Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni yfirlækni

kvennadeild landspítali
Auglýsing

Ígræðsla gervi­barka með stofn­frumum hefur verið til umfjöll­unar í fjöl­miðlum síð­ast­liðna daga í kjöl­far svara heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Elínar Hirst alþing­is­manns um hvort Alþingi eigi að skipa sér­staka rann­sókn­ar­nefnd til að rann­saka þátt íslenskra stofn­ana í barka­mál­inu. Um er að ræða við­brögð ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Elínar sem hún lagði fram á Alþingi í febr­úar síð­ast­liðn­um. Í fréttum hefur einnig verið vísað til bréfs Sið­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands til ráð­herra frá 31. maí, en rétt er taka fram að starfs­menn Sið­fræði­nefndar hafa ekki leitað eftir upp­lýs­ingum frá und­ir­rit­uðum um sögu og feril þessa flókna máls.  

Tómas Guðbjartsson.Til að taka af öll tví­mæli þá fagna ég því að þetta flókna mál sé rann­sak­að, líkt og aðrir sam­starfs­menn mínir á Land­spít­ala, en for­sendur slíkra rann­sókna hljóta þó að vera að rann­sak­endur hafa aðgang að nauð­syn­legum gögnum bæði hér­lendis og í Sví­þjóð. Nýlega komu full­trúar sænskrar rann­sókna­nefndar til lands­ins og kynntu sér gögn máls­ins. Und­ir­rit­aður veitti þeim aðgang að öllum þeim gögnum sem óskað var eft­ir, að höfðu sam­ráði við yfir­menn á Land­spít­ala. Fleiri nefndir munu þó vera að rann­saka málið í Sví­þjóð og hafa nokkrar þeirra þegar haft sam­band við mig og sam­starfs­menn mína.

Það er rangt sem haldið hefur verið fram af full­trúum Sið­ræði­stofn­unar HÍ að helstu rann­sak­endur í Sví­þjóð hafi ekki aðgang að öllum máls­gögnum hér á landi, svo sem tölvu­póst­um. Síð­ast­lið­inn vetur var látið reyna á það sér­stak­lega fyrir íslenskum dóm­stólum hvort leyfi­legt væri fyrir Land­spít­ala að afhenda við­kvæm gögn eins og upp­lýs­ingar úr sjúkra­skrá til sænskrar rann­sókn­ar­nefndar og reynd­ist það heim­ilt.

Auglýsing

Það er rétt að halda því til haga að ákvörð­unin um aðgerð­ina var tekin í Stokk­hólmi og þar fór aðgerðin fram líkt og mestur hluti eft­ir­fylgdar að henni lok­inni. Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rann­sóknir lyk­il­nefnda í Sví­þjóð er enn ólok­ið, en mun hér eftir eins og hingað til veita rann­sókn­ar­að­ilum sem hafa til þess umboð og eftir því leita  að­gang að öllum nauð­syn­legum gögnum tengdum aðdrag­anda henn­ar.

Höf­undur er yfir­læknir og pró­fessor við Háskóla Íslands. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None