Forsetinn á ekki að vera sameiningartákn

Ólafur Páll Jónsson skrifar um forsetaembættið.

Auglýsing

I.  Stundum er sagt að for­set­inn eigi að vera sam­ein­ing­ar­tákn. Þetta finnst mér vit­leysa. Og því oftar sem ég heyri þetta og því meira sem ég hugsa um þetta, því frá­leit­ara finnst mér þetta. Þegar ég hugsa um aðra hlut­i ­sem líka eiga að vera sam­ein­ing­ar­tákn – til að mynda fán­ann eða ­fót­boltalands­lið – þá sann­fær­ist ég enn frekar um að for­set­inn eigi ekki að vera sam­ein­ing­ar­tákn. Það er helst að fán­inn geti talist slíkt tákn, því af þessu er hann einn um að vera tákn. For­seti og lands­lið eru ekki tákn.

Fánar eru tákn, en ekki endi­lega sam­ein­ing­ar­tákn. Fán­i ­Sam­ein­uðu þjóð­anna er kannski sam­ein­ing­ar­tákn vegna þess að sá félags­skapur var bein­línis stofn­aður með hug­sjón sam­starfs og ein­ingar að leið­ar­ljósi og til­ höf­uðs sundr­ung og óvinafagn­aði. Kannski er íslenski fán­inn lík­a ­sam­ein­ing­ar­tákn – við veifum honum þegar við gleðj­umst saman á 17. jún­í, ­sum­ar­dag­inn fyrsta og þegar við mætum til að horfa á lands­liðin okk­ar. Það sama verður ekki sagt um banda­ríska fán­ann. Vissu­lega eru Banda­ríkja­menn dug­legir að ­flagga þegar þeir koma saman en í hugum margra Banda­ríkja­manna er fán­inn frekar ­tákn um margra alda kúgun og yfir­gang.

II.  En aftur að for­set­an­um. For­seti er hand­hafi valds og sem slíkur er hann ger­andi en ekki tákn. Og þar af leið­andi ekki ­sam­ein­ing­ar­tákn. Það er mik­ill munur á því að vera ger­andi eða tákn. Tákn er mátt­vana gagn­vart þeim sem það túlka. Fán­inn, sem blaktir við hún á tylli­dög­um, ­getur ekki tekið það upp hjá sér að breyta merk­ingu sinni. Hann getur ekki haft ­neitt frum­kvæði. Það erum við sem drögum fán­ann að húni og horfum á hann þar ­sem hann blaktir í vind­in­um, það erum við sem gefum honum merk­ingu. En það erum ekki við, sem horfum á for­set­ann á hlað­inu á Bessa­stöð­um, sem gefum honum merk­ing­u. Ef for­seta­emb­ættið hefur ein­hverja merk­ingu yfir­leitt, þá er það vegna þess að þeir sem hafa gegnt því hafa gert eitt­hvað, ekki vegna þess að við sem á­horf­endur höfum lagt ein­hverja merk­ingu í það.

Auglýsing

Þannig er það líka með fót­boltalands­lið. Það er ger­andi en ekki tákn. Þegar stelp­urnar hafa spilað á stór­mótum – og nú strák­arnir líka – og standa sig vel, þá sam­ein­umst við í hvatn­ingu og fögn­uði, finnum til­ ­sam­kenndar og stolts. En sam­ein­ingin er ekki til komin vegna þess að fyrir aug­u okkar ber sam­ein­ing­ar­tákn heldur vegna þess að við berum til­finn­ingar til­ ­leik­mann­anna og hríf­umst af dugn­aði, ákveðni, hug­rekki, þraut­seigju og öðrum ­góðum eig­in­leikum sem við sjáum í fari þeirra. Ef karla­lands­liðið hefði mætt hug­laust til síns fyrsta leiks á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu og spilað af rag­mennsku og und­ir­lægju­hætti gegn hinum bráð­snjöllu Portú­göl­um, þá hefðu Íslend­ingar ekki fundið til stolts og sam­stöðu við að horfa á leik­inn. Þvert á móti hefði fólk ­yf­ir­gefið völl­inn sem sundr­aður hóp­ur, reitt og jafn­vel fund­ist það lít­il­lækk­að – og eflaust látið illum látum og orðið þjóð­inni til skamm­ar. Fót­boltalands­lið er ekki sam­ein­ing­ar­tákn, því það er ekki tákn, þótt það sem ger­andi get­i vissu­lega verið sam­ein­ing­ar­afl. En sam­ein­ing­ar­máttur lands­liðs veltur á því hvernig það stendur sig.

For­seti er ekki sam­ein­ing­ar­tákn en hann getur ver­ið ­sam­ein­ing­ar­afl. Til þess að svo megi verða, þurfa ákveðin gildi og dygðir að ein­kenna störf hans. En hvaða gildi og hvaða dygð­ir? Hér vand­ast mál­ið. Í fjöl­hyggju­sam­fé­lögum sam­tím­ans er ekki hægt að ganga að neinum til­teknum gild­um og dygðum sem hinum réttu. Það er engin ein­ing um hvað séu „ís­lensk gildi“ og þess vegna getur for­set­inn ekki orðið sam­ein­ing­ar­afl með því að vera sam­mála öll­um. Ef hann vill ekki stíga tærnar á nein­um, þá getur hann ekki hreyft sig úr stað. Ef hann vill ekki segja neitt sem ein­hver er ósam­mála, þá verður hann að þegja. En slíkur for­seti yrði aldrei annað en stofustáss á Bessa­stöð­um; eins og fáni sem blaktir í vind­inum á hátíð­is­dög­um, yrði hann ekki sam­ein­ing­ar­afl en kannski prýði­legt skraut. 

