Stríðsrekstur með frjálsri aðferð, EM „bubblan“ og gamall Ungverji í náttbuxum

EM-ævintýrið heldur áfram þrátt fyrir 1-1 tap gegn Ungverjum og kynni við alvöru fótboltabullur vopnaðar blysum, sprengjum og dólgslátum.

Ísland Ungverjaland
Auglýsing

Ísra­elska borgin Tel Aviv er oft kölluð „bubblan“ sökum þess að þeir sem í henni búa hafa oft­ast nær ekki fundið beint fyrir þeim mikla ófrið sem geisar milli Ísr­ael og Palest­ínu. Í lok síð­asta árs birti The New York Times til dæmis stóra umfjöllun um borg­ina þar sem ferða­menn voru hvattir til að heim­sækja hana. Borg­inni var lýst sem opinni og ver­ald­legri þar sem sam­fé­lag hinsegin fólks væri fyr­ir­ferð­ar­meira í umræð­unni en hin flóknu stjórn­mál svæð­is­ins. Í Tel Aviv væru 300 sól­ar­dagar á ári, frá­bærir bar­ir, næt­ur­klúbbar og veit­inga­staðir á heims­mæli­kvarða. Aðrir Ísra­elar sem lifa fyrir bárátt­una um stærra og meira Ísr­ael nota „bubblu“ hug­takið til að lýsa Tel Aviv-­búum með nei­kvæðum for­merkj­um. Þeim finnst landar sínir í partý-­sól­inni ein­beita sér um of af því að skemmta sér í stað þess að taka þátt í alvar­leika hvers­dags­ins.

Að vera á EM í Frakk­landi er eins og að vera í íslenskri „bubblu“. Hún er auð­vitað ekk­ert eins og sú ísra­elska, þar sem íbúar hennar aftengja sig við dag­leg morð og önnur ömur­leg­heit sem fylgja þeirra aðstæð­um. Í íslensku EM „bubblunni“ eru hins vegar tæp­lega tíu pró­sent þjóð­ar­innar vinir og með skýrt sam­eig­in­legt mark­mið, að Íslandi gangi vel í fót­bolta. Við slíkar aðstæður er mjög auð­velt að gleyma íslenskum umræðu- og hug­mynda­fræði­á­tökum sem vana­lega hel­taka mann dag­lega, og sjúga oftar en ekki úr manni alla gleði.

Siggi var einn í heim­inum

En það er auð­vitað inter­net í „bubblunn­i“, og þegar stund er milli stríða þá er erfitt að kom­ast hjá því að reka augun í fréttir og myndir af for­sæt­is­ráð­herra flytja ræðu fyrir erlenda sendi­menn, víg­girtur frá fólk­inu sem hann þjón­ar. Aleinn á Aust­ur­velli eins og Palli var í heim­in­um.

Auglýsing

Þessi mynd sýnir betur en flest annað hvers konar gjá er orðin til milli valda­stétt­ar­innar á Íslandi og þjóð­ar­inn­ar. Hún á sér auð­vitað margar aðrar birt­ing­ar­myndir sem hægt væri að tíunda, en ljós­mynd segir oft meira en þús­und orð.

Á inter­net­inu var líka hægt að lesa um að for­seti Íslands, og orðu­veit­inga­nefnd emb­ættis hans, hefði hengt nýjasta knippi af fálka­orðum á fólk. Á meðal þeirra sem fengu slíka var Katrín Pét­urs­dótt­ir, Kata í Lýsi. Hún var sæmd orð­unni fyrir „störf á vett­vangi íslensks atvinnu­lífs“. Það kom reyndar ekki fram hvort það væri fyrir það að hafa ekki greitt neitt af 2,9 millj­arða kröfum í bú félags síns sem einu sinni átti Lýsi, hvort það væri fyrir að hafa selt fyr­ir­tækið sitt til Guð­bjargar Matth­í­as­dóttur dag­inn eftir neyð­ar­lög­in, sem svo seldi henni það aftur þegar „rétti“ tím­inn var kom­inn eða hvort það væri fyrir að kaupa hlut í Morg­un­blað­inu á tímum þar sem millj­arða­með­gjöf þarf til að halda því vopna­búri gang­andi. Kannski fékk hún orð­una fyrir að ganga í störf verka­manna í Straums­vík þegar þeir háðu verka­lýðs­bar­áttu gegn alþjóð­legu stór­fyr­ir­tæki. Nú eða fyrir að segja að Íslend­ingar væru svo leið­in­legir að vera alltaf að kvarta, sér­stak­lega yfir við­skipta­líf­inu.

