Píratar og mýtan um hægri menn

Kjartan Jónsson
Auglýsing

Nýverið sam­þykktu Píratar nokkrar til­lögur í kosn­inga­kerfi sínu sem hafa vakið nokkra athygli og snúa að auk­inni tekju­öflun rík­is­sjóðs. Auð­vitað gripu and­stæð­ingar og öfund­ar­menn það á lofti og fóru að óskap­ast yfir þess­ari vinstri­villu Pírata – nú sýndu þeir sitt rétta eðli, eins og hver annar vinstri flokkur sem vill auka skatt­heimtu og þenja út rík­is­bákn­ið. Litli bróðir Stak­steina Mogg­ans, Týr Við­skipta­blaðs­ins sló upp fyr­ir­sögn: „Barna­skapur Pírata“ og ásakar Pírata fyrir að boða harða vinstri stefnu.

Það skondna við þessa gagn­rýni er að kjarn­inn í þessum til­lögum Pírata felst í að fara að reka ríkið bet­ur, reka það eins og við myndum reka fyr­ir­tæki ef við hefðum hags­muni eig­enda þess, almenn­ings, að leið­ar­ljósi. Stað­reyndin er nefni­lega sú að hægri stjórnir und­an­far­inni ára­tuga hafa í raun verið mjög lélegir stjórn­end­ur, ef við leggjum á þær sömu mæli­kvarða og við leggjum á fyr­ir­tæki í rekstri (að því gefnu að ekki séu ein­hverjar aðrar hvatir eða hags­munir að baki). Mýtan um hæfni hægri manna í rekstri stenst enga skoðun á hinu póli­tíska sviði. Hvaða fyr­ir­æki myndi leyfa millj­örðum renna úr rekstri sínum ára­tugum saman í gegnum þá holu sem kölluð hefur verið þunn fjár­mögnun stór­iðj­unn­ar? Hvaða fyr­ir­tæki myndi afhenda verð­mæti til ákveð­inna aðila fyrir brota­brot af mark­aðsvirði þeirra, eins og gert er við afla­heim­ild­ir? Hvaða fyr­ir­tæki myndi henda tugum millj­arða á ári til að halda gangandi fyr­ir­bæri eins og krón­unni, þegar allar aðrar sam­bæri­legar rekstr­ar­ein­ingar í heim­inum hafa gef­ist upp á að halda úti eigin fljót­andi mynt?

Auglýsing

Eina raun­veru­lega skatta­hækk­unin sem í til­lög­unum felst er hækkun á fjár­magnstekju­skatti. Nú hníga ýmis rétt­læt­is­rök að því að skattar af fjár­magnstekjum ættu að vera sömu og af öðrum tekjum fólks. Hin praktísku rök fyrir lægri pró­sentu hafa gjarnan verið þau að hærri skatta­pró­senta leiði til þess að féð leiti ann­að, t.d. í skatta­skjól, fjár­magns­skattur ýti upp vöxtum og leigu­verði, o.s.frv. En það gildir um alla skatta, þeir hafa ýmis nei­kvæð áhrif, of hár tekju­skattur letur til vinnu, of hár virð­is­auka­skattur eykur svarta sölu og starf­semi, o.s.frv. Krafan um jafn­ræði í skatta­kerf­inu vegur þyngra að mínu mati en praktísk rök, auk þess sem þessi stefna vinnur gegn einu mesta böli heims­ins í dag, hinni gíf­ur­legu mis­skipt­ingu sem á m.a. rætur sínar að rekja í lög og leik­reglur sem hafa allt of lengi verið þeim best stæðu í hag.

Hvaða fyr­ir­tæki myndi afhenda verð­­mæti til ákveð­inna aðila fyrir brota­brot af mark­aðsvirði þeirra, eins og gert er við afla­heim­ild­ir? Hvaða fyr­ir­tæki myndi henda tugum millj­­arða á ári til að halda gang­andi fyr­ir­­bæri eins og krón­unni, þegar allar aðrar sam­­bæri­­legar rekstr­­ar­ein­ingar í heim­inum hafa gef­ist upp á að halda úti eigin fljót­andi mynt?


Ef skoðuð eru lönd sem við berum okkur gjarnan saman við, þá er fjár­magnstekju­skatt­ur­inn í löndum eins og Dan­mörku og í Finn­landi á svip­uðum nótum og Píratar leggja til, eða í kringum 30%. Hins vegar valda frí­tekju­mörk og ýmsar und­an­þágur því að raun­veru­leg inn­heimta er mun lægri en talan gefur til kynna. Í nán­ari útfærslu þyrfti að líta til þess hvort ein­hverjar þær aðstæður sem þar eru kalli á svip­aðar und­an­þágur hér, sem myndi þá leiða til að skatta­hækk­unin skil­aði ekki þeim tekjum sem stefnt var að. Þar fyrir utan skila skatta­hækk­anir sér aldrei í sama hlut­falli og pró­sentan segir til um af ýmsum ástæð­um. Þá þarf auð­vitað að gæta þess í íslensku krónu­um­hverfi að skatt­leggja raun­vexti, en ekki nafn­vexti – verð­bætur eru ekki tekj­ur.

Fyr­ir­sögn Kjarn­ans á dög­unum varð­andi þessi stefnu­mál hljóð­aði á þá leið að Píratar vilji auka tekjur rík­is­sjóðs um 100 millj­arða. Sú fyr­ir­sögn er dálítið vill­andi, þar sem allar for­sendur eru fyrir því að lækka megi skatta á móti. Tekjur rík­is­ins hafa aukast gíf­ur­lega und­an­farin ár, aðal­lega vegna auk­ins fjölda ferða­manna til lands­ins. Þær auknu tekj­ur, auk þeirra sem Píratar vilja sækja, eiga að duga til að gera veru­legt skurk í vel­ferð­ar­málum en jafn­framt á fag­legri rekstur rík­is­ins og rétt­lát­ari skatt­heimta að gera kleift að lækka skatt­byrði almenn­ings.

Þótt enn sem komið er séu Píratar ekki orðnir eitt­hvað fast­mótað fyr­ir­bæri, þá þyk­ist ég skynja á meðal þeirra áhuga á að sinnt sé vel helstu grunn­stoðum sam­fé­lags­ins eins og heil­brigð­is- og mennta­kerfi, auk þess að fram­færsla þeirra verst settu sé tryggð. Um ýmsan annan rekstur rík­is­ins eru mun skipt­ari skoð­anir og hygg ég að þar muni okkur greina á um margt við hefð­bundna vinstri­menn, en það er efni í mun lengri grein.

Höf­undur er fram­­kvæmda­­stjóri Múltikúlti - mála­mið­­stöðv­­­ar, sit­ur ­fyrir Pírata í end­­ur­­skoð­un­­ar­­nefnd um mann­rétt­inda­­stefnu Reykja­vík­­­ur­­borgar og er vara­­maður í mann­rétt­inda­ráði og fjöl­­menn­ing­­ar­ráði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None