Jón Steindór Valdimarsson
Jón Steindór Valdimarsson
Auglýsing

Loksins hefur nýr frjálslyndur Evrópusinnaður flokkur litið dagsins ljós. Sóknarhugurinn og gleðin var ósvikin á glæsilegum stofnfundi Viðreisnar í Hörpu þann 24. maí. Markið er sett á að koma góðu fólki á þing til þess að fylgja eftir stefnu og viðhorfum flokksins, helst með sæti í næstu ríkisstjórn.

Stofnun Viðreisnar á sér nokkurn aðdraganda og hefur því gefist tóm til þess að setja fram stefnu á mörgum sviðum, en enn er unnið að frekari útfærslu hennar fyrir fyrsta aðalfund flokksins í september á þessu ári. Stefnan er öllum aðgengileg á www.vidreisn.is.

Kveikjan að tilurð Viðreisnar er áhugi frjálslynds fólks á aðild Íslands að Evrópusambandinu og mikil vonbrigði með hvernig haldið hefur verið á þeim málum undanfarin misseri. Loforð hafa verið svikin, ítrekuð fjöldamótmæli og loks ákall 20% kosningabærra um þjóðaratkvæði hunsuð. Þessi framganga varð til þess að frjálslyndu fólki blöskraði og skapaði frjóan jarðveg fyrir Viðreisn. Þar er kominn vettvangur fyrir þá sem vilja taka höndum saman á grundvelli frjálslyndis og að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum þannig að almenningur og neytendur verði í forgrunni.

Auglýsing

Stefna Viðreisnar í Evrópumálum er skýr. Hún er byggð á nokkrum grundvallaratriðum og leiðin er vel vörðuð.

Í fyrsta lagi að vestræn samvinna auki hagsæld þjóðarinnar og sé forsenda þess að halda samkeppnishæfni Íslands á öllum sviðum í fremstu röð.

Í öðru lagi að almannahagsmunir séu teknir fram yfir þrengri sérhagsmuni einstakra hópa eða atvinnugreina. Hagsmunir neytenda og almennings af aðild verði í forgrunni þó auðvitað þurfi alltaf að vega saman langtíma- og skammtímahagsmuni.

Í þriðja lagi að efnahagslegur stöðugleiki, samkeppnishæfni og lífskjör séu að minnsta kosti jafngóð og í helstu nágranna- og samkeppnislöndum Íslands.

Í fjórða lagi að hagsmunir Íslands séu samofnir hagsmunum Evrópuríkja á sviðum menningar, mannréttinda, efnahags- og viðskipta. Ísland deilir gildum með Evrópuríkjum og leggur áherslu á mannréttindi, athafnafrelsi, neytendavernd, réttlæti í samskiptum borgaranna við hið opinbera og óháð eftirlit með framkvæmd milliríkjasamninga. Styrkur Íslands í samskiptum við umheiminn er fólginn í skýrri samstöðu og samvinnu við þau ríki sem byggja á sömu gildum.

Í fimmta lagi að aðild að Evrópusambandinu fylgi margir kostir sem styrkja stöðu Íslands og efla hagsæld. Þess vegna eigi svo fljótt sem verða má að bera undir þjóðaratkvæði hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Niðurstaða þeirra samningaviðræðna verði einnig borin undir þjóðina. Báðar atkvæðagreiðslur verði bindandi. Þannig er þess gætt að þjóðin ráði för í þessu mikilvæga máli og um leið verður samningsstaða Íslands styrkari.

Það þarf því enginn að velkjast í vafa um stefnu Viðreisnar í þessum efnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None