Kirkjugrið og náungakærleikur

jokirkjan_15504223196_o.jpg
Auglýsing

Atburð­ur­inn í Laug­ar­nes­kirkju hefur vakið upp blendnar til­finn­ing­ar. Ég heyri að hópur fólks hygg­ist skrá sig úr kirkj­unni því þeim finn­ist sem bisk­upar og kirkjan tekið afstöðu gegn lög­regl­unni og með lög­brjót­um. Á sama tíma hef ég heyrt frá fólki sem alla jafnan er gagn­rýnið á kirkj­una að þarna hafi hún gert eitt­hvað rétt og aðrir segja að vegna þessa atburðar eigi þau enn sam­leið með kirkj­unni. Til­raun Laug­ar­nessafn­aðar til að veita tvem hæl­is­leit­endum kirkju­grið leggst sann­ar­lega mis vel í fólk.

Ég þjóna í norsku kirkj­unni og í bænum mínum var skamm­tíma neyð­ar­mót­taka fyrir hæl­is­leit­endur frá jan­úar fram í apríl nú í ár. Fólkið sem dvaldi þar var flest fjöl­skyldu­fólk með ung börn og söfn­uð­ur­inn fékk að vera með barna­starf á mót­tök­unni til að reyna að glæða hvers­dag­inn þeirra smá lit og lífi. Á mót­tök­unni kynnt­ist ég fólki frá Sýr­landi, Afghanistan og Írak. Þegar hæl­is­leit­endur var ekki bara fyr­ir­bæri sem mætti mér í kvöld­frétt­unum eða á net­miðl­unum heldur mann­eskjur af holdi og blóði sem höfðu deilt sögum sínum með mér varð mér ítrekað hugsað til Gamla testa­mentis pró­fess­ors­ins míns við Háskóla Íslands sem hefur gætt þess að guð­fræði­nemar séu vel að sér í sögu helfar­inn­ar. Ég íhug­aði hver ábyrgð okkar væri gagn­vart þessu fólki sem hefði misst allt, ætti ekk­ert heim­ili til að snúa aftur til og væri hvergi vel­kom­ið. Orð rit­höf­und­ar­ins Elie Wiesel sem lifði af dvöl í Auschwitch urðu ljós­lif­andi fyrir mér: „And­stæða kær­leik­ans er ekki hat­ur, heldur afskipta­leysi...and­stæða trúar er ekki trú­villa, heldur afskipta­leysi og and­stæða lífs er ekki dauði, heldur afskipta­leysi”.

Mögu­leik­inn á kirkju­griðum

Fyrir síð­ustu ára­mót og fyrstu mán­uði þessa árs stórjókst sá fjöldi flótta­manna sem kom til Nor­egs frá Rúss­landi í gegnum landamæra­stöð­ina Storskog í Finn­mörku. Við­brögð yfir­valda í Nor­egi var að senda lang flesta af þeim sem höfðu komið í gegnum Storskog til baka án þess að mál þeirra væri tekið fyr­ir.  Skilj­an­lega skap­að­ist mik­ill ótti meðal þeirra sem höfðu komið þar í gegn. Flestir sem bjuggu í mót­tök­unni í bænum mínum höfðu komið þessa leið og ótt­inn var áþreif­an­leg­ur. Söfn­uð­ur­inn okkar fékk fréttir af því að í nokkrum kirkjum fyrir norðan okkur dveldu nú Sýr­lenskar fjöl­skyldur sem ótt­uð­ust að vera sendar til baka og ákváðum við því að setja saman aðgerða­á­ætl­un, hvernig við myndum bregð­ast við ef flótta­fólk í bænum okkar leit­aði kirkju­griða. Hér í Nor­egi lifa kirkju­grið enn af hefð þó að þau sé ekki lög­bund­in. Stjórn­mála­menn hafa reynt að fá þau lögð af en lög­reglan neitar stað­fast­lega að fara inn í kirkjur og sækja fólk sem dvelur þar í sátt við sókn­ar­nefnd kirkj­unn­ar.

Auglýsing

Það er kannski stóri punkt­ur­inn sem mig langar að koma á fram­færi. Kirkju­grið eru ekki eitt­hvað sem fólk getur veitt sjálfum sér og það er ekki svo að hver sem er geti komið sér fyrir í kirkju til að sleppa undan lög­regl­unni. Það er söfn­uð­ur­inn sem tekur ákvörðun um að skjóta skjóls­húsi yfir ákveðið fólk í ákveð­inn tíma og kirkju­grið eru aldrei hugsuð sem lausn heldur tíma­bundið úrræði til að hjálpa fólki í neyð.

