Einokun í boði stjórnvalda

Brynhildur Pétursdóttir
Auglýsing

Fyr­ir­tæki á Íslandi verða of oft upp­vís að ólög­legu verð­sam­ráði og öðrum sam­keppn­islaga­brot­um. Eitt af alvar­legri málum und­an­far­inna ára er án efa sam­ráð olíu­fé­lag­anna þriggja sem stund­uðu yfir­grips­mikið ólög­legt verð­sam­ráð í heil 8 ár; frá 1993 til loka árs 2001. Sekt­ar­greiðslur upp á 1,5 millj­arða voru stað­festar af Hæsta­rétti í árs­byrjun 2016, rúmum 11 árum eftir að ákvörðun Sam­keppn­is­stofn­unar (nú Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins) lá fyr­ir. Sam­fé­lags­legt tap vegna þess­ara brota var af sér­fræð­ingum OECD metið á um 40 millj­arða.

Ég glugg­aði í úrskurð Sam­keppn­is­stofn­unar í þessu alræmda máli og verð að við­ur­kenna að ég hafði gleymt hversu yfir­gengi­legt það var. Neyt­endum hefur oft verið sendur fing­ur­inn en sjaldan með jafn afger­andi hætti. „Fólk er fífl!“ voru ein af ótal skila­boðum sem send voru á milli stjórn­enda á meðan á sam­ráð­inu stóð og kannski þau fræg­ustu enda föng­uðu þau ágæt­lega virð­ing­ar­leysið gagn­vart neyt­endum og nýsettum sam­keppn­is­lög­um.

Árið 1999 birt­ist grein í Neyt­enda­blað­inu þar sem rýnt var í árs­reikn­ing Skelj­ungs fyrir árið 1998 og var yfir­skriftin „Hagn­aður Shell - allur á kostnað neyt­enda“. Í grein­inni er bent á skort á sam­keppni og að lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu hefði alls ekki komið neyt­endum til góða enda sam­keppn­inni ekki fyrir að fara. Í grein­inni segir m.a. „Verð­lagn­ing á olíu­vörum er hins vegar svipuð hjá hinum stóru, þannig að stundum mætti ætla að gagn­kvæm hlust­un­ar­tæki væru til staðar á stjórn­ar­fundum þeirra“.  Enn voru þá tvö ár í að Sam­keppn­is­stofnun hæfi rann­sókn á elds­neyt­is­mark­að­inum og engan grun­aði umfang sam­ráðs­ins. Grein­ar­höf­undur las hins vegar stöð­una rétt. Hann bætir við „Sjaldan hefur birst árs­reikn­ing­ur, eins og árs­reikn­ingur Skelj­ungs, þar sem svo ber­lega sést að vanda­málum í stjórnun fyr­ir­tækis og skorti á hag­ræð­ingu er velt á neyt­end­ur. Spurn­ingin er bara þessi: Á þetta líka við um Olís og Esso?“ Í dag vitum við að hag­ræð­ing var ekki efst í huga for­stjór­anna. Þeir þurftu ekki að velta við hverjum steini í rekstr­inum með það að mark­miði að lækka verð eða bjóða betri þjón­ustu en sam­keppn­is­að­il­inn. Þeir ákváðu ein­fald­lega sín á milli hvað þeim þætti ásætt­an­legt verð til neyt­enda.

Auglýsing

Af hverju er ég að rifja þetta mál upp? Mis­notkun Mjólk­ur­sam­söl­unnar á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni (les­ist ein­ok­un­ar­að­stöðu) er auð­vitað mál sam­keppn­is­mál­anna þessa dag­ana. En mér finnst mik­il­vægt að olíu­sam­ráðs­málið gleym­ist ekki. Það, rétt eins og önnur sam­keppn­islaga­brot, sýnir hversu mik­il­vægt það er að stjórn­völd geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja frelsi á mörk­uð­um. Það er þeirra að búa þannig um hnút­ana að ný fyr­ir­tæki eigi auð­velt með að ná fót­festu og að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti brugð­ist hratt og vel við brotum og stöðvað þau í fæð­ingu. Það sem stjórn­völd eiga EKKI að gera er að tryggja einu fyr­ir­tæki í mjólkur­iðn­aði, Mjólk­ur­sam­söl­unni, ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði. Þá er með öllu ólíð­andi að fyr­ir­tæki sem hefur allt að því ein­ok­un­ar­stöðu  í krafti umdeildra laga og toll­verndar skuli í ofaná­lag brjóta lög til að losa sig við örfáa, litla inn­lenda kepp­inauta. Útistand­andi mál Mjólku verða von­andi leidd til lykta fljót­lega og fróð­legt verður að fylgj­ast með skaða­bóta­máli fyrr­ver­andi eig­anda Mjólku gegn MS. Inn­koma Mjólku hafði góð áhrif á mark­að­inn og það sama gildir um Örnu sem bauð nýj­ung fyrir íslenska neyt­end­ur; laktósa­fríar mjólk­ur­vör­ur. En vart var laktósa­fría mjólkin komin í versl­anir þegar MS var allt í einu líka farin að fram­leiða laktósa­fría mjólk. Ekk­ert ólög­legt á ferð en lúa­legt athæfi hjá fyr­ir­tæki sem nýtur yfir­burð­ar­stöðu í boði stjórn­valda. Kannski væri þessi yfir­burða­staða og und­an­þágan frá sam­keppn­is­lögum ekki svo umdeild ef fyr­ir­tækið hefði haldið sig innan ramma sam­keppn­islaga að öðru leyti og sýnt sann­girni gagn­vart þeim fyr­ir­tækjum sem hafa reynt að fóta sig í þessu erf­iða umhverfi. En það hefur MS ekki gert. 

Nú er mál að linni. Nóg er um sam­keppn­islaga­brot og mark­aðs­bresti hér á landi þótt slíkt sé ekki látið við­gang­ast í boði stjórn­valda. Rjúfa þarf ein­okun í mjólkur­iðn­aði enda morg­un­ljóst að núver­andi staða er óvið­un­andi. Ég treysti því að meiri­hlut­inn á Alþingi þvælist ekki fyrir slíkum breyt­ingum þegar þing kemur saman í ágúst.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None