Einokun í boði stjórnvalda

Brynhildur Pétursdóttir
Auglýsing

Fyr­ir­tæki á Íslandi verða of oft upp­vís að ólög­legu verð­sam­ráði og öðrum sam­keppn­islaga­brot­um. Eitt af alvar­legri málum und­an­far­inna ára er án efa sam­ráð olíu­fé­lag­anna þriggja sem stund­uðu yfir­grips­mikið ólög­legt verð­sam­ráð í heil 8 ár; frá 1993 til loka árs 2001. Sekt­ar­greiðslur upp á 1,5 millj­arða voru stað­festar af Hæsta­rétti í árs­byrjun 2016, rúmum 11 árum eftir að ákvörðun Sam­keppn­is­stofn­unar (nú Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins) lá fyr­ir. Sam­fé­lags­legt tap vegna þess­ara brota var af sér­fræð­ingum OECD metið á um 40 millj­arða.

Ég glugg­aði í úrskurð Sam­keppn­is­stofn­unar í þessu alræmda máli og verð að við­ur­kenna að ég hafði gleymt hversu yfir­gengi­legt það var. Neyt­endum hefur oft verið sendur fing­ur­inn en sjaldan með jafn afger­andi hætti. „Fólk er fífl!“ voru ein af ótal skila­boðum sem send voru á milli stjórn­enda á meðan á sam­ráð­inu stóð og kannski þau fræg­ustu enda föng­uðu þau ágæt­lega virð­ing­ar­leysið gagn­vart neyt­endum og nýsettum sam­keppn­is­lög­um.

Árið 1999 birt­ist grein í Neyt­enda­blað­inu þar sem rýnt var í árs­reikn­ing Skelj­ungs fyrir árið 1998 og var yfir­skriftin „Hagn­aður Shell - allur á kostnað neyt­enda“. Í grein­inni er bent á skort á sam­keppni og að lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu hefði alls ekki komið neyt­endum til góða enda sam­keppn­inni ekki fyrir að fara. Í grein­inni segir m.a. „Verð­lagn­ing á olíu­vörum er hins vegar svipuð hjá hinum stóru, þannig að stundum mætti ætla að gagn­kvæm hlust­un­ar­tæki væru til staðar á stjórn­ar­fundum þeirra“.  Enn voru þá tvö ár í að Sam­keppn­is­stofnun hæfi rann­sókn á elds­neyt­is­mark­að­inum og engan grun­aði umfang sam­ráðs­ins. Grein­ar­höf­undur las hins vegar stöð­una rétt. Hann bætir við „Sjaldan hefur birst árs­reikn­ing­ur, eins og árs­reikn­ingur Skelj­ungs, þar sem svo ber­lega sést að vanda­málum í stjórnun fyr­ir­tækis og skorti á hag­ræð­ingu er velt á neyt­end­ur. Spurn­ingin er bara þessi: Á þetta líka við um Olís og Esso?“ Í dag vitum við að hag­ræð­ing var ekki efst í huga for­stjór­anna. Þeir þurftu ekki að velta við hverjum steini í rekstr­inum með það að mark­miði að lækka verð eða bjóða betri þjón­ustu en sam­keppn­is­að­il­inn. Þeir ákváðu ein­fald­lega sín á milli hvað þeim þætti ásætt­an­legt verð til neyt­enda.

Auglýsing

Af hverju er ég að rifja þetta mál upp? Mis­notkun Mjólk­ur­sam­söl­unnar á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni (les­ist ein­ok­un­ar­að­stöðu) er auð­vitað mál sam­keppn­is­mál­anna þessa dag­ana. En mér finnst mik­il­vægt að olíu­sam­ráðs­málið gleym­ist ekki. Það, rétt eins og önnur sam­keppn­islaga­brot, sýnir hversu mik­il­vægt það er að stjórn­völd geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja frelsi á mörk­uð­um. Það er þeirra að búa þannig um hnút­ana að ný fyr­ir­tæki eigi auð­velt með að ná fót­festu og að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti brugð­ist hratt og vel við brotum og stöðvað þau í fæð­ingu. Það sem stjórn­völd eiga EKKI að gera er að tryggja einu fyr­ir­tæki í mjólkur­iðn­aði, Mjólk­ur­sam­söl­unni, ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði. Þá er með öllu ólíð­andi að fyr­ir­tæki sem hefur allt að því ein­ok­un­ar­stöðu  í krafti umdeildra laga og toll­verndar skuli í ofaná­lag brjóta lög til að losa sig við örfáa, litla inn­lenda kepp­inauta. Útistand­andi mál Mjólku verða von­andi leidd til lykta fljót­lega og fróð­legt verður að fylgj­ast með skaða­bóta­máli fyrr­ver­andi eig­anda Mjólku gegn MS. Inn­koma Mjólku hafði góð áhrif á mark­að­inn og það sama gildir um Örnu sem bauð nýj­ung fyrir íslenska neyt­end­ur; laktósa­fríar mjólk­ur­vör­ur. En vart var laktósa­fría mjólkin komin í versl­anir þegar MS var allt í einu líka farin að fram­leiða laktósa­fría mjólk. Ekk­ert ólög­legt á ferð en lúa­legt athæfi hjá fyr­ir­tæki sem nýtur yfir­burð­ar­stöðu í boði stjórn­valda. Kannski væri þessi yfir­burða­staða og und­an­þágan frá sam­keppn­is­lögum ekki svo umdeild ef fyr­ir­tækið hefði haldið sig innan ramma sam­keppn­islaga að öðru leyti og sýnt sann­girni gagn­vart þeim fyr­ir­tækjum sem hafa reynt að fóta sig í þessu erf­iða umhverfi. En það hefur MS ekki gert. 

Nú er mál að linni. Nóg er um sam­keppn­islaga­brot og mark­aðs­bresti hér á landi þótt slíkt sé ekki látið við­gang­ast í boði stjórn­valda. Rjúfa þarf ein­okun í mjólkur­iðn­aði enda morg­un­ljóst að núver­andi staða er óvið­un­andi. Ég treysti því að meiri­hlut­inn á Alþingi þvælist ekki fyrir slíkum breyt­ingum þegar þing kemur saman í ágúst.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None