Í vor hafa kirkju­grið orðið til þess að bjarga hæl­is­leit­end­um. Prestur sagði mér frá sýr­lenskri fjöl­skyldu sem til stóð að flytja úr landi í byrjun árs þegar Nor­egur sendi fólk jafn óðum til baka til Rúss­lands. Þessi fjöl­skylda hefur fengið mál sitt tekið fyrir núna þegar Rúss­land hefur lokað landa­mær­unum og hætt að taka við “end­ur­send­ing­um” Nor­egs. Ef ekki hefði verið fyrir kirkju­grið hefðu þau verið send strax til Rúss­lands þar sem ekk­ert beið þeirra annað en meiri óvissa og ótti um fram­tíð sína og barn­anna. Þau fengu tæki­færi því að söfn­uð­inum stóð ekki á sama um þau og skaut yfir þau skjóls­húsi í nokkrar vik­ur.

Afskipta­leysi er verra en hatur

Ég var ekki í Laug­ar­nes­kirkju og þekki ekki alla sög­una á bak­við til­raun safn­að­ar­ins til að veita hæl­is­leit­endum kirkju­grið. Þar sem ég stend í fjar­lægð og fylgist með þykir mér aðgerðin tákn­rænt og frið­sam­legt andóf gegn Dyfl­in­ar-­reglu­gerð­inni, sem ég full­yrði að standi á sið­ferð­is­lega vafasömum grund­velli. Það sem mér þykir þó skipta mestu máli er að ungu menn­irnir Ali Nasir og Majed, upp­lifðu í hið minnsta að hér er fólk sem lætur sig þá varða, þeir upp­lifðu ekki afskipta­leysi. Að vera mann­eskja er að lifa í tengsl­um, það er mik­il­vægt að við finnum að fólki standi ekki á sama um okk­ur.

Staða kirkj­unnar í sam­fé­lag­inu

Eitt af hlut­verkum kirkj­unnar í sam­fé­lag­inu hlýtur að vera að standa vörð um mann­helgi og mann­rétt­indi. Dag­inn eftir atburð­inn í Laug­ar­nes­kirkju sagði frú Agnes biskup í sam­tali við Frétta­tím­ann: „Kirkjan hlýtur alltaf að taka afstöðu með fólki í neyð. Þannig er kristin trú í verki og sá kær­leikur sem Kristur boð­ar. Kirkjan hagar sér í sam­ræmi við þann kær­leiks­boð­skap sem hún flyt­ur. Við gerum það ekki ein­ungis með því að stíga í pré­dik­un­ar­stól­inn á sunnu­dög­um, heldur standa vörð um mann­rétt­indi fólks hvar svo sem það fæð­ist.“

Ég tek undir orð Agn­es­ar. Sagan sýnir okkur hversu hættu­legt það er þegar við erum afskipta­laus gagn­vart náunga okk­ar, hversu hættu­legt það er þegar við teljum lög hafin yfir skyn­semi og rétt­læti. Ég hef séð kirkju­grið virka, að fólk fái tæki­færi á sann­gjarni máls­með­ferð en sé ekki sent í burtu út í óviss­una og jafn­vel sett í lífs­hættu. Þrátt fyrir að yfir­völd á Íslandi hafi ekki virt kirkju­griðin full­yrði ég að þær miklu til­finn­ingar sem þau kveiktu þýði að þau hafi samt sem áður haft áhrif.Ég vona að við höfum hug­rekki til að íhuga þessar til­finn­ing­ar, setja okkur í spor hæl­is­leyt­end­anna og lög­reglu­mann­anna og spyrja okkur hvað hafi sann­ar­lega verið rétt að gera í þessum aðstæð­um. Ég get ekki svarað því fyrir þig en þykir við hæfi að enda með orðum Elie Wies­el, sem upp­lifði myrk­ustu atburði 20.ald­ar.

„Við þurfum alltaf að taka afstöðu. Hlut­leysi gagn­ast kúg­ur­un­um, en aldrei hinum kúg­uðu. Þögn upp­örvar kvalarann, en aldrei hin kvöld­u.”

Sindri Geir Ósk­ars­son guð­fræð­ing­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None