Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni yfirlækni

kvennadeild landspítali
Auglýsing

Ígræðsla gervi­barka með stofn­frumum hefur verið til umfjöll­unar í fjöl­miðlum síð­ast­liðna daga í kjöl­far svara heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Elínar Hirst alþing­is­manns um hvort Alþingi eigi að skipa sér­staka rann­sókn­ar­nefnd til að rann­saka þátt íslenskra stofn­ana í barka­mál­inu. Um er að ræða við­brögð ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Elínar sem hún lagði fram á Alþingi í febr­úar síð­ast­liðn­um. Í fréttum hefur einnig verið vísað til bréfs Sið­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands til ráð­herra frá 31. maí, en rétt er taka fram að starfs­menn Sið­fræði­nefndar hafa ekki leitað eftir upp­lýs­ingum frá und­ir­rit­uðum um sögu og feril þessa flókna máls.  

Tómas Guðbjartsson.Til að taka af öll tví­mæli þá fagna ég því að þetta flókna mál sé rann­sak­að, líkt og aðrir sam­starfs­menn mínir á Land­spít­ala, en for­sendur slíkra rann­sókna hljóta þó að vera að rann­sak­endur hafa aðgang að nauð­syn­legum gögnum bæði hér­lendis og í Sví­þjóð. Nýlega komu full­trúar sænskrar rann­sókna­nefndar til lands­ins og kynntu sér gögn máls­ins. Und­ir­rit­aður veitti þeim aðgang að öllum þeim gögnum sem óskað var eft­ir, að höfðu sam­ráði við yfir­menn á Land­spít­ala. Fleiri nefndir munu þó vera að rann­saka málið í Sví­þjóð og hafa nokkrar þeirra þegar haft sam­band við mig og sam­starfs­menn mína.

Það er rangt sem haldið hefur verið fram af full­trúum Sið­ræði­stofn­unar HÍ að helstu rann­sak­endur í Sví­þjóð hafi ekki aðgang að öllum máls­gögnum hér á landi, svo sem tölvu­póst­um. Síð­ast­lið­inn vetur var látið reyna á það sér­stak­lega fyrir íslenskum dóm­stólum hvort leyfi­legt væri fyrir Land­spít­ala að afhenda við­kvæm gögn eins og upp­lýs­ingar úr sjúkra­skrá til sænskrar rann­sókn­ar­nefndar og reynd­ist það heim­ilt.

Auglýsing

Það er rétt að halda því til haga að ákvörð­unin um aðgerð­ina var tekin í Stokk­hólmi og þar fór aðgerðin fram líkt og mestur hluti eft­ir­fylgdar að henni lok­inni. Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rann­sóknir lyk­il­nefnda í Sví­þjóð er enn ólok­ið, en mun hér eftir eins og hingað til veita rann­sókn­ar­að­ilum sem hafa til þess umboð og eftir því leita  að­gang að öllum nauð­syn­legum gögnum tengdum aðdrag­anda henn­ar.

Höf­undur er yfir­læknir og pró­fessor við Háskóla Íslands. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None