Öll Evrópa þolir ekki England í dag

Ísland er síðasta „litla“ liðið sem er eftir á EM. Og Evrópa utan Englands stendur sem einn maður með okkur í dag. Brexit, Boris, „Spursy“ Tottenham og óbein áhrif af norður-írsku óþoli á öllu ensku spilar þar allt rullu.

Ísland
Auglýsing

Þá eru öll litlu liðin dottin út úr EM, nema Ísland. Slóvak­arn­ir, Norð­ur­-Ír­arnir og Ung­verjarnir mættu allir ofjörlum sínum í gær og virt­ust að mestu hafa sætt sig við að vera komnir eins langt og mögu­legt væri fyrir þá. Wales var í þeirri óvenju­legu stöðu að vera miklu sig­ur­strang­legra liðið í sínum leik í 16 liða- úrslitum og því tel ég þá ekki með hér að ofan. Fyrir utan að þeir eru með Gar­eth Bale, sem er svindl.

Þessi 16 liða-úr­slit á EM röð­uð­ust reyndar sér­kenni­lega upp. Öðru megin rað­að­ist upp átta liða-blokk sem mæt­ist sín á milli fram að úrslit­um, með lands­liðum sem hafa sam­tals unnið 20 Evr­ópu­mótstitla. Hinu megin rað­að­ist upp blokk með liðum sem hafa aldrei unnið slík­an.

Og auð­vitað lenti Ísland með titla­söfn­ur­um. Þegar þetta er skrifað eru Frakkar og Þjóð­verjar þegar komnir áfram úr þeirri blokk. Og annað hvort Spán­verjar eða Ítalir á leið­inni þangað líka. Með okk­ur.

Auglýsing

Brex­it-­pressan og að vera „Spur­sy“

Ég ætla að halda því fram að aldrei hafi verið betri tími til að spila við Eng­land. Evr­ópa hatar þá meira en venju­lega fyrir Brex­it-­steypuna og stendur óskor­uð, fyrir utan popúlistana og ras­istana, að baki íslenska lið­inu. Við höfum meira að segja selt fleiri feik-lands­liðs­bún­inga en Eng­lend­ing­arnir þrátt fyrir að vera bara með íbúa­fjölda upp á 330 þús­und manns, eða svipað og Coventry. Það eru ein­hverjir aðrir en Íslend­ingar að kaupa þessa bún­inga. Öll pressan því er á þeim ensku að kæta sundraða þjóð í áfalli og sýna Evr­ópu að þeir skipti enn máli. Sú pressa verður von­andi yfir­þyrm­andi.

Þess utan er þetta enska lands­lið ekk­ert sér­stak­lega gott. Þeir eru ekki með neinn heimsklassa leik­mann. Mið­varða­parið er eitt það slakasta sem sést hefur hjá þessu lands­liði ára­tugum sam­an. Það eru fimm, FIMM, leik­menn frá Totten­ham sem byrja nán­ast hvern ein­asta leik.

Það er til orða­til­tæki á meðal breskra fót­bolta­spek­inga um Totten­ham Hotspur: að vera „Spur­sy“. Það að vera „Spur­sy“ felur í sér að koma sér í góða stöðu en klúðra því síðan stór­feng­lega. Þessi til­hneig­ing hefur m.a. valdið því að Totten­ham hefur ekki unnið ensku deild­ina frá 1961, ekki enska FA-bik­ar­inn síðan 1991 og ekki Evr­ópu­keppni síðan 1984. Eini tit­ill liðs­ins á síð­ustu 25 árum er deild­ar­bik­ar­tit­ill árið 2008. „Spur­sy“ er hug­ar­far tap­ar­ans.

