Við hvern er Sigmundur Davíð að berjast?

26014604650_62815161ed_k.jpg
Auglýsing

Það verður erf­ið­ara og erf­ið­ara að ráða í ástandið á stjórn­ar­heim­il­inu. Eftir for­dæma­laust upp­þot í apr­íl, sem leiddi til afsagnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar sem for­sæt­is­ráð­herra, náðu Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son að rétta fleyið af, meðal ann­ars með því að lofa haust­kosn­ing­um, þótt stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mælist enn ein­ungis 33,9 pró­sent.

Þeir hafa síðan báðir ítrekað það margoft opin­ber­lega að kosið verði í haust og flokkar þeirra eru á fullu við að  und­ir­búa slíkt. Það hafa aðrir stjórn­mála­flokkar einnig verið að gera og sum próf­kjör meira að segja afstað­in.

Í gær snéri Sig­mundur Davíð hins vegar aftur og boð­aði í bréfi til félags­manna að hann myndi á næst­unni hefja fulla þátt­töku í stjórn­mál­um, mærði eigin verk og sagði árangur Íslands vera vegna „rót­tækrar skyn­sem­is­hyggju“ hans. Í bréf­inu sagði hann enga ástæðu til að kjósa í haust og að raun­veru­leg hætta væri á því að árangrinum yrði kastað á glæ. „Aðrir munu ekki klára vinnu okkar í verð­trygg­ing­ar­mál­inu, þeir munu ekki koma á heil­brigðu fjár­mála­kerfi eins og nú er loks tæki­færi til og þeir munu ekki gera það sem þarf til að efla byggð á land­inu öllu. Tím­inn til að standa við lof­orðin sem við höfum gefið er því nún­a,“ sagði Sig­mundur Dav­íð, og bætti við á öðrum stað: „að und­an­förnu höfum við til dæmis kynnst því að það er ekki auð­velt að berj­ast fyrir almanna­hags­munum þegar menn mæta eins áhrifa­miklum and­stæð­ingum og þeim sem við höfum verið að takast á við.“Ekki er sagt hverjir þessir áhrifa­miklu and­stæð­ingar eru. Og heilt yfir er dá­lítið erfitt að átta sig á því við hverja Sig­mundur Davíð er að berj­ast í þessum mál­um. Varð­andi afnám verð­trygg­ing­ar, sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lof­aði í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, þá er sá flokkur sem er mest á móti þeirri hug­mynd sam­starfs­flokkur hans í rík­is­stjórn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Sá stjórn­mála­maður sem hefur talað hæst gegn hug­myndum Fram­sókn­ar­flokks­ins um sam­fé­lags­banka er Bjarni Bene­dikts­son og alls óljóst er hvað Sig­mundur Davíð á við þegar hann talar um að efla byggð í land­inu.

Auglýsing

Það verður því varla rök­semd­ar­færslan sem styðj­ast á við til að fresta kosn­ingum að ekki hafi tek­ist að sann­færa Sjál­stæð­is­flokk­inn, sam­starfs­flokk­inn í rík­is­stjórn, um að skipta um skoðun í ofan­greindum mál­um?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None