„Keep dominating“...Úps!

Margt skemmtilegt gerðist á EM í sumar, þar sem Íslandsævintýrið var í kastljósinu á heimsvísu. Fátt gladdi fólk meira á Twitter en þegar Steve McLaren sýndi fáséð tilþrif við að greina snilld enska liðsins.

ísland em fótbolti fagnað england
Auglýsing

Þegar maður horfir á kappleiki nú orðið þá er ómissandi að hafa Twitter umræðuna í gangi meðfram henni. Þá sér maður hvernig fólk upplifir kappleikina og hvað það er sem vekur forvitni þess.

Í einum sögulegasta íþróttaviðburði íslenskrar íþróttasögu, þegar Ísland og England mættust í sextán liða úrslitum EM í fótbolta í Frakklandi í sumar, 27. júní, þá voru Englendingar sigurvissir, svo ekki sé meira sagt.

Í byrjunarliði þeirra voru margir leikmenn sem Englendingar hafa metið mikils frá því að þeir byrjuðu að spila með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Flestir voru þeir ekki búnir að spila sérstaklega vel á EM þegar kom að leiknum gegn Íslandi en samt litu flestir álitsgjafar enskra fjölmiðla þannig á að leikurinn við Ísland yrði auðveldur. 

Auglýsing

Ekki byrjaði það vel fyrir Ísland. Eftir nokkurra mínútna leik braut Hannes Þór Halldórsson markvörður á hinum rándýra og eldsnögga Raheem Sterling og vítaspyrna var réttilega dæmd. Helsta stjarna Englands og fyrirliðinn sjálfur, Wayne Rooney, tók spyrnuna og skoraði af öryggi. 

Strax í næstu sókn fékk Ísland innkast. Handboltaleikstjórnandinn gamli Aron Einar Gunnarsson, fyrirliðinn frábæri, grýtti boltanum inn á teiginn þar sem Kári Árnason skallaði boltann fyrir fætur Ragnars Sigurðssonar sem skoraði af öryggi. 1-1.  Ragnar spilaði betur á EM en Paul McGrath gerði með Írum á HM 1994 og er þá mikið sagt.

Hér voru send skýr skilaboð. Þið eruð ekki að fara valta yfir okkur, mátti lesa út úr líkamstjáningu leikmanna. Við Íslendingar höfðum auðvitað trú á sigri okkar manna, ólíkt Englendingum. 

Eftir jöfnunarmarkið fór fljótlega í gang skemmtilegasta lýsing fótboltagreinanda í sögunni, í það minnsta í huga okkar Íslendinga. Steve McLaren - af öllum mönnum - var í stúdíóinu hjá Sky Sports í að lýsa því sem fyrir augu bara. Sjálfur hefur hann mikla reynslu af því að standa sig illa sem landsliðsþjálfari Englands. Hann var fullur sjálfstraust eftir jöfnunarmarkið og sagðist áhyggjulaus. Nú þyrfti England að „halda áfram að sýna yfirburði“ (keep dominating) og yfirspila Ísland. Skemmst er frá því að segja, að meðan hann var að fara í gegnum þetta þá byggði Ísland upp frábæra sókn. Títtnefndur Aron Einar skipti boltanum frá vinstri til hægri, Birkir Már Sævarsson kom honum á Jóhann Berg Guðmundsson sem renndi honum á Gylfa Þór Sigurðsson, sem er betri en allir í enska landsliðinu í fótbolta. Hann stýrði honum í fyrstu snertingu á Jón Daða Böðvarsson sem kom honum á Kolbein Sigþórsson, inn í teig Englands. Enska landsliðið var ráðþrota, í heild sinni.Á þeim tímapunkti var McLaren ennþá í ham, að greina leik enska liðsins og ekki síst hvar mögulega gætu falist hættur hjá íslenska liðinu. „Það er einungis stóri strákurinn frammi, Sigurðsson...Sigþórsson…. Ohhhh…“ Þá dundi ógæfan yfir McLaren, á sama tíma og kraftar alsælu voru leystir úr læðingi hjá Íslendingum nær og fjær. Kolbeinn skoraði og kom Íslandi yfir 2-1. McLaren hvítnaði um leið og hann sleppti orðinu „Sigþórsson“ og trúði vart sínum eigin augum. Hann var sérstaklega beðinn um að halda áfram með greiningu sína til að fullkomna niðurlæginguna.

Þetta augnablik fór eins og eldur í sinu um Twitter og Youtube. Niðurlæging McLaren og Englands var algjör, og gleði okkar Íslendinga auðvitað ósvikin. 

Svona getur nú fótboltinn nú verið skemmtilegur. Ísland vann og Harry Kane gat ekkert. Einn af hápunktum ævintýrisins í Frakklandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None