Hjúkrunarheimili - hér og þar

Hvers vegna kemur reglulega fram bitur óánægja vegna þjónustu hjúkrunarheimilanna?

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Margt hefur breyst á sein­ustu ára­tugum í sam­bandi við öldrun og öldr­un­ar­þjón­ustu.

Það sem áður hét elli­heim­ili heitir nú hjúkr­un­ar­heim­ili.

Þeir sem þar d­velja eru eldri en áður var, þeir eru mun lík­legri til að hafa heila­bilun af ein­hverju tagi og einnig til að hafa fleiri en einn lang­vinnan sjúk­dóm. Í stað ­meira og minna gang­færra aldr­aðra ein­stak­linga nota æ fleiri göngu­grind eða hjóla­stól til að kom­ast um.

Auglýsing

Þjón­ustan hef­ur líka breyst. Það eru komnir sér­þjálfaðir læknar og einnig fjölgar hjúkr­un­ar­fræð­ingum og sjúkra­liðum með sér­menntun í öldr­un­ar­hjúkr­un. Iðju­þjálf­ar eru ný fag­stétt – fyrir 20 árum var ekki einn ein­asti slíkur í öldr­un­ar­þjón­ustu.

Reglu­gerð og ­eft­ir­lit fyrir starf­sem­ina er smátt og smátt að líta dags­ins ljós þótt enn meg­i ­segja að íslensk öldr­un­ar­þjón­usta sé í vöggu hvað það snert­ir.

EN:

Hjúkr­un­ar­heim­il­i er staður þar sem fæst­ir, sem þar búa, óska eða hafa óskað að búa þar. Fyr­ir­ suma táknar slík dvöl lífslok, enda líður sjaldn­ast langt frá inn­lögn til dauða í­bú­ans. Í sjálfu sér er það ekki slæmt, það er bara eðli­legur fylgi­fiskur elli og sjúk­dóma sem henni tengj­ast. En þessi ár (2-3 að með­al­tali) geta verið ann­að og meira en bið eftir dauð­an­um.

Starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila erlendis (hér­lendis er mér ókunn­ugt um kann­an­ir) er mjög oft ­fólk sem myndi vinna annað og ann­ars staðar ef það gæti. Það gildir bæði um skúr­inga­fólk og stjórn­endur og allt þar á milli. Sönnun þess er starfs­manna­velt­an –  ég hef ekki getað fengið upp­lýs­ing­ar um hana hér á landi, en erlendar tölur benda á gríð­ar­lega tíð umskipti og al­gengt er að heim­ili séu að veru­legu leyti mönnuð með fólki frá starfs­manna­leigum – einnig þekkt ­fyr­ir­bæri hér­lendis þótt lík­lega hafi dregið úr því nú eftir hrun en gæt­i ­auk­ist aftur mjög bráð­lega.

Hjúkr­un­ar­heim­il­i hér eins og ann­ars staðar eru kostuð af opin­berum aðilum sem oft­ast nær sjá eftir hverri krónu í rekst­ur­inn. Í ofaná­lag höfum við þrjóskast við að kom­a öldr­un­ar­þjón­ustu allri undir sama hatt: sveit­ar­fé­lög reka heima­þjón­ustu og ­ríkið hjúkr­un­ar­heim­ilin og svo geta menn deilt og drottnað og reynt að kom­a þörfum aldr­aðra á hvern annan rétt eins og hrepp­arnir gerðu við nið­ur­setn­inga í den.

Íbú­ar hjúkr­un­ar­heim­ila eru ekki „að­flæði“ í merk­ing­unni að hafa sjálfir sóst eft­ir ­þjón­ust­unni, heldur „frá­flæð­i“, þ.e. hjúkr­un­ar­heim­ilum er ætlað að leysa vanda ­fjöl­skyldna, sjúkra­húsa, stjórn­sýslu. Afsakið þessi orð­skrípi en þau eru tek­in beint úr orð­ræðu sam­tím­ans. Gott dæmi um þetta er þegar núver­and­i heil­brigð­is­ráð­herra, þá nýtek­inn við emb­ætti kom eins og ridd­ari á hvítum hest­i ­suður í Land­spít­ala Foss­vogi (haustið 2013) og til­kynnti opnun „bið­deild­ar“ á Víf­ils­stöð­um. Frá­flæð­inu var bjargað og Krist­ján hyllt­ur.

En var gamla ­fólkið ánægt? Af því fara engar sög­ur, vegna þess að svona aðgerðir snú­ast ekki um til­boð til aldr­aðra – og þeir eru sem ein­stak­lingar oft­ast of hrumir á ýmsa ­vegu, og auk þess enn sem komið er fremur lít­il­þæg kyn­slóð – til að geta sett fram kröfur eða staðið á rétti sín­um.

