Kirkjugrið og náungakærleikur

jokirkjan_15504223196_o.jpg
Auglýsing

Atburð­ur­inn í Laug­ar­nes­kirkju hefur vakið upp blendnar til­finn­ing­ar. Ég heyri að hópur fólks hygg­ist skrá sig úr kirkj­unni því þeim finn­ist sem bisk­upar og kirkjan tekið afstöðu gegn lög­regl­unni og með lög­brjót­um. Á sama tíma hef ég heyrt frá fólki sem alla jafnan er gagn­rýnið á kirkj­una að þarna hafi hún gert eitt­hvað rétt og aðrir segja að vegna þessa atburðar eigi þau enn sam­leið með kirkj­unni. Til­raun Laug­ar­nessafn­aðar til að veita tvem hæl­is­leit­endum kirkju­grið leggst sann­ar­lega mis vel í fólk.

Ég þjóna í norsku kirkj­unni og í bænum mínum var skamm­tíma neyð­ar­mót­taka fyrir hæl­is­leit­endur frá jan­úar fram í apríl nú í ár. Fólkið sem dvaldi þar var flest fjöl­skyldu­fólk með ung börn og söfn­uð­ur­inn fékk að vera með barna­starf á mót­tök­unni til að reyna að glæða hvers­dag­inn þeirra smá lit og lífi. Á mót­tök­unni kynnt­ist ég fólki frá Sýr­landi, Afghanistan og Írak. Þegar hæl­is­leit­endur var ekki bara fyr­ir­bæri sem mætti mér í kvöld­frétt­unum eða á net­miðl­unum heldur mann­eskjur af holdi og blóði sem höfðu deilt sögum sínum með mér varð mér ítrekað hugsað til Gamla testa­mentis pró­fess­ors­ins míns við Háskóla Íslands sem hefur gætt þess að guð­fræði­nemar séu vel að sér í sögu helfar­inn­ar. Ég íhug­aði hver ábyrgð okkar væri gagn­vart þessu fólki sem hefði misst allt, ætti ekk­ert heim­ili til að snúa aftur til og væri hvergi vel­kom­ið. Orð rit­höf­und­ar­ins Elie Wiesel sem lifði af dvöl í Auschwitch urðu ljós­lif­andi fyrir mér: „And­stæða kær­leik­ans er ekki hat­ur, heldur afskipta­leysi...and­stæða trúar er ekki trú­villa, heldur afskipta­leysi og and­stæða lífs er ekki dauði, heldur afskipta­leysi”.

Mögu­leik­inn á kirkju­griðum

Fyrir síð­ustu ára­mót og fyrstu mán­uði þessa árs stórjókst sá fjöldi flótta­manna sem kom til Nor­egs frá Rúss­landi í gegnum landamæra­stöð­ina Storskog í Finn­mörku. Við­brögð yfir­valda í Nor­egi var að senda lang flesta af þeim sem höfðu komið í gegnum Storskog til baka án þess að mál þeirra væri tekið fyr­ir.  Skilj­an­lega skap­að­ist mik­ill ótti meðal þeirra sem höfðu komið þar í gegn. Flestir sem bjuggu í mót­tök­unni í bænum mínum höfðu komið þessa leið og ótt­inn var áþreif­an­leg­ur. Söfn­uð­ur­inn okkar fékk fréttir af því að í nokkrum kirkjum fyrir norðan okkur dveldu nú Sýr­lenskar fjöl­skyldur sem ótt­uð­ust að vera sendar til baka og ákváðum við því að setja saman aðgerða­á­ætl­un, hvernig við myndum bregð­ast við ef flótta­fólk í bænum okkar leit­aði kirkju­griða. Hér í Nor­egi lifa kirkju­grið enn af hefð þó að þau sé ekki lög­bund­in. Stjórn­mála­menn hafa reynt að fá þau lögð af en lög­reglan neitar stað­fast­lega að fara inn í kirkjur og sækja fólk sem dvelur þar í sátt við sókn­ar­nefnd kirkj­unn­ar.

Auglýsing

Það er kannski stóri punkt­ur­inn sem mig langar að koma á fram­færi. Kirkju­grið eru ekki eitt­hvað sem fólk getur veitt sjálfum sér og það er ekki svo að hver sem er geti komið sér fyrir í kirkju til að sleppa undan lög­regl­unni. Það er söfn­uð­ur­inn sem tekur ákvörðun um að skjóta skjóls­húsi yfir ákveðið fólk í ákveð­inn tíma og kirkju­grið eru aldrei hugsuð sem lausn heldur tíma­bundið úrræði til að hjálpa fólki í neyð.

