Það eru til margar birtingarmyndir
lýðræðis en líklega er algengasta skilgreiningin út frá
stjórnmálalegu sjónarmiðum þar sem einstaklingar fá að taka
ákvarðanir um eigin hagsmuni.
Á Íslandi er fulltrúalýðræði þar sem við, sem kjósendur, veljum okkur flokk, og þar með einstaklinga til að tala okkar máli, verja okkar hag. Við viljum að sá flokkur og þeir einstaklingar sem við veljum séu framlengingar á vilja, hugmyndum og skoðunum okkar. Vitandi samt innst inni að það er eiginlega aldrei svoleiðis.
Síðan er það lýðræðið sem birtist oftast í kringum börn. Það er lýðræði sem ég kýs að kalla hentugleika lýðræði.
„Já núna megið þið börnin góð ákveða hvað er í matinn.“
„Súkkulaðikaka mamma, við viljum súkkulaðiköku.“
„Já mamma, við systkinin kjósum súkkulaðiköku.“
„Ég held að það henti ekki núna... við skulum frekar hafa pasta... er það ekki miklu betra?“
Það er svo sem ekkert merkilegt við
þessa tegund af lýðræði... ef lýðræði er hægt að kalla.
Þetta birtist í einu eða öðru formi í grunnskólum, leikskólum
og heimilum þar sem börn vilja ráða ferðinni og forráðamenn
eða kennara vilja leyfa það en hætta svo við þegar
niðurstöðurnar eru komnar.
Það sem er merkileg við þessa
tegund af lýðræði... ef lýðræði er hægt að kalla, er að
það birtist ekki bara hjá börnum, þetta er það lýðræði sem
við, íslenskir þegnar, upplifa hjá Framsóknarflokknum og
Sjálfstæðisflokknum. Þar sem rödd fólksins skiptir máli...
þangað til hún hentar ekki skoðunum þeirra. Þar sem vilji
fólksins skiptir máli... nema þegar þeir eru ósammála.
Hvernig getum við leyft okkur að kjósa flokka sem afneita því sem við skilgreinum sem grundvallarréttindum í íslensku samfélagi? Afneita rétti þegna sinna þegar kröfur eru um eitthvað.
Það eru háværar raddir í
samfélaginu um breytingar sem aldrei koma, nú síðast hávært
kall þar sem 75% Íslendinga vilja setja heilbrigðiskerfið í
forgang og samt gera fjárlög ekki ráð fyrir því. Fólk var
kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu til að vinna að nýrri
stjórnarskrá, kosið var um atriði tengdum stjórnarskránni.
Til hvers?
Nú, svo við héldum að við hefðum lýðræði í landinu þegar raunin er að við höfum ekkert um málið að segja, þegar það hentar þeim ekki. Svo kannski þá ætti maður að hugsa málið betur þegar kemur að kosningum í haust... ef þær þá verða því kannski hentar það þeim ekki þessa stundina. Kannski við ættum að reyna að muna að það er lýðræði... og svo er það hentuleika lýðræði.
Ég veit ekki um ykkur, en ég er orðinn þreyttur á því að yfirvaldið komi fram við mig eins og ég sé krakki sem viti ekki betur.
Höfundur er mannfræðingur, menntunarfræðingur og Pírati.