Af hverju eru svissnesk greiðslukort straujuð svona mikið á Íslandi?

VISA Borgun
Auglýsing

Rann­sókn­ar­setur versl­un­ar­innar greindi frá því í síð­ustu viku að erlend greiðslu­korta­velta hér­lendis hefði aldrei verið hærri en í nýliðnum júní­mán­uði. Þá voru erlend greiðslu­kort straujuð fyrir 26 millj­arða króna. Í frétt set­urs­ins var einnig greint frá því að mestum pen­ingum var að jafn­aði eytt á greiðslu­kortum sem útgefin eru í Sviss. Alls var með­al­eyðsla á slíkt kort 245 þús­und krón­ur. Það þýðir að 63 pró­sent meira var tekið út af hverju sviss­nesku greiðslu­korti hér­lendis í júní en t.d. hverju banda­rísku korti sem notað var á Íslandi í sama mán­uði. Í raun kemst ekk­ert þjóð­erni nálægt Sviss þegar kemur að með­al­eyðslu á greiðslu­kort hér­lend­is. Landið er það eina sem Rann­sókn­ar­setur versl­un­ar­innar greinir sem er með með­al­eyðslu yfir 200 þús­und krónur á hvert greiðslu­kort í júní.

Nú liggur fyrir að Sviss er ríkt land og að íbúar þess hafi umtals­verðan kaup­mátt. Því er í sjálfu sér ekki óeðli­legt að þeir eyði meira en íbúar ann­arra landa þegar þeir ferð­ast. En önnur skýr­ing gæti líka verið á þess­ari miklu eyðslu á sviss­nesk greiðslu­kort. Að þau séu í eigu Íslend­inga sem starfa, búa og lifa á Íslandi, en kjósa að geyma pen­ing­anna sína ann­ars­stað­ar. Kast­ljós og Reykja­vík Media greindu til að mynda frá því að nokkrir stjórn­mála­menn væru í einka­banka­þjón­ustu hjá sviss­neska bank­anum Julius Baer og fyrir liggur að þar starf­aði íslenskur starfs­maður um nokk­urt skeið. Þá liggur fyrir að efn­aðir Íslend­ing­ar, sem stundum þurfa að dvelja á Íslandi, hafa sest að í Sviss. Landið er þekkt fyrir mikla banka­leynd og því verið eft­ir­sókna­verður staður fyrir pen­inga þeirra sem vilja alls ekki að aðrir viti um þá.  

Yfir­völd hér­lendis hafa áður ráð­ist í umfangs­miklar rann­sókn­ar, og í ein­hverjum til­fellum sak­sókn­ir, vegna gruns um skatt­svik í tengslum við notkun Íslend­inga á erlendum greiðslu­kort­um. Það var gert á árinu 2009 vegna korta sem útgefin voru í Lúx­em­borg. Hin meintu brot fólust í því að þær tekjur sem not­aðar voru til að greiða af kort­unum voru ekki taldar fram hér­lend­is.

Auglýsing
Kannski er kom­inn tími til að rík­is­skatt­stjóri fari að kanna hvort mögu­lega séu ein­hverjar eignir íslenskra aðila í Sviss sem ekki sé greint frá á skatt­fram­töl­um, en not­aðar eru til að greiða fyrir vöru og þjón­ustu sem keypt er á Íslandi, af Íslend­ingum sem hér búa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None