Í vor hafa kirkju­grið orðið til þess að bjarga hæl­is­leit­end­um. Prestur sagði mér frá sýr­lenskri fjöl­skyldu sem til stóð að flytja úr landi í byrjun árs þegar Nor­egur sendi fólk jafn óðum til baka til Rúss­lands. Þessi fjöl­skylda hefur fengið mál sitt tekið fyrir núna þegar Rúss­land hefur lokað landa­mær­unum og hætt að taka við “end­ur­send­ing­um” Nor­egs. Ef ekki hefði verið fyrir kirkju­grið hefðu þau verið send strax til Rúss­lands þar sem ekk­ert beið þeirra annað en meiri óvissa og ótti um fram­tíð sína og barn­anna. Þau fengu tæki­færi því að söfn­uð­inum stóð ekki á sama um þau og skaut yfir þau skjóls­húsi í nokkrar vik­ur.

Afskipta­leysi er verra en hatur

Ég var ekki í Laug­ar­nes­kirkju og þekki ekki alla sög­una á bak­við til­raun safn­að­ar­ins til að veita hæl­is­leit­endum kirkju­grið. Þar sem ég stend í fjar­lægð og fylgist með þykir mér aðgerðin tákn­rænt og frið­sam­legt andóf gegn Dyfl­in­ar-­reglu­gerð­inni, sem ég full­yrði að standi á sið­ferð­is­lega vafasömum grund­velli. Það sem mér þykir þó skipta mestu máli er að ungu menn­irnir Ali Nasir og Majed, upp­lifðu í hið minnsta að hér er fólk sem lætur sig þá varða, þeir upp­lifðu ekki afskipta­leysi. Að vera mann­eskja er að lifa í tengsl­um, það er mik­il­vægt að við finnum að fólki standi ekki á sama um okk­ur.

Staða kirkj­unnar í sam­fé­lag­inu

Eitt af hlut­verkum kirkj­unnar í sam­fé­lag­inu hlýtur að vera að standa vörð um mann­helgi og mann­rétt­indi. Dag­inn eftir atburð­inn í Laug­ar­nes­kirkju sagði frú Agnes biskup í sam­tali við Frétta­tím­ann: „Kirkjan hlýtur alltaf að taka afstöðu með fólki í neyð. Þannig er kristin trú í verki og sá kær­leikur sem Kristur boð­ar. Kirkjan hagar sér í sam­ræmi við þann kær­leiks­boð­skap sem hún flyt­ur. Við gerum það ekki ein­ungis með því að stíga í pré­dik­un­ar­stól­inn á sunnu­dög­um, heldur standa vörð um mann­rétt­indi fólks hvar svo sem það fæð­ist.“

Ég tek undir orð Agn­es­ar. Sagan sýnir okkur hversu hættu­legt það er þegar við erum afskipta­laus gagn­vart náunga okk­ar, hversu hættu­legt það er þegar við teljum lög hafin yfir skyn­semi og rétt­læti. Ég hef séð kirkju­grið virka, að fólk fái tæki­færi á sann­gjarni máls­með­ferð en sé ekki sent í burtu út í óviss­una og jafn­vel sett í lífs­hættu. Þrátt fyrir að yfir­völd á Íslandi hafi ekki virt kirkju­griðin full­yrði ég að þær miklu til­finn­ingar sem þau kveiktu þýði að þau hafi samt sem áður haft áhrif.



Ég vona að við höfum hug­rekki til að íhuga þessar til­finn­ing­ar, setja okkur í spor hæl­is­leyt­end­anna og lög­reglu­mann­anna og spyrja okkur hvað hafi sann­ar­lega verið rétt að gera í þessum aðstæð­um. Ég get ekki svarað því fyrir þig en þykir við hæfi að enda með orðum Elie Wies­el, sem upp­lifði myrk­ustu atburði 20.ald­ar.

„Við þurfum alltaf að taka afstöðu. Hlut­leysi gagn­ast kúg­ur­un­um, en aldrei hinum kúg­uðu. Þögn upp­örvar kvalarann, en aldrei hin kvöld­u.”

Sindri Geir Ósk­ars­son guð­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None