50 prósent hærra verð fyrir enska boltann þrátt fyrir skerta þjónustu

fótbolti
Auglýsing

Enski bolt­inn er á meðal vin­sæl­ustu dægra­stytt­ingum Íslend­inga. Und­an­farin ár hafa íþrótta­stöðvar Stöðvar 2 getað sýnt frá 380 leikjum á ári og við­skipta­vinir getað valið leiki síns liðs síð­degis á laug­ar­dög­um, þegar flestir leikir fara fram. Í nýjum samn­ingi 365, sem á Stöð 2, um að sýna frá enska bolt­anum á rásum sínum kemur fram hins vegar fram að þeim leikjum sem 365 fái að sýna frá beint fækki í 200, eða um tæpan helm­ing. Þetta þýðir meðal ann­ars að ein­ungis einn leik­ur, val­inn af starfs­mönnum 365, verður sýndur beint síð­degis á laug­ar­dög­um.

Ekki er að sjá að þessi skerta þjón­usta end­ur­speglist í því verði sem við­skipta­vinir 365 þurfa að greiða fyrir aðgengi að enska bolt­an­um. Skömmu eftir að samn­ing­ur­inn um rétt­inn til að sýna frá enska bolt­anum var und­ir­rit­að­ur, og þegar fyrir lá að þeim leikjum sem sýndir yrðu myndi fækka umtals­vert, réðst 365 í breyt­ingar á áskrift­ar­leið­um. Áður gátu við­skipta­vinir valið um að kaupa áskrift að Stöð 2 Sport, sem sýndi frá ýmis konar íþrótt­um, og Stöð 2 Sport2, sem sýndi frá enska bolt­an­um. Áskrift af þeirri fyrr­nefndu kost­aði fyrir ári síðan 9.490 krónur og aðgangur að enska bolt­anum kost­aði 9.990 krón­ur. Hægt var að kaupa þær saman í Sport­pakka á 13.990. Þessir pakkar hækk­uðu síðan um 500-1000 krónur haustið 2015.

Þann 1. febr­úar 2016, þremur mán­uðum eftir að skrifað var undir nýjan samn­ing um sýn­ingar á enska bolt­an­um, var enn til­kynnt um breyt­ingu á áskrift­ar­leið­um. Þá voru allir sem greiddu af annarri hvorri stöð­inni settir í einn nýjan Sport­pakka sem kost­aði 14.990 krónur á mán­uði. Með þeirri aðgerð hækk­aði 365 áskrift­ar­verð þeirra sem greiddu áður ein­vörð­ungu fyrir Stöð 2 Sport, eða ein­vörð­ungu fyrir Stöð 2 Sport2, um 43 pró­sent. Ef miðað er við verðið sem þurfti að greiða fyrir enska bolt­ann einan og sér sum­arið 2015 þá hefur það hækkað um 50 pró­sent, þrátt fyrir veru­lega skerta þjón­ustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None