Á síð­asta tíma­bili var Totten­ham að margra mati besta liðið í ensku úrvalds­deild­inni og í lok apr­íl, þegar fjórir leikir voru eft­ir, virt­ist liðið ætla að keppa mjög hart við Leicester um tit­ill­inn. Liðið vann engan af síð­ustu fjórum leikj­unum og Leicester hirti doll­una. Þegar pressan var sem mest þá bug­að­ist lið­ið. Það tap­aði meira að segja 5-1 fyrir þegar föllnu, og skelfi­lega lélegu, Newcast­le-liði í síð­asta leik tíma­bils­ins með þeim afleið­ingum að erki­fj­end­urnir Arsenal komust upp fyrir þá í annað sætið og gerði það að verkum að stuðn­ings­menn Arsenal gátu haldið upp á St. Tott­er­ing­ham's dag­inn 21. tíma­bilið í röð, en það er fögn­uður sem þeir blása til ár hvert þegar töl­fræði­lega ómögu­legt er fyrir Totten­ham að ná Arsenal að stig­um.

Sökum þess að enska liðið er fullt af Totten­ham-­leik­mönn­um, og vegna þess að Eng­land hefur til­hneig­ingu til að klúðra nær öllum loka­mótum sem lands­liðið spilar á, þá má vel halda þvi fram að það sé „Spur­sy“. Sem er frá­bært fyrir Ísland.

Wayne er Volvo

Eini leik­maður enska liðs­ins sem var ein­hvern tím­ann nálægt því að vera í heimsklassa er Wayne Roo­n­ey. Hann er það ekki leng­ur. Þótt hann sé lík­lega enn mik­il­væg­asti leik­maður liðs­ins þá er hann ekki það Lamborg­hin­i-ó­lík­inda­tólið sem hann var á fyrra hluta fer­ils síns sem gat tætt upp mal­bik og tekið fram úr hverjum sem var. Í dag er hann meira Vol­vo. Stöð­ug­ur, örugg­ur, hægur upp en stein­liggur í beygj­um. Það er miklu auð­veld­ara að halda Volvo í skefjum en sport­bíl.

Það verður að telj­ast lík­legt að Eng­lend­ing­arnir byrji með hinn hraða en afar mis­tæka Raheem Sterl­ing á hægri kant­inum og að þeir muni keyra hart á Ara Frey Skúla­son þar, með Kyle Wal­ker í overlappi. Það er í raun eina skýra leiðin sem ég sé fyrir mér að Eng­lend­ingar geti fundið í gegnum íslenska varn­ar­múr­inn. En Sterl­ing er eng­inn gæða­sport­bíll held­ur. Í besta falli Hyundai Coupe. Gul­ur.

Það þarf ekk­ert að vera með bolt­ann

Gulur Hyundai Coupe.Það verður skrítið að horfa á íslenska liðið í sjón­varpi, eða á risa­skjá, í dag í fyrsta sinn í keppn­inni, en ekki úr stúkunni. Þá mun maður til að mynda ekki sjá alla vinn­una sem leik­menn­irnir sem eru ekki við bolt­ann hverju sinni eru að inna af hendi við að loka svæðum og þrýsta and­stæð­ingum okkar þangað sem við viljum hafa þá. Þótt Ísland hafi ein­ungis verið með bolt­ann tæp­lega 30 pró­sent í leikjum sínum þá hefur það ekki skipt neinu máli. Það sem skiptir máli er hvernig þú notar bolt­ann þegar þú ert með hann og hvert þú beinir and­stæð­ingum þínum þegar svo er ekki. Það er list sem íslenska liðið er búið að ful­komna.

Íslenska liðið verður lík­lega óbreytt fjórða leik­inn í röð. Alfreð Finn­boga­son kemur aftur inn á bekk­inn eftir bann og vara­menn­irnir úr síð­asta leik hafa sann­ar­lega sýnt að við eigum mögu­leika þar til að breyta leikj­um. Svo á Eiður Smári enn eftir að gera það sem hand­ritið gerir ráð fyrir að aldna kempan geri. Það er því ekk­ert að hræð­ast og íslenska liðið ætti að njóta þess að þeir eru þegar orðnir sig­ur­veg­arar þessa móts.

Norð­ur­-írsku áhrifin og Boris

Það er auð­vitað óþol­andi að Ísland hafi bara fengið 3000 miða á leik­inn í Nice. Og lýsandi fyrir hversu spillt og galið UEFA-batt­er­íið er. Eft­ir­spurnin er aug­ljós­lega marg­falt meiri og svo lít­ill hópur mun hafa þau áhrif að tólfti mað­ur­inn, sem íslensku áhorf­end­urnir voru sann­ar­lega í leikj­unum á móti Portú­gal og Aust­ur­ríki, verður ekki til staðar með sama hætti í dag.