III.  Þegar fólk sam­einast, þá sam­ein­ast það um eitt­hvað. Hið dá­sam­lega við fót­bolt­ann er að fólk skuli geta sam­ein­ast um eitt­hvað sem í raun er full­kom­lega til­gangs­laust. En for­set­inn á ekki kost á slíku. Sem hluti af ­rík­is­vald­inu getur hann ekki vænst þess að fólk sam­ein­ist um hann í krafti þess að hann geri eitt­hvað full­kom­lega til­gangs­laust – jafn­vel þótt hann gerði það ­snilld­ar­vel. Þvert á móti verður sam­ein­ing­ar­afl for­seta að eiga rætur í ein­hverju sem er mik­il­vægt en ekki til­gangs­laust. Það verður í raun að tvinnast úr tvenns konar þátt­um: gildum og sam­ræðu. Ann­ars vegar gildum sem eru ein­hvers ­konar grunn­gildi þjóð­ar­inn­ar. Hins vegar verður for­set­inn að eiga í sam­ræðu við ­þjóð­ina um þessi gildi – og því umdeild­ari sem gildin eru, þeim mun mik­il­væg­ari verður sam­ræð­an.

Sam­ræða for­seta við þjóð sína má ekki vera hvernig sem er. Hún verður að ein­kenn­ast af virð­ingu fyrir þeim sem eru ósam­mála; hún má ekki verða kapp­ræða þar sem leit­ast er við að sigra þá sem eru á önd­verðri skoð­un, heldur rök­ræða þar sem leit­ast er við að skapa gagn­kvæman skiln­ing. Þegar fólk ­skipar sér í fylk­ingar sem síðan lýstur saman í kapp­ræðu, þá veg­ast menn með­ ­spjótum mælsku­bragða. Þar fer lítið fyrir kær­leika og umhyggja fyrir sann­leika er víðs fjarri. Þannig hafa stjórn­málin oft verið – átaka­stjórn­mál þar sem ­jafn­vel for­ystu­menn í rík­is­stjórn og flokkum leggja sig fram um að hæð­ast að and­stæð­ingum og gera lítið úr þeim sem eru þeim ósam­mála. Þetta er ­lít­il­mót­leg­asta teg­und stjórn­mála­manna, því með slíku hátta­lagi ganga þeir fram undir gunn­fána sundr­ung­ar.

For­seti sem tekur þátt í eig­in­legri sam­ræðu við þjóð­ina – ein­hvers konar opinni rök­ræðu – skipar sér ekki í fylk­ingu. Í eig­in­legri ­sam­ræðu – eins og vinur ræðir við vin – mæt­ist fólk ekki í fylk­ingum þótt það taki afstöðu og sé oft ósam­mála. Fólk mæt­ist sem vin­ir, for­vitið um hug­mynd­ir ann­arra en jafn­framt leit­andi að rökum fyrir eigin afstöðu og jafnan reiðu­búið til­ að end­ur­skoða hana. Í slíkri sam­ræðu reynir fólk vissu­lega að sann­færa hvað annað en það mæt­ist líka til að læra hvað af öðru, gjarnan í þeirri trú að gott líf ein­kenn­ist af sífelldum lær­dómi. And­stæðan er líf sem ein­kenn­ist af þver­girð­ings­hætti og þumb­ara­skap. Þumb­ara­skap­ur­inn höfðar reyndar til margra eins og sést á því að fólk er stundum lofað fyrir að standa fast á eig­in ­skoð­un. Það er ein­læg trú mín að það sé betra að búa í sam­fé­lagi þar sem fólk er opið fyrir skoð­unum ann­arra og líti á ólík sjón­armið og jafn­vel ágrein­ing ­sem tæki­færi til að læra eitt­hvað nýtt, heldur en í sam­fé­lagi þar sem hver hangir á sinni sann­fær­ingu eins og hundur á roði.

Ég held að við ættum að leita okkur að for­seta sem get­ur verið sam­ein­ing­ar­afl. Slíkur for­seti leitar ekki að lægsta sam­nefn­ara allra í sam­fé­lag­inu (þá verður hann bara stofustás­s), heldur leitar hann að mik­il­vægum gild­um (­jafn­vel umdeild­um) og setur þau á dag­skrá í sam­ræðu við þjóð­ina. Það er ekki ­gefið hver nákvæm­lega þau gildi ættu að vera, en ég held að þau þurfi að ver­a af þrennum toga. Í fyrsta lagi varða gildin nátt­úr­una sem er for­senda alls lífs. ­Stærsta verk­efni sam­tím­ans er að tryggja að þessi eina jörð sem við höfum til­ að búa á geti áfram verið bústaður mann­kyns og ann­arra líf­vera. Í öðru lag­i varða gildin menn­ing­una sem við sækjum í til að glæða líf okkar merk­ing­u. ­Menn­ingin spannar allt lit­róf mann­lífs­ins og varðar okkur bæði sem njótendur og ­sem skapend­ur. Án menn­ing­ar­innar yrði lífið í þessu landi ein­ungis deyfð­ar­leg­t strit. Í þriðja lagi varða gildin stjórn­skip­an­ina og stjórnmálamenn­ing­una sem ­gerir okkur kleift að lifa far­sæl­lega saman í þessu landi.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None