Píratar vilja auka tekjur ríkissjóðs um 100 milljarða

Í kosningakerfi Pírata er lagt til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður, aflaheimildir boðnar upp, skattar á stóriðju hækkaðir, nýr gjaldmiðill tekin upp og söluandvirði Íslandsbanka verði notað til að fjármagna gjaldþrota lífeyriskerfi.

Þingmenn Pírata. Samkvæmt könnunum mun þeim fjölga umtalsvert eftir næstu kosningar.
Þingmenn Pírata. Samkvæmt könnunum mun þeim fjölga umtalsvert eftir næstu kosningar.
Auglýsing

Í kosn­inga­kerfi Pírata liggur nú fyrir tíu liða stefna sem ætlar er að auka tekjur rík­is­sjóðs um allt að 100 millj­arða króna á ári og ­tekjur sveita­fé­laga um 10-15 millj­arða króna á ári. Til­gang­ur­inn er sagður vera að liðka ­fyrir upp­bygg­ingu vel­ferð­ar, sér­stak­lega heil­brigð­is- og mennta­kerfi, á Ísland­i ­með hag­ræð­ingu og til­færslu fjár­muna í rík­is­rekstri, skatt­lagn­ing­u fjár­magns­eig­enda, stór­iðju og kvóta­eig­enda sem og útskipt­ingu íslensku krón­unnar sem gjald­mið­ils. Á meðal þess sem lagt er til er að hækk­a fjár­magnstekju­skatt, bjóða upp afla­heim­ildir og láta stór­iðju borga full­an ­tekju­skatt.

Í stefn­unni er auk þess lagt til að Íslands­banki verði seld­ur er­lendum banka og „sölu­and­virðið notað til að fjár­magna líf­eyr­is­kerfi opin­berra ­starfs­manna sem er í raun gjald­þrota“. Í grein­ar­gerð sem fylgir með stefn­unn­i ­segir að hall­inn á Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins (LSR) og líf­eyr­is­sjóð­u­m sveit­ar­fé­laga sé í heild tæpir 600 millj­arðar króna, og er vísað í fjár­lög árs­ins 2016 því til stuðn­ings.

Stefnan hefur verið lögð fram í kosn­inga­kerfi Pírata og stendur kosn­ing um hvern lið hennar nú yfir. Hún byggir m.a. á þegar sam­þykktri ­sjáv­ar­út­vegs­stefnu og stefnu um bann við þunnri fjár­mögnun. Kosn­ingu lýkur eft­ir tvo daga og þá liggur fyrir hverjir lið­anna tíu verða hluti af grunn­stefn­u P­írata í aðdrag­anda næstu kosn­inga.

Auglýsing

Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar mæl­ast Píratar með 27,7 pró­sent fylgi. Það er nán­ast sama fylgi og ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með. Þessir tveir flokkar væru þeir einu sem gæt­u ­myndað tveggja flokka meiri­hluta­stjórn að loknum kosn­ingum í haust miðað við ­fylg­is­stöðu flokka í dag. Sam­an­dregið þá eru miklar líkur á því að Píratar verði í lyk­il­stöðu við stjórn­ar­myndun eftir nokkra mán­uði.

Skatta­hækk­anir bornar af „breið­ustu bökum þjóð­fé­lags­ins"

Ragnar Hannes Guð­munds­son, stjórn­sýslu­fræð­ingur og cand oecon viðsk­fræð­ing­ur, og Mörð­ur­ Ing­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins 1984, eru höf­undar til­lagn­anna. Ragnar bendir á að til þess að bæta ­út­gjöld til heil­brigð­is­mála í sam­ræmi við inni­hald und­ir­skrifta­söfn­unar sem Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar stóð fyrir og 85 þús­und manns skrif­uðu und­ir, þurfi þau útgjöld að verða ell­efu pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Þau þurfi því að hækka um 60 millj­arða króna á ári. ­Til­lögur þeirra miði að því að tekjur hins opin­bera vaxi um 100 millj­arða króna á ári, og því sé umtals­vert eftir til að nýta til ann­arrar upp­bygg­ingar í vel­ferð­ar­kerf­inu. Auk þess miða til­ög­urnar við að tekjur sveita­fé­laga, sem mörg hver glíma nú við umtals­verðan rekstr­ar­vanda, hækki um 10-15 millj­arða króna á ári.

