Upplýstur áður en gengið er til kosninga

Auglýsing

Þeg­ar kemur að Alþing­is­kosn­ingum eru án efa skiptar skoð­anir á því hvernig við tök­um á­kvörðun um hvar við ætlum að láta atkvæðið okk­ar. Til að taka ein­hver dæmi þá ­leyfi ég mér að telja að sum okkar láti e.t.v. atkvæðið á sama stað á kjör­seð­il­inn út frá gömlum vana eða hefð innan fjöl­skyld­unn­ar. Aðrir hafi hins­veg­ar kynnt sér kosn­inga­lof­orð­in, eða við fylgjum straumnum og skoð­ana könn­un­um.

Í rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis 8. bindi, við­auka 1, er farið yfir stjórn­sýsl­una og sið­ferði. Þar er bent á að ýmsar spurn­ingar hafi vaknað þegar kom að umfjöll­un um starfs­hætti eft­ir­lits­stofn­ana um sið­ferði í opin­berri stjórn­sýslu.

Í þessum kafla segir að grund­vall­ar­spurn­ing fræð­anna þegar kemur að opin­berri ­stjórn­sýslu, sé hvernig hægt er að fá stjórn­sýsl­una til að gegna hlut­verki sín­u á skil­virkan, hag­kvæman og heið­ar­legan hátt.

Auglýsing

„Skil­virkn­i, hag­kvæmni og heið­ar­leiki í stjórn­sýsl­unni varða hags­muni almenn­ings og í lýð­ræð­is­ríki er það meg­in­at­riði að opin­ber stjórn­sýsla er almanna­þjón­usta. Það ­felur í sér að höf­uð­við­fangs­efnið er að skapa borg­ur­unum skil­yrði til þess að lifa far­sælu lífi. Þau skil­yrði varða bæði rétt­ar­rík­ið, sem byggir á að tryggja ­borg­ur­unum jafn­ræði og sann­girni, og vel­ferð­ar­ríkið sem er ætlað að tryggja ­ör­yggi og afkomu borg­ar­anna”.

Í Rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis má að hluta til sjá hvernig stjórn­sýslan hér á land­i hefur starf­að. Þessa skýrslu tel ég vera mjög gott les­efni og eftir þann lest­ur ­geta kjós­endur gert stuttan sam­an­burð á hegðun og störfum núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokka, þ.e.a.s. hvort ein­hverjar breyt­ingar hafi orðið á hátt­semi þeirra sem starfa innan stjórn­sýsl­unn­ar.

Slík­ur ­sam­an­burður væri, að ég tel lík­legur til að auð­velda lands­mönnum að taka ­upp­lýsta ákvörð­un, áður en gengið er í kjör­klef­ann, hvort vilji sé fyrir því að halda núver­andi starfs­háttum innan stjórn­sýsl­unnar óbreytt­um, eða hvort að lands­menn séu komnir með nóg af svona hátt­semi ráða­manna lýð­veld­is­ins Íslands. Ég væri mjög spenntur fyrir því að sjá nið­ur­stöðu Alþing­is­kosn­inga þar sem búið væri að upp­lýsa kjós­endur um hvernig stjórn­kerfið hefur starfað í raun og veru hér á landi, hvernig ráða­menn hög­uðu sér í aðdrag­anda hruns­ins og hvernig þeir hafa hagað sér eftir hrun­ið. Er mikil breyt­ing þar á?  Er nóg að skipta um mann í brúnni ef vélin er ennþá bil­uð?

Við þurfum að leggja smá vinnu á okkur sjálf áður en við göngum til kosn­inga. Það dugar ekki að renna yfir ein­hver lof­orð frá fram­bjóð­endum sem við fáum á blað­snepli  inn um póst­lúg­una. Ég skora á alla kjós­endur að gefa sér tíma og lesa Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is, ger­a ­stuttan sam­an­burð á hegðun allra þeirra sem í fram­boði verða í næst­u Al­þing­is­kosn­ing­um. Með þeim upp­lýs­ingum og þeim lof­orðum sem fram­bjóð­end­ur ­leggja fram, tel ég okkur geta tekið skyn­sam­lega og upp­lýsta ákvörðun um hvert við látum atkvæði okkar í næstu Alþing­is­kosn­ing­um.

Höf­undur er við­skipta­lög­fræð­ingur og vara­for­maður Pírata á Vest­ur­landi.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None