Umbreytingaskeið framundan í íslenskum orkuiðnaði

Auglýsing

Orku­iðn­aður á Íslandi er á svip­uðum stað í dag og sjáv­ar­út­veg­ur­inn var í kringum inn­leið­ingu kvóta­kerf­is­ins. Aðgangur að orku­auð­lind­inni er tak­mark­aður og útfluttar orku­af­urðir eru fyrst og fremst hrá­vara í formi áls. 

Tækni­fram­far­ir, nýsköpun og fjár­fest­ingar hafa aukið verð­mæti íslensks sjáv­ar­fangs marg­falt frá því að kvóta­kerf­inu var komið á. Engum dylst það. Hvers kyns þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa sprottið upp við geir­ann og eru jafn­vel eft­ir­sótt erlendis frá vegna sér­þekk­ingar sinn­ar. Sama ferli er nú í gangi innan orku­iðn­að­ar­ins þar sem eft­ir­spurn eftir íslenskri raf­orku er mikil en fram­boðið ekki enda­laust. Á næstu árum má búast við að fjöldi nýrra fyr­ir­tækja sem starfa í eða þjón­usta orku­geir­ann verði stofnuð með aukna fram­leiðni og nýtni íslenskrar orku að mark­miði.

Mik­il­vægt að selja sömu vöru aftur og aftur

Auglýsing

Þróun vara sem eru end­ur­selj­an­legar er að jafn­aði betra en að selja bara útselda tíma af vinnu. Tekj­urnar eru skal­an­leg­ar, þ.e.a.s. ekki þarf að kosta jafn miklu til við að afhenda nýjasta selda ein­takið og hið fyrsta. Stöðlun og form­fest­ing hátækni­þekk­ingar er flókið fyr­ir­bæri og kostn­að­ar­samt en skilar marg­földum ávinn­ingi á við útselda vinnu. Verndun hug­verka­rétt­inda í formi einka­leyfa er svo ekki bara mik­il­væg heldur gefur hún kost á að selja not­enda­leyfi til erlendra aðila og þ.a.l. tekj­ur. Með­vit­und íslenskra háskóla, stofn­ana og fyr­ir­tækja um þróun end­ur­selj­an­legra vara í formi bún­að­ar, hug­bún­aðar eða not­enda­leyfa hefur auk­ist umtals­vert á síð­ustu árum en betur má ef duga skal. Með ofan­greind atriði til hlið­sjónar er lík­lega ekki slæm hug­mynd að stofna fyr­ir­tæki í orku­geir­anum í dag. 

Startup Energy Reykja­vík flýtir þroska­ferli fyr­ir­tækja

Startup Energy Reykja­vik (SER) við­skipta­hrað­all­inn hefur nú verið hald­inn tvisvar sinnum og lið­sinnt fjórtán fyr­ir­tækjum með einkar góðum árangri. Grunn­hug­myndin þar er ein­föld: Að veita fyr­ir­tækjum í orku­tengdum iðn­aði braut­ar­gengi með sprota­fjár­magni og umtals­verðri hand­leiðslu. Að aðstoða fyr­ir­tækin við að gera meira hraðar og flýta þannig þroska­ferli þeirra. SER er til­valið tæki­færi fyrir rót­gróin fyr­ir­tæki að vinna að hug­myndum sem ekki hefur verið sinnt nægi­lega vel hingað til sem og fyrir ný fyr­ir­tæki sem sjá tæki­færi í vaxta­skeiði íslenska orku­geirans. Þátt­taka í SER hefur reynst þátt­tak­enda­fyr­ir­tækjum vel og vakið bæði athygli á þeim og aukið aðgengi þeirra að fjár­magni fyrir áfram­hald­andi rekst­ur. Það eru spenn­andi tímar framundan í íslenska orku­geir­anum og ég hvet sem flesta að verða hluti af því áhuga­verða breyt­inga­skeiði. Umsókn í Startup Energy Reykja­vik gæti verið fyrsta skrefið að taka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None