Geir Waage fékk líka fálka­orðu. Hann fékk hana þó ekki fyrir ötula bar­áttu gegn mann­rétt­indum sam­kyn­hneigðra. Hann fékk hana ekki fyrir þá skoðun sína að þagn­ar­skylda presta sé ofar lands­lögum og því beri þeim ekki að til­kynna um kyn­ferð­is­brot sókn­ar­barna sinna, ekki einu sinni gagn­vart börn­um. Geir fékk hana heldur ekki fyrir að berj­ast gegn fóst­ur­eyð­ingum og yfir­ráða­rétti kvenna yfir eigin lík­ama. Nei, hann fékk hana fyrir „fram­lag til upp­bygg­ingar Reyk­holts­staðar og varð­veislu íslenskrar sögu og menn­ing­ar“.

Þegar ég renndi yfir list­ann yfir orðu­hafa beið ég hálf­part­inn eftir því að til­kynnt væri um að Sig­urður Ein­ars­son myndi fá sína aft­ur.

Það er við svona aðstæður sem tíma­bært var að hverfa aftur inn í „bubbluna“. Og slökkva á inter­net­inu.

Þegar manni líður eins og maður sé í Kefla­vík

Leik­ur­inn við Portú­gal í St. Etienne var ákveðið klímax. Þar gekk allt upp. Aðdrag­and­inn var stór­kost­leg­ur, stuðn­ings­menn­irnir urðu heims­frægir á svip­stundu og liðið lék stór­kost­lega. Við vorum mætt og til­kynntum það með mögn­uðum hætti.

Nið­ur­staðan var 1-1 sigur og eft­ir­mál­arnir m.a. þeir að risa­stór beygla hefur mynd­ast á ímynd hins algjör­lega óþol­andi Christ­i­ano Ron­aldo, sem má alls ekki rugla með neinum hætti saman við hinn eina sanna Ron­aldo, þann feita.

Maður fékk það eig­in­lega á til­finn­ing­una strax og komið var inn til Marseille að hér væri eitt­hvað annað á seyði. Fanz­o­ne-in, sem hýsa stuðn­ings­menn fyrir leik á meðan þeir vökva sig í gang, voru mun síðri. Auk þess var hvasst. Svo hvasst að ef maður lok­aði aug­unum gat maður auð­veld­lega ímyndað sér að maður væri staddur á bíla­stæði í Kefla­vík en ekki í hafn­ar­borg í Suð­ur­-Frakk­landi. Íslend­ing­arnir voru líka sýni­lega „veðr­að­ar­i“. Þ.e. gleð­in, sum­blið og ferða­lögin voru sýni­lega farin að taka toll af ýms­um.

Það var þó bjart­sýni í loft­inu þegar um níu þús­und Íslend­ingar fóru að streyma í átt að hinum glæsi­lega Velodrome-velli eftir einni breið­götu borg­ar­inn­ar. Þrátt fyrir að Ung­verjar hefðu óvænt unnið Aust­ur­ríki í fyrsta leik voru þeir taldir eitt slakasta lið móts­ins fyr­ir­fram, ásamt okkur auð­vit­að. Og þrátt fyrir fregnir um að 21 þús­und Ung­verjar ætl­uðu að mæta á völl­inn þá var sá fjöldi hvergi sjá­an­leg­ur. Þeir þaðan sem höfðu dúllað sér með Íslend­ing­unum í Fanz­o­ne-inu virt­ust flestir vera hresst fjöl­skyldu­fólk að taka sel­fies. Ástæðan var ekki sú að það væri ekk­ert neinir Ung­verjar hérna, þeir voru bara lang­flestir ann­ars­stað­ar.Hörð­ustu stuðn­ings­menn þeirra höfðu lagt undir sig gömlu höfn­ina í Marseil­le, víg­völl­inn þar sem stuðn­ings­menn Eng­lend­inga og Rússa tók­ust svo ömur­lega á í fyrstu umferð móts­ins. Þús­undir þeirra stilltu þar saman strengi og Íslend­ingar voru sér­stak­lega varaðir við af emb­ætti Rík­is­lög­reglu­stjóra að fara ekki inn í hverfið í gær. Þá voru skila­boð látin ganga um að ekki ætti að reyna að eiga neitt sam­neyti við þá stuðn­ings­menn Ung­verja sem klædd­ust svörtu. Það varð ljóst þegar á völl­inn kom hvað lá að baki þeim meld­ing­um.

