Línur taki að skýrast milli jóla og nýárs

Forseti Íslands segir að hann telji líkur til þess að leiðtogar stjórnmálaflokkanna nái saman um myndun ríkisstjórn milli jóla og nýárs.

Guðni Th. Jóhannesson
Auglýsing

Stjórn­mála­menn eiga að taka sig til milli jóla og nýárs að vinna að myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar, segir Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti Íslands. Þetta kom fram í við­tali við Guðna á vef RÚV.

Hann seg­ist í við­tal­inu, leyfa sér að vera bjart­sýnn á stjórn­ar­myndun á næstu viku til tíu dög­um. „Ég yrði nú illa svik­inn finnst mér ef línur hefðu ekki skýrst vel nú strax eftir jól og kannski þannig að ný rík­is­stjórn verði tekin við fyrir ára­mót,“ segir Guðni.

Þá segir hann að það hafi verið skyn­sam­legt að leyfa þing­inu að ljúka því sem þurfti að ljúka, áður en ný rík­is­stjórn var mynd­uð. Það hafi þingið gert með sóma.

Auglýsing

Í þrí­gang hafa form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur, þar sem leið­togi stjórn­mála­flokks hefur fengið umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar, farið út um þúf­ur. Fyrst þegar Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins fékk umboð­ið, síðan þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna fékk umboð­ið, og síðan Birgitta Jóns­dótt­ir, fyrir hönd Pírata. Í tvö seinni skiptin reyndu fimm flokkar Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata, Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar að ná sam­an, en allt kom fyrir ekki. Leið­togar flokk­anna hafa rætt málin sín á milli, sam­hliða síð­ustu verkum þings­ins á árinu, og býst Guðni við því að rík­is­stjórn gæti mynd­ast á næstu viku til tíu dög­um, eins og áður sagð­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None