Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni yfirlækni

kvennadeild landspítali
Auglýsing

Ígræðsla gervi­barka með stofn­frumum hefur verið til umfjöll­unar í fjöl­miðlum síð­ast­liðna daga í kjöl­far svara heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Elínar Hirst alþing­is­manns um hvort Alþingi eigi að skipa sér­staka rann­sókn­ar­nefnd til að rann­saka þátt íslenskra stofn­ana í barka­mál­inu. Um er að ræða við­brögð ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Elínar sem hún lagði fram á Alþingi í febr­úar síð­ast­liðn­um. Í fréttum hefur einnig verið vísað til bréfs Sið­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands til ráð­herra frá 31. maí, en rétt er taka fram að starfs­menn Sið­fræði­nefndar hafa ekki leitað eftir upp­lýs­ingum frá und­ir­rit­uðum um sögu og feril þessa flókna máls.  

Tómas Guðbjartsson.Til að taka af öll tví­mæli þá fagna ég því að þetta flókna mál sé rann­sak­að, líkt og aðrir sam­starfs­menn mínir á Land­spít­ala, en for­sendur slíkra rann­sókna hljóta þó að vera að rann­sak­endur hafa aðgang að nauð­syn­legum gögnum bæði hér­lendis og í Sví­þjóð. Nýlega komu full­trúar sænskrar rann­sókna­nefndar til lands­ins og kynntu sér gögn máls­ins. Und­ir­rit­aður veitti þeim aðgang að öllum þeim gögnum sem óskað var eft­ir, að höfðu sam­ráði við yfir­menn á Land­spít­ala. Fleiri nefndir munu þó vera að rann­saka málið í Sví­þjóð og hafa nokkrar þeirra þegar haft sam­band við mig og sam­starfs­menn mína.

Það er rangt sem haldið hefur verið fram af full­trúum Sið­ræði­stofn­unar HÍ að helstu rann­sak­endur í Sví­þjóð hafi ekki aðgang að öllum máls­gögnum hér á landi, svo sem tölvu­póst­um. Síð­ast­lið­inn vetur var látið reyna á það sér­stak­lega fyrir íslenskum dóm­stólum hvort leyfi­legt væri fyrir Land­spít­ala að afhenda við­kvæm gögn eins og upp­lýs­ingar úr sjúkra­skrá til sænskrar rann­sókn­ar­nefndar og reynd­ist það heim­ilt.

Auglýsing

Það er rétt að halda því til haga að ákvörð­unin um aðgerð­ina var tekin í Stokk­hólmi og þar fór aðgerðin fram líkt og mestur hluti eft­ir­fylgdar að henni lok­inni. Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rann­sóknir lyk­il­nefnda í Sví­þjóð er enn ólok­ið, en mun hér eftir eins og hingað til veita rann­sókn­ar­að­ilum sem hafa til þess umboð og eftir því leita  að­gang að öllum nauð­syn­legum gögnum tengdum aðdrag­anda henn­ar.

Höf­undur er yfir­læknir og pró­fessor við Háskóla Íslands. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None