Einokun í boði stjórnvalda

Brynhildur Pétursdóttir
Auglýsing

Fyr­ir­tæki á Íslandi verða of oft upp­vís að ólög­legu verð­sam­ráði og öðrum sam­keppn­islaga­brot­um. Eitt af alvar­legri málum und­an­far­inna ára er án efa sam­ráð olíu­fé­lag­anna þriggja sem stund­uðu yfir­grips­mikið ólög­legt verð­sam­ráð í heil 8 ár; frá 1993 til loka árs 2001. Sekt­ar­greiðslur upp á 1,5 millj­arða voru stað­festar af Hæsta­rétti í árs­byrjun 2016, rúmum 11 árum eftir að ákvörðun Sam­keppn­is­stofn­unar (nú Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins) lá fyr­ir. Sam­fé­lags­legt tap vegna þess­ara brota var af sér­fræð­ingum OECD metið á um 40 millj­arða.

Ég glugg­aði í úrskurð Sam­keppn­is­stofn­unar í þessu alræmda máli og verð að við­ur­kenna að ég hafði gleymt hversu yfir­gengi­legt það var. Neyt­endum hefur oft verið sendur fing­ur­inn en sjaldan með jafn afger­andi hætti. „Fólk er fífl!“ voru ein af ótal skila­boðum sem send voru á milli stjórn­enda á meðan á sam­ráð­inu stóð og kannski þau fræg­ustu enda föng­uðu þau ágæt­lega virð­ing­ar­leysið gagn­vart neyt­endum og nýsettum sam­keppn­is­lög­um.

Árið 1999 birt­ist grein í Neyt­enda­blað­inu þar sem rýnt var í árs­reikn­ing Skelj­ungs fyrir árið 1998 og var yfir­skriftin „Hagn­aður Shell - allur á kostnað neyt­enda“. Í grein­inni er bent á skort á sam­keppni og að lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu hefði alls ekki komið neyt­endum til góða enda sam­keppn­inni ekki fyrir að fara. Í grein­inni segir m.a. „Verð­lagn­ing á olíu­vörum er hins vegar svipuð hjá hinum stóru, þannig að stundum mætti ætla að gagn­kvæm hlust­un­ar­tæki væru til staðar á stjórn­ar­fundum þeirra“.  Enn voru þá tvö ár í að Sam­keppn­is­stofnun hæfi rann­sókn á elds­neyt­is­mark­að­inum og engan grun­aði umfang sam­ráðs­ins. Grein­ar­höf­undur las hins vegar stöð­una rétt. Hann bætir við „Sjaldan hefur birst árs­reikn­ing­ur, eins og árs­reikn­ingur Skelj­ungs, þar sem svo ber­lega sést að vanda­málum í stjórnun fyr­ir­tækis og skorti á hag­ræð­ingu er velt á neyt­end­ur. Spurn­ingin er bara þessi: Á þetta líka við um Olís og Esso?“ Í dag vitum við að hag­ræð­ing var ekki efst í huga for­stjór­anna. Þeir þurftu ekki að velta við hverjum steini í rekstr­inum með það að mark­miði að lækka verð eða bjóða betri þjón­ustu en sam­keppn­is­að­il­inn. Þeir ákváðu ein­fald­lega sín á milli hvað þeim þætti ásætt­an­legt verð til neyt­enda.

Auglýsing

Af hverju er ég að rifja þetta mál upp? Mis­notkun Mjólk­ur­sam­söl­unnar á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni (les­ist ein­ok­un­ar­að­stöðu) er auð­vitað mál sam­keppn­is­mál­anna þessa dag­ana. En mér finnst mik­il­vægt að olíu­sam­ráðs­málið gleym­ist ekki. Það, rétt eins og önnur sam­keppn­islaga­brot, sýnir hversu mik­il­vægt það er að stjórn­völd geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja frelsi á mörk­uð­um. Það er þeirra að búa þannig um hnút­ana að ný fyr­ir­tæki eigi auð­velt með að ná fót­festu og að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti brugð­ist hratt og vel við brotum og stöðvað þau í fæð­ingu. Það sem stjórn­völd eiga EKKI að gera er að tryggja einu fyr­ir­tæki í mjólkur­iðn­aði, Mjólk­ur­sam­söl­unni, ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði. Þá er með öllu ólíð­andi að fyr­ir­tæki sem hefur allt að því ein­ok­un­ar­stöðu  í krafti umdeildra laga og toll­verndar skuli í ofaná­lag brjóta lög til að losa sig við örfáa, litla inn­lenda kepp­inauta. Útistand­andi mál Mjólku verða von­andi leidd til lykta fljót­lega og fróð­legt verður að fylgj­ast með skaða­bóta­máli fyrr­ver­andi eig­anda Mjólku gegn MS. Inn­koma Mjólku hafði góð áhrif á mark­að­inn og það sama gildir um Örnu sem bauð nýj­ung fyrir íslenska neyt­end­ur; laktósa­fríar mjólk­ur­vör­ur. En vart var laktósa­fría mjólkin komin í versl­anir þegar MS var allt í einu líka farin að fram­leiða laktósa­fría mjólk. Ekk­ert ólög­legt á ferð en lúa­legt athæfi hjá fyr­ir­tæki sem nýtur yfir­burð­ar­stöðu í boði stjórn­valda. Kannski væri þessi yfir­burða­staða og und­an­þágan frá sam­keppn­is­lögum ekki svo umdeild ef fyr­ir­tækið hefði haldið sig innan ramma sam­keppn­islaga að öðru leyti og sýnt sann­girni gagn­vart þeim fyr­ir­tækjum sem hafa reynt að fóta sig í þessu erf­iða umhverfi. En það hefur MS ekki gert. 

Nú er mál að linni. Nóg er um sam­keppn­islaga­brot og mark­aðs­bresti hér á landi þótt slíkt sé ekki látið við­gang­ast í boði stjórn­valda. Rjúfa þarf ein­okun í mjólkur­iðn­aði enda morg­un­ljóst að núver­andi staða er óvið­un­andi. Ég treysti því að meiri­hlut­inn á Alþingi þvælist ekki fyrir slíkum breyt­ingum þegar þing kemur saman í ágúst.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None