Tafir á fullgildingum alþjóðasamninga

Ágúst Már Ágústsson
Auglýsing

Fyrir helgi flutti Nils Muižnieks, mann­rétt­inda­full­trúi Evr­ópu­ráðs­ins, erindi í Nor­ræna hús­inu þar sem hann gagn­rýndi stjórn­völd fyrir seina­gang við full­gild­ingar á alþjóð­legum mann­rétt­inda­samn­ing­um. En það eru ekki aðeins alþjóð­legir mann­rétt­inda­samn­ingar sem ekki hafa verið full­giltir á Íslandi í gegnum tíð­ina. Síðan að Ísland hóf að und­ir­rita alþjóða­samn­inga hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum á sjötta ára­tugnum hafa 37 þeirra samn­inga enn í dag ekki verið full­gilt­ir, þeir elstu fyrir 57 árum.

Auglýsing

Frá árinu 1933 til dags­ins í dag hefur Ísland und­ir­rit­að, full­gilt eða gerst aðili að 463 alþjóða­samn­ingum og við­bót­ar­sam­þykktum þeirra sem eru í vörslu Sam­ein­uðu þjóð­anna. Tutt­ugu og fimm þess­ara samn­inga voru full­giltir sama ár og þeir voru und­ir­rit­aðir á meðan 126 sem hafa verið und­ir­rit­aðir voru  full­giltir síðar eða bíða enn full­gild­ing­ar. Aðrir samn­ingar og við­bót­ar­sam­þykktir voru annað hvort full­gilt án und­ir­skriftar eða Ísland gerð­ist beint aðili að þeim.

Grafík - fjöldi alþjóðasamninga íslands á vettvangi uEf frá er tek­inn yfir­stand­andi ára­tugur má segja að fjöldi full­gild­inga und­ur­rit­aðra samn­inga hafi frá upp­hafi verið sveiflu­kennd­ur, líkt og fjöldi und­ir­rit­aðra samn­inga. Almennt helst aukn­ing eða fækkun á und­ir­rit­uðum san­ingum í hendur við sveiflur í fjölda samn­inga sem eru full­gilt­ir. Níundi ára­tugur síð­ustu aldar markar und­an­tekn­ingu í þessum efnum þar sem fjöldi full­gild­inga jókst á meðan færri samn­ingar voru und­ir­rit­að­ir. Leiða má að því líkur að á þessum tíma hafi legið á að ljúka full­gild­ingu þeirra samn­inga sem biðu úrvinnslu, en ára­tug­inn á undan voru ein­ungis þrír samn­ingar full­gilt­ir.

Grafík - undirritaðir og fullgiltir samningarTöl­urnar sýna að þó svo að Ísland hafi gerst sekt um að full­gilda ekki nema hluta þeirra alþjóða­samn­inga sem ríkið hefur und­ir­ritað eru vís­bend­ingar um að stjórn­sýslan kunni að geta snúið blað­inu við. Síð­ast­liðin 16 ár hefur fjöldi nýrra und­ir­rit­aðra samn­inga að með­al­tali ekki farið fram úr fjölda þeirra samn­inga sem höfðu áður verið und­ir­rit­aðir og voru full­giltir á þessum tíma. Vegna þess mikla magns samn­inga sem  þarf að vinna upp, sér­stak­lega vegna  frá sjö­unda og tíunda ára­tugn­um, þarf samt meira til ef að ná á jafn­vægi í mála­flokkn­um.

Grafík - Ófullgildir undirritaðir alþjóðasamningar eftir áratugumGögnin benda einnig til þess að Ísland hefur alltaf átt á bratt­ann að sækja við full­gild­ingu und­ir­rit­aðra alþjóða­samn­inga. Þetta er ástand sem tíma­bært er að breyta. Ekki ein­göngu vegna þess að full­trúar alþjóða­stofn­ana beita stjórn­völdum þrýst­ingi á opin­berum vett­vangi til að koma málum á hreyf­ingu, einnig vegna þess að það sam­ræm­ist hags­munum rík­is­ins að gera það. Að láta und­ir­rit­aða samn­inga stranda í kerf­inu jafn­vel svo ára­tugum skiptir getur skaðað trú­verð­ug­leika samn­inga­gerða stjórn­valda. Gerð alþjóða­samn­inga er  hags­muna­mál fyrir smá­ríki á borð við Ísland sem þrífst best í reglu­bundnu alþjóða­kerfi og nýtur góðs af fjöl­mörgum mik­il­vægum alþjóða­samn­ing­um.

Grafík - Töf á fullgildingu alþjóðasamninga í árumStjórn­völd lögðu nýverið áherslu á að flýta inn­leið­ingu til­skip­ana Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins í íslenskri stjórn­sýslu. Muižnieks benti fyrir helgi á mik­il­vægi þess að Ísland bætti við­leitni sína í mann­rétt­inda­málum og við full­gild­ingar mann­rétt­inda­sátt­mála, t.a.m. með því að setja á legg sér­staka stofnum sem færi með mála­flokk­inn.  Þegar haft er í huga að með­al­fjöldi ára sem líður frá und­ir­ritun alþjóða­samn­ings til full­gild­ingar hans hefur auk­ist nokkuð stöð­ug­lega síðan á sjötta ára­tugnum er ljóst að þörf er á almenn­ari aðgerðum ef stjórn­völd kjósa að ná heild­stætt utan um mála­flokk­inn. 

Grafík - Meðallengd frá undirritun til fullgildingarAð því sögðu getur vel verið að gildar ástæður séu fyrir því að sumir samn­ingar eru und­ir­rit­aðir en ekki full­gilt­ir. Það getur verið að stjórn­völd vilji ekki vera í  far­ar­broddi á alþjóð­legum vett­vangi í ákveðnum mála­flokkum og bíði eftir  að fleiri ríki sam­ein­ist um full­gild­ingu svo að  skrið kom­ist á mál­ið. Einnig getur verið að mik­il­vægi sumra samn­inga sem búið er að skrifa undir hafi reynst ofmetið fyrir íslenska hags­muni. Það ber því að meta stöð­una hverju sinni, inni­halds­legt gildi samn­ings fyrir lýð­veld­ið, orð­spor rík­is­ins á alþjóða­vett­vangi og almenna kosti þess að  búa í ein­hvers konar reglu­bundnu alþjóða­kerfi. Að lokum er mik­il­vægt að vega þá kosti og galla sem fylgja ofan­sögðu á móti getu stjórn­sýsl­unn­ar, Alþingis og sam­fé­lags­ins alls að axla þá ábyrg og skyldur sem fylgja því að standa vörð um full­veldi rík­is­ins.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None