Umbreytingaskeið framundan í íslenskum orkuiðnaði

Auglýsing

Orku­iðn­aður á Íslandi er á svip­uðum stað í dag og sjáv­ar­út­veg­ur­inn var í kringum inn­leið­ingu kvóta­kerf­is­ins. Aðgangur að orku­auð­lind­inni er tak­mark­aður og útfluttar orku­af­urðir eru fyrst og fremst hrá­vara í formi áls. 

Tækni­fram­far­ir, nýsköpun og fjár­fest­ingar hafa aukið verð­mæti íslensks sjáv­ar­fangs marg­falt frá því að kvóta­kerf­inu var komið á. Engum dylst það. Hvers kyns þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa sprottið upp við geir­ann og eru jafn­vel eft­ir­sótt erlendis frá vegna sér­þekk­ingar sinn­ar. Sama ferli er nú í gangi innan orku­iðn­að­ar­ins þar sem eft­ir­spurn eftir íslenskri raf­orku er mikil en fram­boðið ekki enda­laust. Á næstu árum má búast við að fjöldi nýrra fyr­ir­tækja sem starfa í eða þjón­usta orku­geir­ann verði stofnuð með aukna fram­leiðni og nýtni íslenskrar orku að mark­miði.

Mik­il­vægt að selja sömu vöru aftur og aftur

Auglýsing

Þróun vara sem eru end­ur­selj­an­legar er að jafn­aði betra en að selja bara útselda tíma af vinnu. Tekj­urnar eru skal­an­leg­ar, þ.e.a.s. ekki þarf að kosta jafn miklu til við að afhenda nýjasta selda ein­takið og hið fyrsta. Stöðlun og form­fest­ing hátækni­þekk­ingar er flókið fyr­ir­bæri og kostn­að­ar­samt en skilar marg­földum ávinn­ingi á við útselda vinnu. Verndun hug­verka­rétt­inda í formi einka­leyfa er svo ekki bara mik­il­væg heldur gefur hún kost á að selja not­enda­leyfi til erlendra aðila og þ.a.l. tekj­ur. Með­vit­und íslenskra háskóla, stofn­ana og fyr­ir­tækja um þróun end­ur­selj­an­legra vara í formi bún­að­ar, hug­bún­aðar eða not­enda­leyfa hefur auk­ist umtals­vert á síð­ustu árum en betur má ef duga skal. Með ofan­greind atriði til hlið­sjónar er lík­lega ekki slæm hug­mynd að stofna fyr­ir­tæki í orku­geir­anum í dag. 

Startup Energy Reykja­vík flýtir þroska­ferli fyr­ir­tækja

Startup Energy Reykja­vik (SER) við­skipta­hrað­all­inn hefur nú verið hald­inn tvisvar sinnum og lið­sinnt fjórtán fyr­ir­tækjum með einkar góðum árangri. Grunn­hug­myndin þar er ein­föld: Að veita fyr­ir­tækjum í orku­tengdum iðn­aði braut­ar­gengi með sprota­fjár­magni og umtals­verðri hand­leiðslu. Að aðstoða fyr­ir­tækin við að gera meira hraðar og flýta þannig þroska­ferli þeirra. SER er til­valið tæki­færi fyrir rót­gróin fyr­ir­tæki að vinna að hug­myndum sem ekki hefur verið sinnt nægi­lega vel hingað til sem og fyrir ný fyr­ir­tæki sem sjá tæki­færi í vaxta­skeiði íslenska orku­geirans. Þátt­taka í SER hefur reynst þátt­tak­enda­fyr­ir­tækjum vel og vakið bæði athygli á þeim og aukið aðgengi þeirra að fjár­magni fyrir áfram­hald­andi rekst­ur. Það eru spenn­andi tímar framundan í íslenska orku­geir­anum og ég hvet sem flesta að verða hluti af því áhuga­verða breyt­inga­skeiði. Umsókn í Startup Energy Reykja­vik gæti verið fyrsta skrefið að taka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None