Afstaða ­sam­fé­lags­ins til aldr­aðra ein­kenn­ist af öldr­un­ar­for­dóm­um. Aldr­aðir eru vissu­lega það sem allir vilja verða en eng­inn vill vera. Veikir aldr­aðir eru næst verstir, verstir eru þeir sem hafa heila­bil­un. Margir segja – auð­vit­að ekki opin­ber­lega – að betra sé að stytta slíku fólki ald­ur. Aldr­aðir – lík­a frískir – búa við stöðuga tor­tryggni um að vera ófærir um heila hugs­un, geta ekki tekið þátt í þjóð­fé­lags­um­ræðu, eða þjóð­fé­lag­inu almennt og alls ekki val­ið ­fyrir sjálfa sig. Gott dæmi er að sér­stök fæð­is­þjón­usta fyrir aldr­aða (67 og eldri) er ævin­lega ákveðin ein­hliða og bara einn réttur á boðstól­um. Ég spurð­i um þetta hjá eld­húsi Vita­torgs sem sér um heimsendan mat fyrir borg­ina og fékk svar­ið: „Ja, við vorum með þetta fyrst en núna eru orðnir svo marg­ir.... svo við hættum því“! Veit­inga­menn! Takið eftir þessu. Nú í öll­u­m ­ferða­manna­straumnum er veit­inga­húsið ykkar alltaf fullt, svo þið skulið bara hætta með þennan mat­seð­il. Einn rétt­ur, aðalmat­ur­inn í hádeg­inu og snarl frá­ hálf sex til hálf sjö. Og ekk­ert kaffi með koff­íni eftir klukkan átta!

Sögur um illa ­með­ferð af því tagi sem hafa verið í fjöl­miðlum hér á landi und­an­far­inn vet­ur eru einnig tíðar erlend­is, jafn­vel þar sem reglu­gerð og eft­ir­lit er sterkara en hér á landi. Nýleg dæmi frá Dan­mörku og Bret­landi eru aðstand­endur sem hafa komið fyrir földum upp­töku­vélum í her­bergjum ætt­ingj­ans – sem leiddi í ljós allt frá kulda­legri rútínu­með­ferð upp í beint ofbeldi.

Hjúkr­un­ar­heim­ili á Ís­landi (og víða ann­ars stað­ar) eru skil­greind og starf­rækt sem sjúkra­stofn­anir. Fyr­ir­mynd þeirra er ­sjúkra­hús­ið, sem sést á löngum göng­um, vakther­bergi hjúkr­un­ar­fræð­inga í miðj­unni, flug­hálum líno­le­um­dúkum og fleiri hönn­un­ar­ein­kenn­um. Hitt er þó sýn­u verra að gild­is­matið er gild­is­mat sjúkra­húss­ins meðan þarfir íbú­anna snú­ast um þörf fyrir sam­starf og sam­skipti, kær­leiks­rík tengsl og til­finn­ingu fyrir að þeir dvelji á eigin heim­ili.

Í sam­ræmi við ­sjúkra­hús­s-and­ann snú­ast hjúkr­un­ar­á­ætl­anir heim­il­is­ins fyrst og fremst um veik­leika íbú­ans, ekki styrk­leika hans. Í dag­legu „rapporti“ er meir sagt frá­ því sem miður fer – ekki af illsku eða þórð­ar­gleði heldur af því að mennt­un okkar heil­brigð­is­starfs­fólks snýst um að finna hvað er að – og bæta úr því. Mæli­tæk­ið ­sem við notum sem stóra­sann­leika um hjúkr­un­ar­heim­ilin okkar – svo­nefnt RAI mat – er veru­lega þessu marki brennt.

Í ofaná­lag erum við með pýramídafyr­ir­komu­lag, þannig að þeir sem sjá um skrán­ingu, mat og hjúkr­un­ar­á­ætlun eru yfir­leitt ekki þeir sem sjá um hina dag­legu hjálp við í­bú­ann og þekkja hann best. Sjálf hef ég sem deild­ar­stjóri setið heilu dag­ana við að útfylla RAI matið fyrr­nefnda, hlaup­andi á eftir starfs­mönnum til að fá ­upp­lýs­ingar hjá þeim þar sem ég gat ómögu­lega kynnst íbú­unum nógu vel, minn ­tími fór í ann­að.

