Áfram Ísland - Fyrir alla

Auglýsing

Það hefur ekki farið fram­hjá neinum hinn stór­kost­legi árangur sem íslenska karla­lands­liðið hefur náð á síð­ustu árum og er nú að ná hápunkti sínum í loka­keppni EM í Frakk­landi. Strák­arnir okkar fylla okkur af óend­an­legu stolti og ætt­jarð­ar­ástin ólgar í æðum okk­ar. Allir hríf­ast með, jafnt ungir sem aldn­ir. Það sem gerir gleð­ina enn skemmti­legri er að nán­ast allur heim­ur­inn hrífst með okk­ur, allir standa með „litla Íslandi“ og fögn­uð­ur­inn er ósvik­inn.  

Þetta stór­kost­lega ævin­týri sem á sér stað niður í Frakk­landi hefur sýnt okkur hvers við erum megn­ugir Íslend­ing­ar, okkur eru hrein­lega allir vegir færir ef við stöndum sam­an. Við stöndum sam­an, gleðj­umst sam­an, við föðmum hvert ann­að, elskum hvert ann­að, við elskum lands­liðið okkar og síð­ast en ekki síst elskum við landið okk­ar. Við Íslend­ingar höfum öll alist upp, lifað og hrærst í nánum tengslum við landið okkar og það hefur gert það að verkum að ást okkar á land­inu er inn­byggð, ósjálf­ráð og ómeð­vit­uð. Þessi ætt­jarð­ar­ást okkar brýst svo út í sinni tær­ustu mynd þegar okkar frá­bæra íþrótta­fólk vinnur stóra sigra á keppn­is­völlum heims­ins. 

Þá hefur ekki síður vakið athygli umheims­ins fram­ganga áhan­genda íslenska liðs­ins sem all­staðar hafa sýnt af sér prúð­mennsku og kurt­eisi alveg laus við hroka og yfir­læti. Gleymum því aldrei að sönn ætt­jarð­ar­ást á ekk­ert skylt við remb­ing og þjóð­ern­is­hroka. Það er ekki ætt­jarð­ar­ást að finna til þarfar til að upp­hefja sjálfan sig og landið sitt með því að gera lítið úr öðrum, öðru fólki, öðrum löndum eða annarri menn­ing­u. 

Auglýsing

Já það hefur svo sann­ar­lega verið gaman að vera Íslend­ingur síð­ustu vikur og finna þann með­byr sem við höfum og sjá gleð­ina og stoltið skína út úr hverju and­liti. En því miður er ekki hægt að segja að það sé gleði og ham­ingja hjá öllum hér á landi. Þar vísa ég til þeirra hæl­is­leit­enda sem hingað hafa leitað eftir skjóli og friði á und­an­förnum árum. Það eru alltaf ein­hverjir ein­stak­lingar sem fá land­vist­ar­leyfi hér á landi á hverju ári en á sama tíma er miklu stærri hóp vísað frá land­inu þar sem að þeir ein­stak­lingar upp­fylla ekki þau skil­yrði sem sett eru. Gott og vel, okkur ber að fara að lögum en stundum er hægt að líta á málin öðrum aug­um. 

Augum kær­leika, augum mann­úð­ar. 

Það hefur verið þyngra en tárum taki að þurfa að horfa á eftir því fólki sem vísað hefur verið úr landi hér að und­an­förnu. Fólki sem hefur dvalist hér mán­uðum og árum saman og beðið eftir að fá nið­ur­stöðu í sín mál. Fólki sem hefur aðlag­ast og eign­ast vini og hefur jafn­vel verið komið í vinnu. Þessi atburða­rás er ótrú­lega sorg­leg, og mjög erfitt að átta sig á hvað er í gangi í því kerfi sem tekur á hæl­is­leit­endum og öðrum sem sækja hér skjól. Það er óskilj­an­legt að vísa fólki frá land­inu sem jafn­vel bíður eftir máls­með­ferð innan íslenska kerf­is­ins, senda þau út í algera óvissu með allri þeirri and­legu van­líðan sem því fylg­ir. 

Og kannski er það ótrú­leg­ast í þessum málum öllum að á sama tíma og við sendum þetta ves­al­ings fólk úr landi sem hefur dvalið hér og aðlag­ast íslensku sam­fé­lagi þá flytjum við inn heilu flug­vélafarmana af erlendu vinnu­afli. Vinnu­afli sem sér um að vinna erfið og illa launuð störf í sam­fé­lag­inu. Og ef allar áætl­anir og spár ganga eftir hvað varðar upp­bygg­ingu á atvinnu­mark­aði á næstu árum mun vanta þús­undir til þess að manna þessi störf.

Miklar vonir eru bundar við ný lög um útlend­inga og með þeim verði allt skipu­lag sem snýr að mót­töku útlend­inga sann­gjarnar og skil­virkara. Við verðum að geta komið í veg fyrir atburð eins og átti sér stað í Laug­ar­nes­kirkju í vik­unn­i. 

Gefum þessu fólki mögu­leika á að hefja hér nýtt líf, mögu­leika á að byggja sér fram­tíð hér. Flestir þess­ara ein­stak­linga er að flýja ömur­legar aðstæður heima fyr­ir, aðstæður sem eru okkur Íslend­ingum svo fram­andi. Eina sem þetta fólk þráir er að að fá að lifa í friði, fá að mennta sig og börnin sín. Gefum þessu fólki mögu­leika á að verða Íslend­ing­ar, gefum þeim von um betra líf, gefum þeim trú á fram­tíð­ina og umvefjum þau umhyggju og kær­leik. Leyfum þeim að vera þátt­tak­endur í sigrum okkar og ósigrum, gleði jafnt sem sorg. 

Áfram Ísland fyrir alla. 

höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None