Nína á ung­versku?

En fyrst að skipu­lagi. Þótt lang­flestir Íslend­ing­anna hefðu verið komnir á völl­inn klukku­tíma fyrir leik gekk afleit­lega að koma þeim inn. Þegar ég sett­ist í blaða­manna­stúk­una þá blöstu við troð­full ung­versk svæði en þau íslensku voru hálf­tóm. Og þannig voru þau fram að þjóð­söng. Seinna kom í ljós að læti í ung­versku stuðn­ings­mönn­unum – þeir slóg­ust við vall­ar­verði fyrir leik – og sú stað­reynd að hluti þeirra kom sér fyrir í einu íslenska hólf­inu hefði gert það að verkum að ákveðið hefði verið að hefta inn­flæði íslenskra. Þetta var enn eitt dæmið um afleita skipu­lagn­ingu á þessu móti.

Búið var að gefa það út að „Ferða­lok“ yrðu sungin 45 mín­útum fyrir leik. Þetta átti að vera mik­ill við­burður þar sem um ung­verskt þjóð­lag er að ræða, sem Íslend­ingar eru búnir að gera að sínu. Helgi­spjöll líkt og Ung­verjar myndu syngja „Draum um Nínu“ með nýjum ung­verskum texta. Þegar lagið fór í gang voru hins vegar bara örfáir Íslend­ingar komnir inn á völl­inn. Nið­ur­staðan varð því hjá­kát­leg, enda þorri Íslend­ing­anna í kös fyrir utan fram að því að leik­ur­inn var flaut­aður á. Og sumir komust ekki inn fyrr en langt var liðið á fyrri hálf­leik.

Ung­versku stuðn­ings­menn­irnir voru allt annar tebolli en þeir portú­gölsku sem Íslend­ingar jörð­uðu fyrr í vik­unni. Þeir voru fleiri, agaðri, sam­stillt­ari, hávær­ari og miklu, miklu, miklu ógn­væn­legri. Á meðan að íslensku áhorf­end­urnir biðu fyrir utan völl­inn voru gall­harð­ir, her­manna­legir Ung­verjar að dunda sér við að berja vall­ar­verði. Það kom þó fljótt í ljós að þeir kunnu ýmis­legt annað fyrir sér, því ef maður á að vera alveg heið­ar­legur þá mættu íslensku stuðn­ings­menn­irnir algjörum ofjörlum sín­um. Þetta var eins og leikur barns við veð­ur­bar­inn mála­liða. Gríð­ar­leg læti, blys, fas­ista­kveðjur og handa­hreyf­ingar sem minntu helst á hlátur á tákn­máli voru meðal þess sem boðið var upp á. Í hvert sinn sem íslensku stuðn­ings­menn­irnir reyndu að keyra eitt­hvað í gang, yfir­gnæfðu Ung­verjarnir þá. Það voru ekki bara Íslend­ing­arnir sem voru smeykir við þessa her­menn. Skipu­leggj­endur voru það líka, enda var nær öll gæslu­sveit vall­ar­ins færð yfir til Ung­verj­anna. Það var eng­inn að passa upp á hressu Íslend­ing­anna.

Kiraly tek­ur, en hann gefur líka

Byrj­un­ar­lið Íslands var óbreytt, eins og við var að búast. Enda frammi­staðan síð­ast stór­kost­leg. En það var alltaf ljóst að þetta yrði öðru­vísi fót­bolta­leik­ur. Í BBC-hlað­varp­inu sem við hlust­uðum á við keyrsl­una á leik­inn var þulin upp töl­fræði um að sá leik­maður í íslenska lið­inu sem hefði átt flestar send­ingar á móti Portú­gal hefði átt 18 slík­ar. Pepe, hinn óþol­andi haf­sent Portú­ga­la, átti 71.