Þá kem­ur ­spurn­ingin um hve vel almennt starfs­fólk þekkir ein­staka íbúa.  Hér á landi tíðkast ekki eða óvíða að sami ­starfs­maður aðstoði sama íbú­ann að stað­aldri. Þvert á móti skipt­ist starfs­fólk á frá degi til dags. Í versta falli eru þarfir íbúa skil­greindar sem „verk­þætt­ir“ sem síðan er skipt upp: þú tekur baðið í dag, þú átt að vera í mat­salnum o.s.frv. Þetta er svokölluð verk­hæfð hjúkr­un, sem þótti úrelt ­skipu­leg þegar ég var að læra hjúkrun upp úr 1980. Þess í stað kom svo­nefnd „hóphjúkr­un“ þar sem teymi tók að sér hóp sjúk­linga (á hjúkr­un­ar­heim­il­inu nefnd­ir í­bú­ar) og aðstoð­aði þá þann dag­inn. Síðan skaut upp koll­inum ein­stak­lings­hæfð hjúkrun sem aldrei hefur reyndar orðið nema í skötu­líki, og á stöku hjúkr­un­ar­heim­ili var reynt að end­ur­spegla hana, en flest þeirra nota ann­að hvort hóphjúkrun eða verk­hæfða hjúkr­un. Jafn­vel þar sem stendur á heima­síð­unn­i að hjúkr­unin sé ein­stak­lings­hæfð hef ég frétt frá starfs­fólki að í reynd ­skipt­ist það á.

En hvaða máli ­skiptir þetta hjúkr­un­ar­fyr­ir­komu­lag fyrir hinn aldr­aða? Er ekki bara betra að fá nýjan og ferskan annan hvern dag? Og er ekki alveg ómögu­legt að ætl­a ­starfs­fólki að „sitja alltaf uppi með“ sama gam­al­mennið (af ein­hverjum ástæð­u­m snýst þessi umræða alltaf um þunga og/eða mjög skap­stirða ein­stak­linga, ekki hina) í vinn­unni? Er ekki nóg samt fyrir þetta útþrælk­aða lág­launa­fólk?

Erlend reynsla ­sýnir hins vegar að á hjúkr­un­ar­heim­ilum sem byggja á hug­mynda­fræði um „­per­sónu­mið­aða aðstoð“, reyna að skapa heim­ili og nota það sem ég hef kosið að ­kalla „fasta­hjálp“ sem sagt að sami starfs­maður aðstoði sömu ein­stak­linga alltaf þegar hann er á vakt og alla tíð sem báðir eru saman á staðnum (nema al­var­leg vanda­mál hindri það) er starfs­fólk og íbúar ánægð­ari, betri tengsl ­skapast, „erf­iðu“ ein­stak­ling­arnir verða auð­veld­ari og starfs­fólk end­ist bet­ur í starfi og veik­inda­dögum fækk­ar.

En að baki þessum ár­angri býr ákveðin hug­mynda­fræði. Hug­mynda­fræði þar sem hjúkr­un­ar­heim­ili er ­bú­setu­úr­ræði fyrir aldr­aða (stundum líka yngri) sem eru með skerta færni og oft­ast ýmsa sjúk­dóma, en fyrst og fremst ein­stak­ling­ar, hver og einn merki­leg­ur, ein­stak­ur, mik­ils virði. Eins og við viljum öll vera.

Hug­mynda­fræði þar ­sem allt starfs­fólk er jafn merki­legt og valda­fyr­ir­komu­lagið er flatt fremur en pýramídalag­að. Þar sem sá sem aðstoðar íbú­ann sér að mestu um að gera áætl­un ­fyrir þá aðstoð – m.a.s. í sam­ráði við íbú­ann og/eða hans nán­ustu - og skrá hana (nema þar sem sér­þekk­ing þarf að koma til). Og nota bene – skrán­ingin sú snýst fyrst og fremst um: hvaða þættir láta íbú­anum líða vel, hvernig get­ur ­dagur hans haft til­gang, hvað verkar vel ef hann verður æstur eða rugl­aður (og ­nei, ég er ekki að tala um mis­mun­andi teg­undir geð- og róandi lyfja) og svo fram­veg­is. Um það sem gengur vel – fyrir íbú­ann.