En það þýðir ekki að svekkja sig á því sem ekki er hægt að breyta og von­andi eru bara sem flestir komnir með aðgerð­ar­á­ætlun við að tryggja sér miða á átta liða úrslit­in.

Ég við­ur­kenni það fús­lega að ég hef aldrei getað haldið með Englandi á stór­mót­um, eins og margir Íslend­ingar hafa gert sökum dálætis síns á ensku deild­inni. Þar mót­ast ég tölu­vert af því að hafa búið í Skotlandi með tveimur Norð­ur­-Ír­um. Annar þeirra er frá IRA-hluta Belfast, er með húð­flúr af sam­ein­uðu Írlandi á annarri löpp­inni og neitar að kalla heima­landið sitt Northern Ireland (Norð­ur­-Ír­land). Þess í stað segir hann alltaf North of Ireland (Norð­ur­hluti Írlands). Þeir litu báðir á Norð­ur­-Ír­land sem enskan til­bún­ing og höt­uðu Eng­land eins og pest­ina fyrir vik­ið. Líkt og ansi margir Skotar gera líka, enda eru þeir komnir í start­hol­urnar við að setja í ganga aðra sjálf­stæð­is­kosn­ingu til að skilja sig frá ESB-­lausu breska heims­veld­inu með Boris við stýr­ið. Sama Boris og virð­ist reka stjórn­mál sín með sama hætti og hann spilar fót­bolta, með haus­inn á undan sér og er svo fullur eft­ir­sjár þegar allt fer til fjand­ans vegna fárán­lega aðfara hans.Við þurfum sig­ur, til að fara ekki aftur að ríf­ast

Það er því bæði ósk­andi og sann­gjarnt að Ísland vinni þennan leik á eftir og auki enn á myrkrið í Stóra-Bret­landi. Þótt hugur manns sé hjá ungu og mennt­uðu fólki í borgum lands­ins, sem laut í lægra haldi fyrir gömlu fólki á lands­byggð­inni sem hræð­ist útlend­inga, alþjóða­væð­ingu og skugg­ann sinn svo mikið að það er til­búið að setja fram­tíð afkom­enda sinna í full­komið upp­nám án þess að hafa neina skýra hug­mynd um hvert eigi að stefna nú, þá verður sá hugur að víkja í tvo tíma í kvöld.

Við Íslend­ingar höfum nefni­lega sjálf gengið í gegnum ótrú­lega sundr­ung og erf­ið­leika á und­an­förnum árum og ekk­ert frá banka­hruni hefur sam­einað íslenska þjóð jafn mikið og árangur þessa dásam­lega fót­boltaliðs sem vill helst ekki spila fót­bolta.

Líkt og lands­liðs­mark­að­ur­inn Hannes Þór Hall­dórs­son sagði í ræðu sinni yfir utandeild­ar­lið­inu Brostnum Draumum sum­arið 2009, sem nú hefur verið fjar­lægð af inter­net­inu, þá býr lít­ill drengur með brostna drauma og nára­meiðsl inni í okkur öll­um.

Ég hef þá trú að Hannes og með­her­menn hans muni gera það að verkum að íslenska þjóð­in, þjak­aði nára­meiðsla­drengur heims­ins, muni dansa stríð­dans vegna þess að draumar hennar um fót­bolta­lega fram­göngu og áfram­hald­andi sam­stöðu hafi ræst. Við munum vinna Eng­land fyrir okkur sjálf og áfram­hald­andi sam­stöðu. Þannig heldur þetta lang­þráða sum­a­frí frá íslenskum hvers­dags­leika áfram enn um stund.

Ef ekki munum við aftur fara að ríf­ast á morgun um Ices­a­ve, þorska­stríð, kvóta, verð­trygg­ingu og Fram­sókn­ar­flokk­inn. Og þessi pist­ill mun eld­ast mjög illa.

Lestu þriðja pistil Þórðar Snæs um EM.

Lestu annan pistil Þórðar Snæs um EM.

Lestu fyrsta pistil Þórðar Snæs um EM.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None