Samfélag fyrir suma?

Bjarni Jónsson
Auglýsing

Af hverju eru messur hluti opin­berra við­burða? Eru þær þá aðeins fyrir kristið fólk? En hvað með hina sem ekki trúa eða eru ann­arrar trú­ar? Er sá hópur ekki hluti af sama sam­fé­lagi? Er sam­fé­lagið fyrir alla eða bara suma?

Inn­setn­ing for­seta í emb­ætti

Þessar spurn­ingar og reyndar fleiri hafa leitað á huga minn und­an­farið þegar ég fór að velta fyrir mér hvernig inn­setn­ingu for­seta allra Íslend­inga er hátt­að. Ég leit­aði að lögum og reglu­gerðum um hvernig á að setja nýjan for­seta í emb­ætti.

Árang­ur­inn var eng­inn – ekk­ert fannst.

Ég sendi for­sæt­is­ráðu­neyt­inu erindi og óskaði eftir því að fá í hendur dag­skrá við inn­setn­ingu for­seta og hvaða lög eða reglur gilda um hana. Nú rúmri viku síðar hefur ekk­ert svar borist þrátt fyrir að hafa sent ítrek­un. Ég sendi einnig skrif­stofu for­seta Íslands og skrif­stofu Alþingis sömu fyr­ir­spurn og var búinn að fá svar frá þeim innan við tveimur klukku­tímum eftir að ég sendi fyr­ir­spurn­ina. Takk fyrir það. Svörin voru reyndar sam­hljóða: 1. Nei, það eru engin lög eða reglur um þessa við­burði, heldur langar hefð­ir. 2. Skipu­lagn­ing og inni­hald eru á ábyrgð for­sæt­is­ráðu­neyt­is. Til upp­lýs­ingar þá fer inn­setn­ing for­seta í emb­ætti þannig fram að byrjað er með messu í Dóm­kirkj­unni.

Auglýsing

Setn­ing Alþingis

Setn­ing Alþingis allra Íslend­inga hefst á messu. Það eru engin lög eða reglur sem segja að þing eigi að hefj­ast á messu heldur er það tæp­lega tvö hund­ruð ára gömul hefð frá miðri 19. öld sem höfð er til leið­sagn­ar. Sið­mennt sendi for­sætis­nefnd þings­ins erindi fyrir nokkru þar sem óskað er eftir því að messu sé sleppt enda sam­rým­ist það ekki ver­ald­legu þing­haldi að hefja störf á messu. Því var hafn­að. Sumar hefðir eru góð­ar, aðrar slæm­ar. Eins og allir vita er auð­velt að breyta hefð­u­m. 

17. júní

Enn eitt dæmið voru hátíð­ar­höldin á sjálfum þjóð­há­tíð­ar­degi allra Íslend­inga. Í dag­skrá hátíð­ar­innar kemur fram að hún hefj­ist á klukkna­hljómi kirkna og síðan messu. Síðar um dag­inn var „Þjóð­há­tíð­ar­bæna­hald“ krist­inna trú­fé­laga.

Úti­lok­andi sam­fé­lag?

Hvers konar sam­fé­lag er það sem heldur við­burði sem ætl­aðar eru öllum þegnum þess en þar sem hluti þeirra eru trú­ar­legar athafn­ir? Er ekki eitt­hvað bogið við að ekki sé gert ráð fyrir að allir þegnar sam­fé­lags­ins taki þátt í athöfnum sem eiga að þjappa okkur saman til að auka sam­heldni?

Nú vakna nokkrar spurn­ingar eins og: Er hér trú­ræði eða trú­frelsi? Ef svarið er það fyrra – trú­ræði – þá skil ég ósköp vel að slíkir við­burðir hefj­ist með bæna­haldi. Ef svarið er – trú­frelsi – þá virð­ist hér ríkja sam­fé­laga fyrir suma – aðeins fyrir þá kristnu. Sam­fé­lag sem úti­lokar hluta, og reyndar meiri­hluta þegna sinna.

Rökin fyrir úti­lok­andi sam­fé­lagi

Því er haldið fram að yfir 70% Íslend­inga séu skráðir í Þjóð­kirkj­una og þjóðin því kristin og á þeirri for­sendu sé rétt­læt­an­legt að byrja slíka við­burði á messu. Einnig er þeim rökum beitt að í stjórn­ar­skrá er eitt trú­fé­lag sett stalli hærra en önnur lífs­skoð­un­ar­fé­lög, trú­ar­leg eða ver­ald­leg og því allt í lagi að mis­muna.

Stað­reynd­irnar

Það er rétt að 70% Íslend­inga eru skráðir í kirkj­una og stjórn­ar­skráin er eins og hún er. Frá því að haf­ist var handa við að kanna afstöðu Íslend­inga til stöðu kirkj­unnar frá árinu 1994 hefur meiri­hluti Íslend­inga stutt aðskilnað ríkis og kirkju án þess að þing­menn hafi haft dug til þess að fylgja því eft­ir. Reyndar hefur þessi meiri­hluti farið stækk­andi: Hann var um 60% í upp­hafi mæl­inga en hefur verið yfir 70% frá árinu 2009.

Í könnun Sið­menntar sem fyr­ir­tækið Mask­ína fram­kvæmdi í vetur kemur fram að 72% Íslend­inga vilja skilja að ríki og kirkju. Aðeins 25% svar­enda telja sig eiga mjög mikla eða mikla sam­leið með þjóð­kirkj­unni en um 47% telja sig eiga litla eða enga sam­leið með henni.

Sú stað­hæf­ing að íslenska þjóðin sé kristin er ekki í sam­ræmi við afstöðu meiri­hluta Íslend­inga, miðað við nið­ur­stöður könn­un­ar­inn­ar. Sam­kvæmt henni segj­ast 46% Íslend­inga vera trú­uð, sem er lægsta gildi sem sést hefur í könn­un­um. Tæp 30% segj­ast ekki trúuð og 23,7% segj­ast ekki geta sagt til um hvort þau séu trúuð eða ekki. Þó 46% Íslend­inga seg­ist trú­aðir eru ekki nema 36% sem trúa helstu kenn­ingum kirkj­unnar um guð, eilíft líf og upp­ris­una. Yngsti ald­urs­hóp­ur­inn sker sig úr en 80,5% telja enga vissu fyrir guði, eru trú­laus eða trúa alls ekki.

Það ber einnig að hafa í huga að þar til árið 2013 hafa hvít­voð­ungar verið sjálf­krafa skráðir í trú­fé­lag móð­ur. Síðan þá þurfa bæði for­eldri að vera í sama trú­fé­lagi til að nýfædda barnið renni sjálf­krafa á skrá trú­fé­lags for­eldr­anna. Þessi háttur er helsta ástæða þess að 70% eru enn skráðir í þá kirkju sem stór hluti þjóð­ar­innar telur sig eiga tak­mark­aða sam­leið með.

Sam­fé­lag fyrir alla

Ég tel að þessu verði að breyta. Það er margt sem sundrar fólki í fylk­ingar og því sér­stakt að ríkið og aðrir opin­berir aðilar virð­ast vera í far­ar­broddi að skapa úti­lok­andi sam­fé­lag. Sam­fé­lag sem úti­lokar hluta og jafn­vel stóran hluta þjóð­ar­innar við við­burði sem sam­fé­lagið stendur að. Við þurfum sam­fé­lag sem allir geti fund­ist þeir vera hluti af. 

Þess vegna heitir það SAM-­FÉ­LAG.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None