk­um lands­ins. Þeir sem komust í úrslitin voru full­trúar flokk­anna lengst til hægri og vinstri, hvor um sig póli­tískur öfga­maður í augum meiri­hluta kjós­enda. Hvor þeirra sem nær kjöri, þá verður það maður sem minni­hluti kjós­enda vildi hel­st og ekki er lík­legt að margir hafi viljað næst­helst.

Til að velja tvo kepp­endur í úrslit for­seta­kosn­ing­anna var þetta heldur slysa­leg aðferð. Nær hefði verið að spyrja kjós­endur ekki bara hvern þeir vildu helst heldur líka hvern þeir vildu næst­helst. Eins og íslenskur ­stjórn­mála­flokkur myndi gera í próf­kjöri um tvö efstu sæti á fram­boðs­lista. Keppi­naut­arnir í dag hefðu þá verið þjóð­ern­is­sinn­inn sem röskur þriðj­ung­ur kjós­enda vildi hel­st, og svo sá af hinum sem flestir kjós­endur vildu ann­að­hvort helst eða næst­helst. Ekki ólík­lega Irmgard nokkur Griss, sem er kona óflokks­bund­in, fyrr­ver­andi for­seti hæsta­réttar og for­mað­ur­ ­rann­sókn­ar­nefndar um banka­hneyksli, en í fyrri umferð­inni kom hún rétt á eft­ir ­fyrr­ver­andi for­manni Græn­ingja­flokks­ins.

En ef kjós­endur hefðu í fyrri umferð­inni fengið að segja til­ um hvern þeir vildu næst­hel­st, jafn­vel líka hvern þeir teldu þriðja bestan o.s.frv., þá hefði reyndar verið óþarfi að halda neina seinni umferð. Í stað þess að end­ur­taka kosn­ing­una, og það að­eins einu sinni, hefði verið ein­falt mál að end­ur­taka taln­ing­una, kannski þrisvar–fjórum–fimm sinn­um, fækk­a fram­bjóð­endum smátt og smátt og færa atkvæði þeirra sem helt­ast úr lest­inn­i ­yfir á þá sem kjós­endur þeirra völdu sem næsta kost. Sú aðferð er auð­vit­að fljót­legri, ein­fald­ari og ódýr­ari, þegar ekki þarf að efna til nýrra kosn­inga. Aðal­at­rið­ið er þó að með henni má taka mið af vilja fleiri kjós­enda og tryggja betur að sem flestir séu nokkurn veg­inn sáttir við nið­ur­stöð­una.

Erlendis tíðkast hvort tveggja, tveggja umferða kosn­ing, sem t.d. er mikið beitt í Frakk­landi, og kosn­ing með for­gangs­röðun sem á sér­ ­rík­asta hefð á Írlandi og í Ástr­al­íu. Í fréttum fer miklu meira fyrir tveim­ur ­um­ferð­um. Seinni umferðin er nýjar kosn­ingar og þess vegna ný frétt. Í for­gangs­kosn­ingu er sagt frá kosn­inga­bar­átt­unni og síðan frá úrslit­unum án þess að lýsa taln­ing­ar­að­ferð­inni. Jafn­vel þó ein­hver frétt ber­ist um úrslit sam­kvæmt „­fyrstu töl­u­m“, þá þarf ekki að fylgja sög­unni hvort ein­hver hluti atkvæða er ótal­inn eða ein­hverjar umferðir eftir af taln­ingu úr for­gangs­kosn­ingu.

Ég heyrði t.d. og las tals­vert af fréttum um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í Bret­landi fyrir stuttu, bæði í hér­lendum miðl­u­m og þar­lend­um, þar sem m.a. vakti mikla athygli borg­ar­stjóra­kjörið í Lund­ún­um. En aðeins á ein­um ­stað tók ég eftir að nefnd væri kosn­inga­að­ferð­in, borg­ar­stjór­inn val­inn með­ ­for­gangs­kosn­ingu.

Hér heima verður sama aðferð notuð fljót­lega við ­for­manns­kjör í Sam­fylk­ing­unni. Og fyrir bráðum sex árum var henni beitt við ­kosn­ing­arnar til stjórn­laga­þings, þess sem svo varð að Stjórn­laga­ráði og samdi frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá. Þar seg­ir um for­seta­kjör:

Kjós­endur skulu raða fram­bjóð­end­um, einum eða fleirum að eigin vali, í for­gangs­röð. Sá er best ­upp­fyllir for­gangs­röðun kjós­enda, eftir nán­ari ákvæðum í lög­um, er rétt kjör­inn ­for­set­i."

Þessi til­laga varð ég ekki var við að sætti neinni gagn­rýni. Vissu­lega er stundum bent á að for­gangs­röðun sé flókn­ari fyrir kjós­endur en að kjósa aðeins einn. Og vissu­lega hæfir hún mið­ur­ þeim sem vilja sjá menn og mál­efni í svörtu og hvítu, vera með eða móti, hugsa „já, m­inn maður sko!“ og „nei, ekki þessa and­skota!“ En Stjórn­laga­ráð gætti hags­muna slíkra kjós­enda með því að eng­inn þurfi að raða nema „einum eða fleirum að eigin vali“ – sem sagt heim­ilt að kjósa bara „sinn mann“ og líta ekki við „þessum and­skot­u­m“.

Vissu­lega hefur ýmis­legur ágrein­ingur risið um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. Sumir vilja breyta sem minnstu, jafn­vel alls engu og umfram allt ekki strax. Og sumir hafa efa­semdir um ein­stakar til­lög­ur, t.d. auð­linda­á­kvæði eða ­þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur. En um til­högun for­seta­kosn­inga, ef henni verður breytt á annað borð, hef ég ekki vitað nokkurn mann skoða til­lögu Stjórn­laga­ráðs og kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að tveggja umferða kosn­ing sé á ein­hvern hátt heppi­legri.

Samt hefur umræðan núna, í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga, öll verið á þeim nótum að tvær umferðir sé ein­fald­lega hin aðferð­in, sú sem við hlytum að taka upp ef okkur líkar ekki meiri­hluta­kosn­ing eftir gild­andi regl­u­m. ­Jafn­vel atvinnu­menn á fjöl­miðlum muna ekki að fleiri kostir séu til.

Hvað er að okk­ur?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None