George Soros..
George Soros..
Auglýsing

Við­tal við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Útvarpi Sögu á mið­viku­dag hefur vakið verð­skuld­aða athygli. Þar ræddi hann það sem þátt­ar­stjórn­endur köll­uðu „árás­ina“ á for­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi fyrir fjórum mán­uð­um, þegar skjöl sem lekið hafði verið frá panam­sku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca sýndu tengsl Sig­mundar Dav­íðs við félagið Wintr­is. Það er skráð til heim­ilis í skatta­skjól­inu Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, á yfir millj­arð króna í eignum og er auk þess kröfu­hafi í bú föllnu íslensku bank­anna.

Sig­mundur Davíð sagði að ansi margir hafi staðið á bak­við „árás­ina“. „Þá er þetta lið til í að taka þátt í því sem sá þarna tæki­færi til að höggva að mann­inum sem var að berj­ast gegn verð­trygg­ing­unni eða mann­inum sem vildi hrista upp í fjár­mála­kerf­inu eða mann­inum sem var búinn að ná öllum bönk­unum nema Arion-­banka til rík­is­ins og ætl­aði að end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerf­ið. Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tæki­færi til að losna við mig,“ sagði Sig­mundur Dav­íð.

Helsta ástæð­an, að hans mati, fyrir að taka hann niður hafi þó verið „hafta­stríðið þar sem verið var að fást við mjög öfl­uga and­stæð­inga sem höfðu bein­línis sagt mér að ég myndi hafa verra af ef ég myndi klára svona.“

Auglýsing

Sig­mundur Davíð sagð­ist hafa nokkuð góða hug­mynd um hverjir stæðu að baki „árásinni“ sem hafði verið „und­ir­búin í sjö mán­uði, í nokkrum löndum og beitt þessum gögn­um, sem að [Ge­or­ge] Soros vog­un­ar­sjóð­s­kóngur hafði keypt og greini­lega gat notað að vild.“ Hann styrkti þessa sam­sær­is­kenn­ing­una sína, að eigin mati, með því að benda á að nán­ast engir Banda­ríkja­menn né vog­un­ar­sjóðs­stjórar væru í skjöl­un­um. 

Sig­mundur Davíð er þar vænt­an­lega að vísa í að George Soros hefur gefið fé til að styrkja starf­semi ICIJ, alþjóða­sam­taka rann­sókn­ar­blaða­manna sem unnu að birt­ingu Pana­ma-skjal­anna. Sú pen­inga­gjöf Open Soci­ety Founda­tions - sjóðs sem Soros stofn­aði og stýrir - hefur raunar aldrei verið neitt leynd­ar­mál og er hennar m.a. getið á heima­síðu ICI­J. 

En sam­sær­is­kenn­ing Sig­mundar Dav­íðs er heldur ekki ný af nál­inni. Í byrjun apr­íl, þegar fyrsti skammtur af fréttum úr Pana­ma-skjöl­unum fór að birtast, héldu margir mis­áreið­an­legir aðilar henni stíft fram, m.a. ­sam­sær­is­kenn­inga-­sér­fræð­ing­ur­inn Alex Jones. Á meðal ann­arra sam­sær­is­kenn­inga hans er sú að lög­leið­ing hjóna­banda sam­kyn­hneigðra sé runnin undan rifjum alþjóða­sinna sem vilji eyða hinu hefð­bundna fjöl­skyldu­formi og að banda­ríski flug­her­inn stýri veðr­inu. Jones taldi birt­ingu skjal­ana þó ekki vera árás á Sig­mund Davíð heldur Vla­dimir Pútín, for­seta Rúss­lands.

Sam­sær­is­kenn­ingin hélt þó ekki lengi vatni.

Það er nefni­lega að minnsta kosti einn vog­un­ar­sjóð­stjóri og spá­kaup­maður með banda­rískan rík­is­borg­ara­rétt í skjöl­un­um. Sá heitir George Soros. Pana­ma-skjölin sýndu að hann felur fé og fjár­magnar verk­efni úr fjölda aflands­fé­laga sem eiga heim­il­is­festi á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, á Bermúda og í Panama. Þessar opin­ber­anir komu Soros því ekk­ert sér­stak­lega vel og varla verður hann ásak­aður um að hafa hannað árás á sig sjálfan?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None