Einokun í boði stjórnvalda

Brynhildur Pétursdóttir
Auglýsing

Fyr­ir­tæki á Íslandi verða of oft upp­vís að ólög­legu verð­sam­ráði og öðrum sam­keppn­islaga­brot­um. Eitt af alvar­legri málum und­an­far­inna ára er án efa sam­ráð olíu­fé­lag­anna þriggja sem stund­uðu yfir­grips­mikið ólög­legt verð­sam­ráð í heil 8 ár; frá 1993 til loka árs 2001. Sekt­ar­greiðslur upp á 1,5 millj­arða voru stað­festar af Hæsta­rétti í árs­byrjun 2016, rúmum 11 árum eftir að ákvörðun Sam­keppn­is­stofn­unar (nú Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins) lá fyr­ir. Sam­fé­lags­legt tap vegna þess­ara brota var af sér­fræð­ingum OECD metið á um 40 millj­arða.

Ég glugg­aði í úrskurð Sam­keppn­is­stofn­unar í þessu alræmda máli og verð að við­ur­kenna að ég hafði gleymt hversu yfir­gengi­legt það var. Neyt­endum hefur oft verið sendur fing­ur­inn en sjaldan með jafn afger­andi hætti. „Fólk er fífl!“ voru ein af ótal skila­boðum sem send voru á milli stjórn­enda á meðan á sam­ráð­inu stóð og kannski þau fræg­ustu enda föng­uðu þau ágæt­lega virð­ing­ar­leysið gagn­vart neyt­endum og nýsettum sam­keppn­is­lög­um.

Árið 1999 birt­ist grein í Neyt­enda­blað­inu þar sem rýnt var í árs­reikn­ing Skelj­ungs fyrir árið 1998 og var yfir­skriftin „Hagn­aður Shell - allur á kostnað neyt­enda“. Í grein­inni er bent á skort á sam­keppni og að lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu hefði alls ekki komið neyt­endum til góða enda sam­keppn­inni ekki fyrir að fara. Í grein­inni segir m.a. „Verð­lagn­ing á olíu­vörum er hins vegar svipuð hjá hinum stóru, þannig að stundum mætti ætla að gagn­kvæm hlust­un­ar­tæki væru til staðar á stjórn­ar­fundum þeirra“.  Enn voru þá tvö ár í að Sam­keppn­is­stofnun hæfi rann­sókn á elds­neyt­is­mark­að­inum og engan grun­aði umfang sam­ráðs­ins. Grein­ar­höf­undur las hins vegar stöð­una rétt. Hann bætir við „Sjaldan hefur birst árs­reikn­ing­ur, eins og árs­reikn­ingur Skelj­ungs, þar sem svo ber­lega sést að vanda­málum í stjórnun fyr­ir­tækis og skorti á hag­ræð­ingu er velt á neyt­end­ur. Spurn­ingin er bara þessi: Á þetta líka við um Olís og Esso?“ Í dag vitum við að hag­ræð­ing var ekki efst í huga for­stjór­anna. Þeir þurftu ekki að velta við hverjum steini í rekstr­inum með það að mark­miði að lækka verð eða bjóða betri þjón­ustu en sam­keppn­is­að­il­inn. Þeir ákváðu ein­fald­lega sín á milli hvað þeim þætti ásætt­an­legt verð til neyt­enda.

Auglýsing

Af hverju er ég að rifja þetta mál upp? Mis­notkun Mjólk­ur­sam­söl­unnar á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni (les­ist ein­ok­un­ar­að­stöðu) er auð­vitað mál sam­keppn­is­mál­anna þessa dag­ana. En mér finnst mik­il­vægt að olíu­sam­ráðs­málið gleym­ist ekki. Það, rétt eins og önnur sam­keppn­islaga­brot, sýnir hversu mik­il­vægt það er að stjórn­völd geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja frelsi á mörk­uð­um. Það er þeirra að búa þannig um hnút­ana að ný fyr­ir­tæki eigi auð­velt með að ná fót­festu og að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti brugð­ist hratt og vel við brotum og stöðvað þau í fæð­ingu. Það sem stjórn­völd eiga EKKI að gera er að tryggja einu fyr­ir­tæki í mjólkur­iðn­aði, Mjólk­ur­sam­söl­unni, ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði. Þá er með öllu ólíð­andi að fyr­ir­tæki sem hefur allt að því ein­ok­un­ar­stöðu  í krafti umdeildra laga og toll­verndar skuli í ofaná­lag brjóta lög til að losa sig við örfáa, litla inn­lenda kepp­inauta. Útistand­andi mál Mjólku verða von­andi leidd til lykta fljót­lega og fróð­legt verður að fylgj­ast með skaða­bóta­máli fyrr­ver­andi eig­anda Mjólku gegn MS. Inn­koma Mjólku hafði góð áhrif á mark­að­inn og það sama gildir um Örnu sem bauð nýj­ung fyrir íslenska neyt­end­ur; laktósa­fríar mjólk­ur­vör­ur. En vart var laktósa­fría mjólkin komin í versl­anir þegar MS var allt í einu líka farin að fram­leiða laktósa­fría mjólk. Ekk­ert ólög­legt á ferð en lúa­legt athæfi hjá fyr­ir­tæki sem nýtur yfir­burð­ar­stöðu í boði stjórn­valda. Kannski væri þessi yfir­burða­staða og und­an­þágan frá sam­keppn­is­lögum ekki svo umdeild ef fyr­ir­tækið hefði haldið sig innan ramma sam­keppn­islaga að öðru leyti og sýnt sann­girni gagn­vart þeim fyr­ir­tækjum sem hafa reynt að fóta sig í þessu erf­iða umhverfi. En það hefur MS ekki gert. 

Nú er mál að linni. Nóg er um sam­keppn­islaga­brot og mark­aðs­bresti hér á landi þótt slíkt sé ekki látið við­gang­ast í boði stjórn­valda. Rjúfa þarf ein­okun í mjólkur­iðn­aði enda morg­un­ljóst að núver­andi staða er óvið­un­andi. Ég treysti því að meiri­hlut­inn á Alþingi þvælist ekki fyrir slíkum breyt­ingum þegar þing kemur saman í ágúst.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None