Valkvæð afstaða gagnvart staðreyndum

Auglýsing

Í Kjarn­anum birt­ist 6. júlí síð­ast­lið­inn leið­ari Þórðar Snæs Júl­í­us­sonar um eft­ir­mála Brexit kosn­ing­ar­innar í Bret­landi. Þar hefur verið rætt um hvort eigi að virða úrslit kosn­ing­ar­innar eða efna til nýrr­ar. Þórður nefnir í leið­ar­anum undir milli­fyr­ir­sögn­inni 

– Flug­völl­ur­inn sem kos­inn var burt – 

að á Íslandi sé dæmi þess að stjórn­mála­menn efni til kosn­ingar um mál­efni en fari svo ekki eftir nið­ur­stöð­unni. Þar á hann við almenna kosn­ingu sem borg­ar­stjórn Reykja­víkur árið 2001 um fram­tíð flug­vall­ar­ins í Vatns­mýr­inn­i.  Orð­rétt stendur í leið­ar­an­um: 

Auglýsing

„Alls vildu 50,6 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu að hann myndi fara en 49.4 pró­sent að hann yrði áfram. Kjör­sókn var 37,1 pró­sent og nið­ur­staða ráð­gef­andi atkvæða­greiðsl­unnar því ekki bind­andi, en borg­ar­stjórn hafði sett skil­yrði um þátt­töku að minnsta kosti helm­ings kosn­inga­bærra manna til að svo yrði. Það breytir því þó ekki að fyrir að skoðun þeirra sem tóku málið það alvar­lega að þeir mættu á kjör­stað var komið á fram­færi. Lýð­ræð­is­leg nið­ur­staða lá fyr­ir.“ Það sem Þórður gerir athuga­semd við er að flug­vell­inum hefur ekki verið lok­að.

Við þetta verður að gera alvar­legar athuga­semd­ir. Hin lýð­ræð­is­lega nið­ur­staða sem liggur fyrir en er önd­verð við það sem Þórður Snær Júl­í­us­son heldur fram. Vilji Reyk­vík­inga var þá og er enn sá að flug­völl­ur­inn verði áfram í Vatns­mýr­inni.

Ákveðið var að kosn­ing borg­ar­búa yrði bind­andi ef þátt­takan næði því að vera a.m.k. 75% atkvæð­is­bærra Reyk­vík­inga eða a.m.k. 50% atkvæð­is­bærra greiddi öðrum hvorum kost­inum atkvæði sitt. Spurt var hvort flug­völl­ur­inn ætti að vera áfram í Vatns­mýr­inni eftir 2016 eða að fara. 

Hvor­ugt skil­yrðið var upp­fyllt þar sem þátt­takan var aðeins 37%. Því varð nið­ur­staðan ekki bind­andi. Af þeim sökum var flug­völl­ur­inn ekki kos­inn burt. Aðeins 18,8% kjós­enda studdu að flug­völl­ur­inn færi. Þeir hefðu þurft að vera nærri þrefalt fleiri eða 50%. Í kosn­ing­unum urðu þeir sem vildu breyt­ingar á óbreyttu ástandi að mæta og kjósa í sam­ræmi við það. Þeir sem vildu flug­völl­inn áfram á sama stað gátu komið og kos­ið, en þeir gátu líka látið hug sinn í ljós með fjar­veru sinn­i.  Fjar­veran stuðl­aði að því að málið félli vegna ónógrar þátt­töku. Bent var á þetta í aðdrag­anda kosn­ing­ar­innar og borg­ar­búar hvattir til þess að snið­ganga kosn­ing­una. Margir þeirra gerðu það.

Það þarf ekki að velkj­ast í vafa um vilja borg­ar­búa. Það hafa verið gerðar all­margar skoð­ana­kann­anir síðan og þær sýna yfir­gnæf­andi stuðn­ing við flug­völl­inn áfram í Vatns­mýr­inn­i.  Sem dæmi má nefna:

  • Könnun Frétta­blaðs­ins 2008 sem sýndi 60% stðn­ing við fram­tíð inn­an­lands­flugs í Vatns­mýr­inni.
  • Könnun Stöðv­ar2 og Frétta­blaðs­ins frá 2011. Þar studdu 82% Reyk­vík­inga flug­völl­inn í Vatns­mýr­inni.
  • Könnun Stöðv­ar2 og Frétta­blaðs­ins frá 2012 með sömu nið­ur­stöðu og árið áður.
  • Könnun Gallup frá 2013 þar sem 73% Reyk­vík­inga styðja flug­völl­inn áfram í Vatns­mýr­inni.
  • Könnun MMR frá 2014 sýndi stuðn­ing 71% stuðn­ing Reyk­vík­inga við flug­völl­inn.

Til við­bótar skal nefnd und­ir­skrift­ar­söfnun Hjart­ans í Vatns­mýr­inni. Þar skrif­uðu 69.816 undir texta þar sem lagst var gegn áformum um að flug­vall­ar­starf­semi víki úr Vatns­mýr­inni og skor­uðu á  Reykja­vík­ur­borg og Alþingi að tryggja óskerta flug­starf­semi í Vatns­mýr­inni til fram­tíð­ar. Þetta er næst­fjöl­menn­asta und­ir­skrifta­söfn­unin til þessa. 

Af öllu þessu sam­an­lögðu er alger­lega ótví­rætt hver vilji Reyk­vík­inga er í mál­inu, að ekki sé talað um vilja lands­manna allra. Þeir vilja að flug­völl­ur­inn verði áfram þar sem hann er.

Fram­hjá þessu lítur rit­stjóri Kjarn­ans og sýnir víta­verða til­burði til þess að draga upp aðra mynd er sönn er. 

Það hefði hins vegar verið fullt til­efni til þess af hálfu rit­stjór­ans Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, fyrst hann er að gera úttekt á van­efndum stjórn­mála­manna og vilja þeirra til þess að snið­ganga skýran almanna­vilja, að gera grein fyrir und­an­brögðum borg­ar­full­trúa og klækja­stjórn­málum í þessu umdeilda máli. Af nógu er að taka fyrir gagn­rýn­inn rit­stjóra sem ber almanna­hag fyrir brjósti. Það  mætti til dæmis nefna að 2008 felldu borg­ar­stjórn Reykja­víkur til­lögu um að efna til nýrrar atkvæða­greiðslu um fram­tíð flug­vall­ar­ins. Það hefði ekki verið ónýtt að fá vilja borg­ar­búa fram. Þá hefði ekki þurft að draga í efa hver hugur þeirra er. Þetta geta borg­ar­yf­ir­völd auð­vitað getað gert hvenær sem er – en gera ekki. Af því þau vita að vilji borg­ar­búa er annar en vilji borg­ar­full­trú­anna. Þá er ekk­ert gert með almanna­vilja, það er hin bitra nið­ur­staða sem fyrir liggur í mál­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None