Orlando skotárás
Auglýsing

Skelfi­legt fjöldamorð á 50 ein­stak­lingum í Orlando, sem voru að njóta lífs­ins á skemmti­staðnum Pul­se, þar sem hinsegin fólk var oft meðal gesta, vekur óhug sem von er. Í Banda­ríkj­unum hefur umræðan fljótt farið í kunn­ug­legt far, þar sem sumir stjórn­mála­menn reyna að nota atburð­inn til að rétt­læta stefnu sína í við­kvæmum mála­flokk­um, eins og þeim sem snýr að byssu­lög­gjöf­inni í land­inu og trú­frelsi.

Don­ald Trump, sem verður að öllum lík­indum fram­bjóð­andi Repúblik­ana í for­seta­kosn­ing­unum í Banda­ríkj­un­um, var fljótur til að tjá sig um þessi skelfi­legu morð, og sagði strax; ég hafði rétt fyrir mér um Islam! Tengdi hann þar við morð­ingj­ann, Omar Mateen, sem skot­inn var til baka 

Það er óþarfi að eyða mörgum orðum í við­brögð eins og þessi hjá Trump, en samt verður að halda því til haga, þau eru hluti af sorg­legum dæmum um ómál­efna­lega umræðu í þessu fjöl­breytta sam­fé­lagi sem Banda­ríkin eru. 

Auglýsing

For­seti Banda­ríkj­anna, Barack Obama, ­for­dæmdi árás­ina og sagði hug banda­rísku þjóð­ar­innar vera hjá þeim sem ættu um sárt að binda vegna henn­ar. Nú væri þörf á sam­stöð­u. Hann ítrek­aði síðan fyrri afstöðu sína, þegar kemur að byssu­lög­gjöf­inni. Hann segir það ábyrgð­ar­hluta að gera ekk­ert, til að sporna við byssu­árásum í Banda­ríkj­un­um. Það hefur ekki þurft ­menn sem tengj­ast ISIS til þess að byssu­árásir eigi sér stað í Banda­ríkj­un­um. Vanda­málin eru djúp­stæð­ari en svo. Þau koma inn­flytj­endum t.d. ekk­ert við, eins og Don­ald Trump hefur gefið til kynna.

Hinn 29 ára gamli Mateen, sem drap fólkið á Pul­se, hafði verið til rann­sóknar hjá FBI, og meðal ann­ars verið yfir­heyrður árið 2014 vegna grun­semda um tengsl við hryðju­verka­sam­tök. Hann var banda­rískur rík­is­borg­ari. 

Engu að síður gat hann auð­veld­lega, og sam­kvæmt lög­vernd­uðum rétti sín­um, gengið inn í verslun í Florida og keypt sér hálf­sjálf­virkan árás­ar­riffil og skamm­byssu. Þessi vopn not­aði hann síðan gegn fólki með hroða­legum afleið­ing­um. 

Banda­ríkin eru óra­fjarri öllum öðrum þró­uðum ríkj­um, þegar kemur að byssu­árás­um. Hlut­falls­lega eru þær lang­flestar í Banda­ríkj­un­um. ­Þrátt fyrir mikil átök og mikla umræðu á hinu póli­tíska sviði, hefur ekki tek­ist að draga úr þeim, eða koma á laga­breyt­ingum sem hindra að fólk sem yfir­völd hafa upp­lýs­ingar um að geti verið hættu­legt sam­borg­ur­um, geti nálg­ast hættu­legar byss­ur. 

Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None