Upplýstur áður en gengið er til kosninga

Auglýsing

Þeg­ar kemur að Alþing­is­kosn­ingum eru án efa skiptar skoð­anir á því hvernig við tök­um á­kvörðun um hvar við ætlum að láta atkvæðið okk­ar. Til að taka ein­hver dæmi þá ­leyfi ég mér að telja að sum okkar láti e.t.v. atkvæðið á sama stað á kjör­seð­il­inn út frá gömlum vana eða hefð innan fjöl­skyld­unn­ar. Aðrir hafi hins­veg­ar kynnt sér kosn­inga­lof­orð­in, eða við fylgjum straumnum og skoð­ana könn­un­um.

Í rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis 8. bindi, við­auka 1, er farið yfir stjórn­sýsl­una og sið­ferði. Þar er bent á að ýmsar spurn­ingar hafi vaknað þegar kom að umfjöll­un um starfs­hætti eft­ir­lits­stofn­ana um sið­ferði í opin­berri stjórn­sýslu.

Í þessum kafla segir að grund­vall­ar­spurn­ing fræð­anna þegar kemur að opin­berri ­stjórn­sýslu, sé hvernig hægt er að fá stjórn­sýsl­una til að gegna hlut­verki sín­u á skil­virkan, hag­kvæman og heið­ar­legan hátt.

Auglýsing

„Skil­virkn­i, hag­kvæmni og heið­ar­leiki í stjórn­sýsl­unni varða hags­muni almenn­ings og í lýð­ræð­is­ríki er það meg­in­at­riði að opin­ber stjórn­sýsla er almanna­þjón­usta. Það ­felur í sér að höf­uð­við­fangs­efnið er að skapa borg­ur­unum skil­yrði til þess að lifa far­sælu lífi. Þau skil­yrði varða bæði rétt­ar­rík­ið, sem byggir á að tryggja ­borg­ur­unum jafn­ræði og sann­girni, og vel­ferð­ar­ríkið sem er ætlað að tryggja ­ör­yggi og afkomu borg­ar­anna”.

Í Rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis má að hluta til sjá hvernig stjórn­sýslan hér á land­i hefur starf­að. Þessa skýrslu tel ég vera mjög gott les­efni og eftir þann lest­ur ­geta kjós­endur gert stuttan sam­an­burð á hegðun og störfum núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokka, þ.e.a.s. hvort ein­hverjar breyt­ingar hafi orðið á hátt­semi þeirra sem starfa innan stjórn­sýsl­unn­ar.

Slík­ur ­sam­an­burður væri, að ég tel lík­legur til að auð­velda lands­mönnum að taka ­upp­lýsta ákvörð­un, áður en gengið er í kjör­klef­ann, hvort vilji sé fyrir því að halda núver­andi starfs­háttum innan stjórn­sýsl­unnar óbreytt­um, eða hvort að lands­menn séu komnir með nóg af svona hátt­semi ráða­manna lýð­veld­is­ins Íslands. Ég væri mjög spenntur fyrir því að sjá nið­ur­stöðu Alþing­is­kosn­inga þar sem búið væri að upp­lýsa kjós­endur um hvernig stjórn­kerfið hefur starfað í raun og veru hér á landi, hvernig ráða­menn hög­uðu sér í aðdrag­anda hruns­ins og hvernig þeir hafa hagað sér eftir hrun­ið. Er mikil breyt­ing þar á?  Er nóg að skipta um mann í brúnni ef vélin er ennþá bil­uð?

Við þurfum að leggja smá vinnu á okkur sjálf áður en við göngum til kosn­inga. Það dugar ekki að renna yfir ein­hver lof­orð frá fram­bjóð­endum sem við fáum á blað­snepli  inn um póst­lúg­una. Ég skora á alla kjós­endur að gefa sér tíma og lesa Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is, ger­a ­stuttan sam­an­burð á hegðun allra þeirra sem í fram­boði verða í næst­u Al­þing­is­kosn­ing­um. Með þeim upp­lýs­ingum og þeim lof­orðum sem fram­bjóð­end­ur ­leggja fram, tel ég okkur geta tekið skyn­sam­lega og upp­lýsta ákvörðun um hvert við látum atkvæði okkar í næstu Alþing­is­kosn­ing­um.

Höf­undur er við­skipta­lög­fræð­ingur og vara­for­maður Pírata á Vest­ur­landi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None