Forðumst að draga flóttamenn inn í hryðjuverkaumræðu

Flóttamenn
Auglýsing

Þó fót­bolt­inn eigi hug lands­manna, þessa dag­ana, þá er öllum hollt að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda. Skelfi­legir atburðir í Tyrk­landi, þar sem þrjár ­sjálfs­morðsárásir á Ata­turk flug­vell­inum í Ist­an­búl bön­uðu 42 og særðu á þriðja hund­rað, eru til marks um eld­fimt ástand í land­in­u. 

Síend­ur­tekin hryðju­verk, á til­tölu­lega skömmum tíma, hafa skapað ótta í þessu fal­lega landi. En mikil póli­tísk ólga er ekki til að bæta erfitt ástand.

Því miður eru margir sem tengja hryðju­verkin við þá stað­reynd, að í Tyrk­landi eru 2,5 millj­ónir flótta­manna, sem hafa einkum komið frá Sýr­landi vegna borg­ara­styrj­ald­ar­innar þar í landi. Yfir 11 millj­ónir manna, af 22 millj­óna heildar­í­búa­fjölda Sýr­lands, hafa flúið heim­ili sín. 

Auglýsing

Alþjóða­sam­fé­lag­ið, bæði Evr­ópu­sam­bandið og Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, hafa ekki náð utan um vand­ann, enda marg­slungið og flókið verk­efni, sem ekki verður rakið í löngu máli á þessum vett­vang­i. 

En það er ekki svo flókið að haga mál­flutn­ingi með þeim hætti, að flótta­menn séu ekki tengdir við hryðju­verka­árás­ir, enda full­kom­lega ástæðu­laust og í reynd ömur­legt. Neyð fólks­ins er næg fyr­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None