Tafir á fullgildingum alþjóðasamninga

Ágúst Már Ágústsson
Auglýsing

Fyrir helgi flutti Nils Muižnieks, mann­rétt­inda­full­trúi Evr­ópu­ráðs­ins, erindi í Nor­ræna hús­inu þar sem hann gagn­rýndi stjórn­völd fyrir seina­gang við full­gild­ingar á alþjóð­legum mann­rétt­inda­samn­ing­um. En það eru ekki aðeins alþjóð­legir mann­rétt­inda­samn­ingar sem ekki hafa verið full­giltir á Íslandi í gegnum tíð­ina. Síðan að Ísland hóf að und­ir­rita alþjóða­samn­inga hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum á sjötta ára­tugnum hafa 37 þeirra samn­inga enn í dag ekki verið full­gilt­ir, þeir elstu fyrir 57 árum.

Auglýsing

Frá árinu 1933 til dags­ins í dag hefur Ísland und­ir­rit­að, full­gilt eða gerst aðili að 463 alþjóða­samn­ingum og við­bót­ar­sam­þykktum þeirra sem eru í vörslu Sam­ein­uðu þjóð­anna. Tutt­ugu og fimm þess­ara samn­inga voru full­giltir sama ár og þeir voru und­ir­rit­aðir á meðan 126 sem hafa verið und­ir­rit­aðir voru  full­giltir síðar eða bíða enn full­gild­ing­ar. Aðrir samn­ingar og við­bót­ar­sam­þykktir voru annað hvort full­gilt án und­ir­skriftar eða Ísland gerð­ist beint aðili að þeim.

Grafík - fjöldi alþjóðasamninga íslands á vettvangi uEf frá er tek­inn yfir­stand­andi ára­tugur má segja að fjöldi full­gild­inga und­ur­rit­aðra samn­inga hafi frá upp­hafi verið sveiflu­kennd­ur, líkt og fjöldi und­ir­rit­aðra samn­inga. Almennt helst aukn­ing eða fækkun á und­ir­rit­uðum san­ingum í hendur við sveiflur í fjölda samn­inga sem eru full­gilt­ir. Níundi ára­tugur síð­ustu aldar markar und­an­tekn­ingu í þessum efnum þar sem fjöldi full­gild­inga jókst á meðan færri samn­ingar voru und­ir­rit­að­ir. Leiða má að því líkur að á þessum tíma hafi legið á að ljúka full­gild­ingu þeirra samn­inga sem biðu úrvinnslu, en ára­tug­inn á undan voru ein­ungis þrír samn­ingar full­gilt­ir.

Grafík - undirritaðir og fullgiltir samningarTöl­urnar sýna að þó svo að Ísland hafi gerst sekt um að full­gilda ekki nema hluta þeirra alþjóða­samn­inga sem ríkið hefur und­ir­ritað eru vís­bend­ingar um að stjórn­sýslan kunni að geta snúið blað­inu við. Síð­ast­liðin 16 ár hefur fjöldi nýrra und­ir­rit­aðra samn­inga að með­al­tali ekki farið fram úr fjölda þeirra samn­inga sem höfðu áður verið und­ir­rit­aðir og voru full­giltir á þessum tíma. Vegna þess mikla magns samn­inga sem  þarf að vinna upp, sér­stak­lega vegna  frá sjö­unda og tíunda ára­tugn­um, þarf samt meira til ef að ná á jafn­vægi í mála­flokkn­um.

Grafík - Ófullgildir undirritaðir alþjóðasamningar eftir áratugumGögnin benda einnig til þess að Ísland hefur alltaf átt á bratt­ann að sækja við full­gild­ingu und­ir­rit­aðra alþjóða­samn­inga. Þetta er ástand sem tíma­bært er að breyta. Ekki ein­göngu vegna þess að full­trúar alþjóða­stofn­ana beita stjórn­völdum þrýst­ingi á opin­berum vett­vangi til að koma málum á hreyf­ingu, einnig vegna þess að það sam­ræm­ist hags­munum rík­is­ins að gera það. Að láta und­ir­rit­aða samn­inga stranda í kerf­inu jafn­vel svo ára­tugum skiptir getur skaðað trú­verð­ug­leika samn­inga­gerða stjórn­valda. Gerð alþjóða­samn­inga er  hags­muna­mál fyrir smá­ríki á borð við Ísland sem þrífst best í reglu­bundnu alþjóða­kerfi og nýtur góðs af fjöl­mörgum mik­il­vægum alþjóða­samn­ing­um.

Grafík - Töf á fullgildingu alþjóðasamninga í árumStjórn­völd lögðu nýverið áherslu á að flýta inn­leið­ingu til­skip­ana Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins í íslenskri stjórn­sýslu. Muižnieks benti fyrir helgi á mik­il­vægi þess að Ísland bætti við­leitni sína í mann­rétt­inda­málum og við full­gild­ingar mann­rétt­inda­sátt­mála, t.a.m. með því að setja á legg sér­staka stofnum sem færi með mála­flokk­inn.  Þegar haft er í huga að með­al­fjöldi ára sem líður frá und­ir­ritun alþjóða­samn­ings til full­gild­ingar hans hefur auk­ist nokkuð stöð­ug­lega síðan á sjötta ára­tugnum er ljóst að þörf er á almenn­ari aðgerðum ef stjórn­völd kjósa að ná heild­stætt utan um mála­flokk­inn. 

Grafík - Meðallengd frá undirritun til fullgildingarAð því sögðu getur vel verið að gildar ástæður séu fyrir því að sumir samn­ingar eru und­ir­rit­aðir en ekki full­gilt­ir. Það getur verið að stjórn­völd vilji ekki vera í  far­ar­broddi á alþjóð­legum vett­vangi í ákveðnum mála­flokkum og bíði eftir  að fleiri ríki sam­ein­ist um full­gild­ingu svo að  skrið kom­ist á mál­ið. Einnig getur verið að mik­il­vægi sumra samn­inga sem búið er að skrifa undir hafi reynst ofmetið fyrir íslenska hags­muni. Það ber því að meta stöð­una hverju sinni, inni­halds­legt gildi samn­ings fyrir lýð­veld­ið, orð­spor rík­is­ins á alþjóða­vett­vangi og almenna kosti þess að  búa í ein­hvers konar reglu­bundnu alþjóða­kerfi. Að lokum er mik­il­vægt að vega þá kosti og galla sem fylgja ofan­sögðu á móti getu stjórn­sýsl­unn­ar, Alþingis og sam­fé­lags­ins alls að axla þá ábyrg og skyldur sem fylgja því að standa vörð um full­veldi rík­is­ins.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None