Til­lög­urnar eru rót­tækar og ljóst að þær munu ekki falla öllum í geð. Í þeim er t.d. lagt til að fjár­magnstekj­ur verði hækk­aður úr 20 pró­sentum í 30 pró­sent. Það muni skila rík­is­sjóði 15 millj­örðum króna í við­bót­ar­tekj­ur. Í grein­ar­gerð sem fylgir þeirri til­lög­u ­segir að 10-11 pró­sent rík­ustu Íslend­ing­arnir eigi 70-75 pró­sent af eign­um lands­manna og „þannig að ætla má að nær öll hækk­unin yrði borin af breið­ustu bökum þjóð­fé­lags­ins“. Gert er ráð fyrir því að frí­tekju­mark verð­i hækkað til að hlífa smærri fjár­magns­eig­endum í þess­ari aðgerð. Ragnar og Mörð­ur­ rök­styðja þessa með því að benda á að fjár­magnstekju­skattur sé til­tölu­lega lágur á Íslandi miðað við nágranna­lönd okk­ar, þar sem 30 pró­sent sé algeng­t skatt­flut­fall.

Í til­lögum þeirra er einnig gert ráð fyr­ir­ að afla­heim­ildir verði boðnar upp í sam­ræmi við sjáv­ar­út­vegs­stefnu Pírata. Gert er ráð fyrir að þriðj­ungur upp­boðs­tekna renni til sveit­ar­fé­laga i gegn­um ­jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga eða sam­bæri­legan sjóð. Árlegar við­bóta­tekj­ur ­rík­is­sjóðs af þess­ari aðgerð eiga að vera 20  millj­arðar króna á ári en sveit­ar­fé­laga um tíu millj­arðar króna.

Stór­iðja borgi meiri skatta og brjóta upp fákeppni í sölu lyfja

Þá er lagt  til að stór­iðja og stærri fyr­ir­tæki verð­i látin borga fullan tekju­skatt í sam­ræmi við þegar sam­þykkta stefnu Pírata um þunna fjár­mögn­un. Árlegar við­bóta­tekjur rík­is­sjóðs af þess­ari aðgerð eru um fjórir millj­arðar króna. Auk þess gera til­lög­urnar ráð fyrir að gistin­átta­gjald verði hækkað svo að með­a­tals­upp­hæð þess verði 400 krónur á gistinótt. Það renn­i óskert til þess sveit­ar­fé­lags þar sem gist er og er áætlað að þetta skil­i ­þremur millj­örðum króna á ári.

Í til­lög­unum er einnig að finna ­stefnu um að brjóta upp fákeppni í sölu lyfja með það að mark­miði að lækk­a lyfja­verð. Þessi stefna er í sam­ræmi við til­mæli Rík­is­end­ur­skoð­unar um að bæta að­gengi Íslend­inga að stærri lyfja­mörk­uðum til að draga úr lyfja­kostn­að­i. ­Á­ætlað er að rík­is­sjóður geti sparað um tvo millj­arða króna með þess­ari leið.

Lands­bank­inn rík­is­banki en Íslands­banki seldur

Píratar eru líka að móta sér­ ­stefnu um hvað eigi að gera við bank­ana sem ríkið á að öllu leyti í dag, Lands­bank­ann og Íslands­banka. Í til­lög­unum segir að Lands­bank­inn skuli ver­a á­fram í eigu íslenska rík­is­ins og að hann greiði sjö til tíu millj­arða króna ár­lega í arð til rík­is­sjóðs af starf­semi sinni. Þá eigi að sam­eina ­Í­búða­lána­sjóð (ÍLS) og Lands­bank­ann sem geri það að verkum að „fjár­aust­ur ­rík­is­sjóðs til ÍLS hætt­i“.

Ein merki­leg­asta, og lík­ast til umdeildasta, til­lagan sem lögð er fram snýr að því að selja eig­i Ís­lands­banka að öllu leyti til erlends banka og að sölu­and­virðið verði not­að til að fjár­magna líf­eyr­is­kerfi opin­berra starfs­manna sem sé í raun gjald­þrota. Í grein­ar­gerð sem fylgir til­lög­unni seg­ir: „Með sölu Íslands­banka er tek­ist á við hinn gríð­ar­lega halla á líf­eyr­is­kerfi LSR og mögu­lega sveit­ar­fé­laga en sú tala er í heild tæpir 600 millj­arð­ar. Skyn­sam­legt væri að fjár­festa fjár­mun­i LSR alla erlendis sem og að selja Íslands­banka erlendum banka. Þetta eyk­ur­ á­hættu­dreif­ingu LSR og Íslands, dregur úr ofhitnun í litlu hag­kerfi og eyk­ur­ ­sam­keppni á banka­mark­að­i.“

Áætl­aður sparn­aður með því að láta vænt sölu­and­virði Íslands­banka renna óskipt í að greiða upp­ ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­sjóðs­skuldir er sagður vera um 20 millj­arðar króna á ári.