Pressan á lið­inu var líka allt önn­ur. Nú voru raun­veru­legar vænt­ing­ar, ekki bara ósk­hyggja. Og þessar vænt­ingar voru ekki bara á meðal íslenskra stuðn­ings­manna, heldur hjá öllum hinum í heim­inum sem tóku ást­fóstri við þetta Norð­ur­slóðaundur eftir leik­inn gegn Portú­gal.

Mér fannst íslenska liðið ná fínum tökum á leiknum strax frá byrj­un. Þeir þurftu ekki endi­lega alltaf að vera með bolt­ann en not­uðu hann vel þegar þannig var. Skipu­lagið var til fyr­ir­myndar og ung­verska liðið náði ekki að skapa sér nein færi. Ragnar Sig­urðs­son, sem er eins og marm­ara­stytta af ein­hverri nor­rænni goð­sögn, fór fremstur í að hindra það. Hann var stór­kost­legur í þessum leik. Gerði nær allt rétt. Tækl­aði, stopp­aði, skall­aði og hamr­aði bolt­ann upp í röð Z þegar til­efni var til.

Íslenska liðið var að leika mun framar á vell­inum en á móti Portú­gal, og skap­aði sér tvö dauða­færi í fyrri hálf­leik þegar fyrst Jóhann Berg Guð­munds­son og svo Kol­beinn Sig­þórs­son komust einir í gegn. Í bæði skiptin varði hinn skraut­legi, og fer­tugi, Gabor Kira­ly, íklæddur nátt­bux­unum sín­um, mjög vel. En þessi aldna goð­sögn tók og hann gaf.

Gabor Kiraly gaf Íslendingum víti, og fór síðan í vitlaust horn þegar Gylfi Sigurðsson tók það.Tæpum fimm mín­útum fyrir leik­hlé missti hann klaufa­lega fyr­ir­gjöf og henti sér inn í Ragnar Sig­urðs­son í kjöl­far­ið. Bolt­inn skopp­aði þaðan á Aron Einar Gunn­ars­son sem var líka felld­ur. Ég veit ekk­ert á hvaða brot dóm­ar­inn var að dæma – nóg var fram­boðið – en nið­ur­staðan var dásam­leg: víti.

Gylfi setti bolt­ann ískaldur í vinstra hornið fyrir framan sturluðu ung­versku stuðn­ings­menn­ina og þar með bætti Ísland enn eitt met­ið. Við erum nú minnsta þjóð í sögu loka­móts til að kom­ast yfir.

Allt breytt­ist með brott­hvarfi Arons

Fyrri hluti síð­ari hálf­leik var síðan alveg eftir hand­rit­inu. Kol­beinn Sig­þórs­son fékk dauða­færi strax í byrjun hans sem hefði átt að klára leik­inn, en skall­aði yfir. Hann hafði, líkt og á móti Portú­gal, unnið nær alla skalla­bolta sem hann fór upp í. Vanda­málið var, líkt og á móti Portú­gal, að við unnum nær aldrei seinni bolt­ann.

Samkvæmt handritinu átti Eiður Smári að vera hetjan, en vonbrigðin leyndu sér ekki á svip hans í leikslok.Ung­verjar sköp­uðu sér engin færi, þótt þeir væru meira með bolt­ann. En á 65. mín­útu breytt­ist leik­ur­inn.

Aron Einar Gunn­ars­son, fyr­ir­liði Íslands, stífn­aði í bak­inu og þurfti að fara út af. Inn á kom Emil Hall­freðs­son og við þetta var eins og að leikur íslenska liðs­ins umbreytt­ist til hins verra. Liðið fór að gefa frá sér bolt­ann við hvert tæki­færi á verri og verri stöðum og umsátur Ung­verja, bæði á vell­inum og í stúkunni, þyngd­ist og þyngd­ist. Eina jákvæða sem gerð­ist hjá íslenska lið­inu á síð­ustu mín­út­unum var þegar Eiður Smári Guðjohn­sen kom inn á. Loks­ins kom­inn á EM, rétt tæp­lega 38 ára. Íslensku stuðn­ings­menn­irnir sturl­uð­ust af gleði. Ég fékk stundar­of­skynjun um að kannski væri þetta ekki of seint fyrir mig. Ég er enda tveimur árum yngri en Eiður og HM í Rúss­landi er eftir tvö ár. Það sem vant­aði auð­vitað inn í þessa breytu er að hann er besti leik­maður Íslands­sög­unn­ar, en ég get ekk­ert. Og hef aldrei spilað alvöru fót­bolta.

