Það var merkilegt að sjá það í bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, að hann hefði nú undir höndum nýjar upplýsingar um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003.
Hann segir jafnframt að Alþingi eigi að rannsaka málið, ef það er vilji til þess að komast til botns í málinu.
Tryggvi hefur sýnt það í sínum störfum að hann er afburða lögfræðingur og beittur í sínum störfum, þegar kemur að því að veita stjórnvöldum aðhald og bæta úr ýmsu því sem gert er innan stjórnsýslunnar og á vettvangi stjórnmálanna.
Nú er að bíða og sjá, hvort Alþingi hafi vilja til að upplýsa um þetta mál. Ekki þarf að hugsa lengi til að átta sig á þýðingu þess, að fá fram öll atriði sem geta hjálpað komandi kynslóðum við að greina allsherjarhrun fjármálakerfisins á þremur dögum í október 2008.