Ófyrirséðir hlutir geta haft mikil áhrif í ferðaþjónustunni

Ferðamenn
Auglýsing

Vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ust­unni heldur áfram. Nýjar tölur frá Hag­stof­unni, sem birtar voru í gær, sýna að gistin­óttum erlendra ferða­manna fjölg­aði um 29 pró­sent í maí, miðað við sama mánuð í fyrra. 

Þessar tölur eru nokkurn veg­inn í takt við flestar spár sér­fræð­inga, um vöxt ferða­þjón­ust­unnar á þessu ári. En engu að síður eru þær stór­merki­leg­ar. Nýr veru­leiki í efna­hags­líf­inu, sem fylgir vexti ferða­þjón­ust­unn­ar, heldur áfram að teikn­ast upp og festa ræt­ur. 

En ekki má gleyma því, að brugðið getur til beggja vona í ferða­þjónstu eins og öðrum atvinnu­grein­um. Ýmis­legt ófyr­ir­sjá­an­legt getur haft áhrif á ákvarð­anir fólks, um ráð­stöfun frí­daga. Núna hefur Portú­gal til dæmis notið góðs af því, að mikið hrun hefur orðið í ferða­þjón­ustu á mörgum svæðum í Tyrk­landi, Túnis og Egypta­landi, og er hryðju­verkum meðal ann­ars kennt um. Fleiri kjósa því að fara til Portú­gal. 

Auglýsing

Nýsköpun í ferða­þjón­ustu hefur einnig gengið vel þar, og má sér­stak­lega nefna vín­ferðir af ýmsu tagi, sem njóta vax­andi vin­sælda. 

Ísland á vafa­lítið eftir að fara í gegnum tölu­vert mikla „vöru­þró­un“ í ferða­þjón­ust­unni, og þar er hægt að horfa til fyr­ir­mynda erlend­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None