Árangur sem lyfti þjóðarsálinni - Tökum vel á móti þeim!

Ísland
Auglýsing

Stór­kost­legur árangur íslenska lands­liðs­ins í fót­bolta hefur lyft þjóð­arsál­inni og glatt Íslend­inga um allan heim. Það er ekki svo langt síðan það var óhugs­andi að íslenska karla­lands­liðið gæti kom­ist í úrslita­keppni stór­móts, og hvað þá alla leið í 8 liða úrslit. 

Með árangrin­um hefur íslenskt íþrótta­líf náð að feta nýjar braut­ir, og sýnt fram á það, að lítil þjóð getur náð stór­kost­legum árangri með mik­illi vinnu, hæfi­leikum og skipu­lag­i. 

Árang­ur­inn er með allra mestu íþrótta­afrekum Íslands­sög­unn­ar, en loka­keppnir stór­móta í fót­bolta eru með stærstu íþrótta­við­burðum í heim­in­um. 

Auglýsing

Lands­liðið er vænt­an­legt til lands­ins í dag, og mun koma fram við Arn­ar­hól milli 19:00 og 20:00 í kvöld. Við hvetjum fólk til þess að fjöl­menna og þakka fyrir stór­kost­lega frammi­stöðu á mót­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None