Fimm ára fjármálaáætlun stjórnvalda gerir ekki ráð fyrir að háskólastarf í landinu eflist, segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Hann telur að fjárskortur geti grafið enn meira undan háskólastarfi, með slæmum afleiðingum. Fyrstu viðbrögð séu væntanlega að fækka nemendum og fella niður ákveðnar greinar sem í boði hafa verið til þessa.
Þetta eru slæm tíðindi, en koma ekki á óvart. Rektorar háskólana í landinu hafa margsinnis á það bent að háskólastarfið sé ekki nægilega burðugt í alþjóðlegum samanburði, vegna fjárskorts. Það vanti fé til að hægt sé að byggja upp og reka háskólastarfið sem vel sé.
Vonandi taka stjórnmálaflokkarnir þetta alvarlega. Það er full þörf á því að gera háskólastarfið og menntamálaflokkinn yfir höfuð, að kosningamáli fyrir kosningar í haust.