Þetta er þó ekki eina ­til­lagan sem snýr að líf­eyr­is­sjóða­kerfi lands­manna. Einnig er lagt til að ­kerfið verði lýð­ræð­isvætt og að sjóðs­fé­lagar kjósi alla stjórn­ar­með­limi í lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um. Í grein­ar­gerð segir að í líf­eyr­is­sjóðum lands­manna liggi ein­hver mestu völd í íslensku sam­fé­lagi. „Þeim er ­stjórnað á ólýð­ræð­is­legan hátt af örfáum ein­stak­lingum sem skip­aðir eru af at­vinnu­rek­endum og for­svar­mönnum stétt­ar­fé­laga[…]P­íratar vilja því að stjórn­ir líf­eyr­is­sjóða verði alfarið skip­aðar lýð­ræð­is­legan hátt af sjóðs­fé­lög­um ­sjálf­um. Hver sjóðs­fé­lagi skuli hafa jafnan fram­boðs og atkvæð­is­rétt til­ ­stjórnar síns sjóðs og á það bæði við greið­endur og líf­eyr­is­þega og án til­lits til stétt­ar­fé­lags­að­ild­ar. Þar með er koll­varpað kerfi þar sem launa­greið­end­ur og for­svars­menn stétt­ar­fé­laga gangi að þessum sætum vísum og eig­endur fjár­ins ann­ast eftir það vörslu þess og ávöxt­un.”

Annar gjald­mið­ill spari 30-40 millj­arða á ári 

Að lokum er lagt til að tekin verði upp­ al­þjóð­leg­ur, gjald­gengur gjald­mið­ill á Íslandi til að auka hag­sæld og sam­keppn­is­hæfn­i lands­ins, ná fram almennri vaxta­lækkun fyrir alla lands­menn og rík­is­sjóð. Þá verði verð­trygg­ing t.d. ekki lengur umræðu­efni, enda henni sjálf­hætt með­ ­upp­töku ann­ars gjald­mið­ils.

Þótt að Seðla­banki Íslands hafi kom­ist að þeirri nið­urt­stöðu að skyn­sam­leg­ast væri fyrir Íslend­inga að taka upp evru ef ­skipt er um mynt, þar sem þorri við­skipta Íslands er við Evr­ópu, þá taka P­íratar ekki afstöðu til þess hvort að taka ætti upp þann gjald­mið­il. Fyrst þurfi þjóðin að tjá sig um afdrif Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Hins vegar er ljóst að með upp­töku alþjóð­lega not­hæfs, stöðugs gjald­mið­ils væru komnar for­sendur fyrir veru­legri vaxta­lækkun á Ísland­i. ­Rík­is­sjóð­ur, fyr­ir­tæki og lands­menn allir spara stór­fé.

Áætl­aður kostn­aður við að halda í krón­una er um 150-200 millj­arðar á ári í hag­kerfi með um 2000 millj­arða verga lands­fram­leiðslu (GD­P). Það er því ávinn­ingur sem nemur allt að 10% af vergri lands­fram­leiðslu í því að losa íslenskt sam­fé­lag við krón­una. Það er ein mest­a og mik­il­væg­asta kjara­bót sem hægt væri að veita þjóð­inni á skömmum tíma.”

Að mati til­lögu­höf­unda myndi nýr gjald­mið­ill ­spara rík­is­sjóði á bil­inu 30 til 40 millj­arða króna á ári í vaxta­kostn­að. Alþýða lands­ins borg­ar þetta fé útlend­ingum og þeim tíu pró­sent Íslend­inga sem eiga þrjá fjórðu eigna í land­inu. Þetta er því án nokk­urs vafa ein­hver ein­faldasta og stærsta kjara­bót ­fyrir alla lands­menn sem hægt er að ná fram.”

Laun gætu hækkað um allt að 150 prósent
Launakostnaður fyrirtækja gæti meira en tvöfaldast verði fallist á kröfur SGS í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri SA segir alla tapa ef verkalýðsfélögin ganga of langt í kröfum sínum.
Kjarninn 17. október 2018
Netflix vex og vex
Nýjustu tölur frá Netflix komu fjárfestum á óvart og jókst markaðsvirði félagsins um fjögur prósent í dag.
Kjarninn 16. október 2018
Enn hægir á hækkun fasteignaverðs
Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um 3,4 prósent á undanförnu ári. Á vormánuðum í fyrra var hækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 16. október 2018
Unnur Rán Reynisdóttir
Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið
Kjarninn 16. október 2018
Aðförin
Aðförin
Aðförin – Nýr Landspítali, nýtt þorp
Kjarninn 16. október 2018
Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar
Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.
Kjarninn 16. október 2018
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Förum vel með almannafé
Kjarninn 16. október 2018
Írabakki
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum gagnrýnir rekstur Félagsbústaða
Stjórn Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum segir vonda fjármálastjórn Félagsbústaða aðeins hluti vandans. Hún gagnrýnir að Félagsbústaðir hafi hagað sér eins og leigufélag á almennum markaði.
Kjarninn 16. október 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None