1-1 tap

Það verður að við­ur­kenn­ast að ég beið bara eftir jöfn­un­ar­marki Ung­verja. Óör­yggið í íslenska lið­inu var það mikið undir það síð­asta að það virt­ist nær óum­flýj­an­legt. Ung­versku her­manna­bull­urnar gjör­sam­lega bil­uð­ust þegar slysa­legt, og óþarft, sjálfs­markið varð. Blys voru tendruð, bolir rifnir af, ein­hvers konar sprengjur sprengd­ar. Ástandið minnti meira á Evr­ópu­mótið í stríði með frjálsri aðferð en fót­bolta. En þetta mun lík­lega ekki hafa nein áhrif, frekar en dólgs­lætin í Rússum, Eng­lend­ingum og Króöt­um. Engin stig dregin af, eng­inn sendur heim. Og ruglið mun því halda áfram í boði ger­spilltu pen­inga­vél­ar­innar UEFA.Íslend­ingar fengu einn loka­séns. Auka­spyrnu á víta­teigs­lín­unni sem hel­vítis Rúss­inn með flaut­una hefði alveg mátt breyta í víti, en kaus að gera ekki. Gylfi Sig­urðs­son er afburða spyrnu­maður sem hefur skorað tugi marka með því að snúa bolt­anum yfir varn­ar­veggi. Í þetta skiptið kaus hann að reyna að setja bolt­ann undir vegg­inn, með engum árangri.

Upp úr þessu spruttu hins vegar aðstæður sem hefðu átt heima í kvik­mynda­hand­riti, hefðu þær gengið upp. Bolt­inn barst af veggnum til Eiðs Smára sem náði mark­bundnu skoti. Tím­inn hægði á sér og ég var far­inn að sjá fyrir mér fyr­ir­sagn­irnar í erlendu fjöl­miðl­unum um öldnu hetj­una sem tryggði Ísland áfram á stór­móti í fyrsta sinn. En svo henti ein­hver Ung­verji sér fyrir skotið og leik­ur­inn var flaut­aður af í kjöl­far­ið. 1-1 tap nið­ur­stað­an.

Lífið í „bubblunni“

Þetta var and-klímax. Íslensku leik­menn­irnir sátu eftir á vell­inum nið­ur­brotnir á meðan að Ung­verjar fögn­uðu eins og þeir hefðu sigrað EM. Hug­ar­far smæ­lingj­ans myndu ein­hverjar sól­brúnar aug­lýs­inga­verur með skrýtna háls­vöðva segja.

Í ljósi þess að Ísland er eina tap­lausa liðið á loka­móti EM frá upp­hafi þá er dálítið skrýtið að halda því fram að liðið og stuðn­ings­menn­irnir hafa nú upp­lifað bæði hæðir og lægðir þess að vera á stór­móti. En þannig er til­finn­ing­in. Eftir að hafa sofið úr sér von­brigðin áttar maður sig hins vegar á því að enda­punkt­ur­inn á þessu ævin­týri er enn í okkar hönd­um. Aust­ur­rík­is­menn eru að eiga slakt mót og fyrst Ung­verjar unnu þá er ekk­ert sem segir að við getum ekki gert það líka. Nið­ur­staða gær­dags­ins er nefni­lega sú að íslenska liðið er, heilt yfir, betra fót­boltalið en það ung­verska.

Áfram til Par­ísar til að klára það ætl­un­ar­verk. Og ef það tekst bíða stór­þjóðir í 16 liða úrslit­um. Bestu fót­bolta­þjóðir heims, á borð við Spán, Þýska­land eða Eng­land. Ljóst er að mikið verður að gera hjá íslenskum flug­fé­lögum við að breyta miðum nokkur þús­und Íslend­inga ef ætl­un­ar­verkið næst, með til­heyr­andi afleið­ingum fyrir atvinnu­lífið á Íslandi. Lífið í „bubblunni“ er nefni­lega dásam­legt, gef­andi og ein­falt. Og það verður erfitt að stíga út úr henni þegar þess­ari veg­ferð lýk­ur.

Lestu pistil Þórðar Snæs um fyrsta leik Íslands á EM.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None