Helga Hrafn langar ekkert að verða ráðherra

alingi-juli-2015_19277115919_o.jpg
Auglýsing

Stærstu póli­tísku tíð­indi gær­dags­ins voru þau að Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, ætlar ekki að bjóða sig fram í kom­andi þing­kosn­ing­um. Þess í stað ætlar hann sér að ein­beita sér að innra starfi flokks­ins á næsta kjör­tíma­bili og byggja brú milli hans og þing­flokks Pírata, sem séu mjög ólíkar stofn­an­ir. Helgi Hrafn ætlar svo að bjóða sig aftur fram árið 2020, eða fyrr en kosn­ingar verða haldnar til að koma stjórn­ar­skrár­breyt­ingum í gegn.

Ákvörðun Helga Hrafns er afar óvenju­leg í íslenskri póli­tík. Hann hefur notið mik­illa per­sónu­vin­sælda og er stór ástæða þess að fylgi Pírata hefur farið úr 5,1 pró­senti í síð­ustu kosn­ingum í 28,3 pró­sent í dag. Ef flokkur hans heldur því mikla fylgi sem hann er með þá er ljóst að Píratar halda að lykl­inum að næstu stjórn­ar­myndun og Helgi Hrafn, sem vin­sæl­asti þing­maður hans, hefði getað valið sér ráð­herra­stól.

Margir hafa gert að því skóna að Helgi Hrafn muni snúa aftur sem utan­þings­ráð­herra ef Píratar verða í rík­is­stjórn, enda yfir­lýst stefna flokks hans að ráð­herrar sitji ekki á þingi. Miðað við skoðun Helga Hrafns á ráð­herra­stóli og valdi yfir höf­uð, sem hann lýsti í við­tali við Kjarn­ann í febr­úar síð­ast­liðn­um, verður það að telj­ast ólík­legt hlut­skipti. Þar sagði Helgi. „Mig langar ekk­ert að verða ráð­herra. Ég vil ekki einu sinni verða óbreyttur þing­­mað­­ur[...]Mér finnst fyr­ir­­bærið vald svo við­­ur­­stygg­i­­legt að ég vil helst ekki hafa það í mínu lífi. Vald er ógeð. Vald er við­­bjóð­­ur.“

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None