Lengi hefur verið vitað um olíumöguleika á Drekasvæðinu svokallaða, m.a. vegna jarðfræðilegs skyldleika svæðisins við setlagatrog á Austur-Grænlandi, landgrunn Vestur-Noregs og landgrunn Færeyja og Hjaltlands. Vitað er að olía hefur myndast á Austur-Grænlandi og á hinum svæðunum hefur hún þegar fundist í vinnanlegu magni, eins og alþekkt er.
Það sem er áhugavert varðandi Drekasvæði og olíuleit þar, er hvort það eigi yfir höfuð að halda því til streitu að leita eftir olíu, í ljósi skuldbindandi alþjóðlegra markmiða um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr olíunotkun, meðal annars. Samrýmist olíuleitin markmiðunum, sem samþykkt hafa verið í tengslum við Parísarfundinn svokallaða? Er fyrirhuguðum olíuleit og eftir atvikum olíuvinnsla, í takt við þessi markmið, og það sem Ísland vill leggja til í það verkefni að draga úr mengnun að mannavöldum?
Ekki er ólíklegt að þetta verði eitt þeirra mála, sem komi til umræðu þegar ný ríkisstjórn verður mynduð, eftir kosningarnar í haust. Umhverfismálin eru stór og mikil að umfangi, og sífellt er verið að endurskoða markmið og aðferðir. Það er ekki óeðlilegt, að endurhugsa olíuleitina á Drekasvæðinu og horfa á málið út frá hagsmunum heildarinnar á heimsvísu