Í þessu hug­ar­fari ­mætir starfs­mað­ur­inn ekki í vinn­una til að sinna til­teknum verk­um, þótt hann ­geri það vissu­lega og í miklum mæli. Hann mætir til að hitta vini sína og eyða deg­in­um, kvöld­inu, nótt­inni, með þeim. Því í þessarri hug­mynda­fræði snýst að­stoðin ekki hvað minnst um tengsl, sam­starf, sam­skipti og til­gang­ur­inn er að ­tryggja vellíðan íbú­ans á síð­ustu skrefum lífs hans. Það nær einnig til­ ­fjöl­skyldu og vina, gælu­dýra og allra sem eru mik­il­vægir í lífi íbú­ans. En ég ætla ekki að missa mig út í gælu­dýra­málið hér – djúp­stætt hatur Íslend­inga á hund­um, einkum þeim sem aðrir eiga, verð­skuldar grein út af fyrir sig.

Vissu­lega lýsi ég hér fram­tíð­ar­sýn – sýn sem kannske hefur hvergi „ræst“ enda eru mann­leg ­sam­skipti og þjón­usta við fólk fremur ganga á fjallið en dvöl á tind­in­um. En víða erlendis eru gerðar til­raunir í þessa átt og á sein­ustu árum hafa einnig farið af stað slíkar til­raunir hér­lend­is. Ég vil ekki stunda dilka­drátt og ­nefni því ekki ein­stök heim­ili, en bendi á að æ fleiri heim­ili vinna eft­ir á­kveð­inni, leið­bein­andi hug­mynda­fræði, s.s. Eden stefn­unni, Leve-bo stefn­unn­i, en áður var í mesta lagi ein­hvers staðar  inn­ram­mað skilti um kær­leika, umhyggju, virð­ing­u.... fal­leg orð en lít­ils virði ef hvergi er nán­ari leið­bein­ing um fram­kvæmd.

Í stofn­ana­hug­mynda­fræð­inni sem vissu­lega er algeng­ust og auk þess gróin innra með­ okk­ur, er hjúkr­un­ar­heim­ili vinnu­staður starfs­fólks, skipu­lagður af stjórn­end­um í skrif­stofu. Þjón­usta við íbú­ana eða sjúk­ling­ana eða vist­menn­ina er verk ­starfs­fólks sem þarf að inna af hendi. Starfs­hætt­ir, skipu­lag og hönn­un hús­næðis miðar að því að gera þetta með svo auð­veld­um, skil­virkum og ódýrum hætti sem unnt er. Allir vilja vissu­lega vera góðir við gamla fólk­ið, en það er ­mikið að ger­a... og sumt fólkið svo erfitt... og aðstand­endur skipta sér af og kvarta... og ég er alveg að far­ast í öxl­inni. Og svo fram­veg­is. Þarfir íbú­a, einkum félags- og til­finn­inga­leg­ar, geta aldrei verið aðal áherslan í þess­arri hug­mynda­fræði. Það er ekki illska eins eða neins, það er bara óhjá­kvæmi­leg af­leið­ing.

Von­andi hef ég hér að ofan varpað nokkru ljósi á það sem ­spurt var að í und­ir­tit­li:  hvers vegna kemur reglu­lega fram bitur óánægja vegna þjón­ustu hjúkr­un­ar­heim­il­anna?

Slík óánægja mun alltaf koma fram. Það er út af fyrir sig gott. Hún er merki um að íbú­inn á að­stand­endur sem bera hag hans fyrir brjósti. Gott væri að heim­ilin væru frá­ ­upp­hafi með skýran far­veg fyrir kvart­anir og hefðu frum­kvæði um að benda fólki á hann – áður en óánægjan sýður upp úr.

Það er alveg skilj­an­legt að starfs­fólk fari í varn­ar­stöðu gegn skrifum sem lýsa svo slæm­um hlutum og djúpri óánægju. Starfs­fólk í öldr­un­ar­þjón­ustu vill upp til hópa ger­a sitt besta. Ástæður þess að það mis­tekst oft eru raktar hér að ofan. Við þeim er engin end­an­leg lausn, en við getum hafið veg­ferð­ina.

Ég hef meiri á­hyggjur af því þegar stjórn­endur fara í varn­ar­stöðu. Það bendir ekki til­ ein­lægra löng­unar þeirra til að bæta þjón­ustu heim­il­anna, fremur að verja orð­spor sitt. En þeir gera það best með því að taka óánægju alvar­lega og bregð­ast við.

Til dæmis með því að fara að skoða hvað menn gera vel erlendis og þora að hugsa út fyrir rammann.

Til­ ­dæmis með því að skilja að RAI mæli­tækið (m.a. notað til að meta gæði þjón­ust­u) er ekki upp­haf og endir sann­leik­ans. Þú getur verið með rosa flotta RAI gæða­vísa og samt fullt af gömlu fólki sem ráfar um og seg­ir: Má ég ekki fara heim?

Höf­undur er sér­fræð­ingur í öldr­un­ar­hjúkrun.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None