Leysum nýsköpun úr læðingi

Júlíus Birgir Kristinsson
Auglýsing

Nýsköpun er víða stunduð og með marg­breyti­legum hætti, s.s í sprota­fyr­ir­tækjum en einnig með breyttum og bættum aðferðum í hefð­bundnum fyr­ir­tækjum og meðal hinna skap­andi greina. Til að auð­velda hag­nýt­ingu þeirrar nýsköp­unar sem sprettur af sköp­un­ar­krafti þekk­ingar í vís­inda- og tækni­greinum með stofnun og upp­bygg­ingu sprota­fyr­ir­tækja má ýmsu breyta hags­bóta fyrir þjóð­fé­lagið allt.  Núver­andi starfs­um­hverfi fyrir sprota­fyr­ir­tæki er enn sem fyrr ófull­nægj­andi og nýsköp­un­ar­gjáin óbrú­uð.  Breyttan hugs­ana­hátt og ný úrræði þarf til við­bótar þeim sem nú eru til staðar til að leysa nýsköp­un­ina úr læð­ingi.

Hvað eru sprota­fyr­ir­tæki?

Flest sprota­fyr­ir­tæki byrja með við­skipta­hug­mynd sem byggir á ein­hvers konar nýrri tækni eða nýrri aðferða­fræði úr heimi vís­inda og tækn­i.  Þau hafa á að skipa stofn­end­um, frum­kvöðlum og öðrum braut­ryðj­endum (s.s. fyrstu starfs­mönnum og öðrum aðstand­end­um) en eru að öðru leyti með tvær hendur tómar í upp­hafi.  Þessi fyr­ir­tæki eiga það sam­eig­in­legt að þurfa að verja mörgum árum í rann­sóknir og þróun áður en fram­leiðsla og sala afurða hefst. Þar á eftir þurfa þau að hasla sér völl á  mark­aði, sem í flestum til­fellum er alþjóð­legur og krefst þess að fyr­ir­tækið sé í fremstu röð á heims­vísu til þess að stand­ast sam­keppn­ina.  Þessi veg­ferð fram að arð­bærum rekstri er oft 10 – 15 ára eyði­merk­ur­ganga og almennt nefnd nýsköp­un­ar­gjá­in. Kostn­aður við að þvera nýsköp­un­ar­gjána nemur gjarna hund­ruðum millj­óna króna eða millj­örð­um.  

Eitt af hverjum tíu sprota­fyr­ir­tækjum heppnast 

Auglýsing

Reynslan sýnir að sprota­fyr­ir­tæki eru áhættu­söm.  Ein­ungis um eitt af hverjum tíu þeirra heppnast, en þau fáu sem tekst ætl­un­ar­verk sitt, færa mikil verð­mæti í formi nýrra og betri lausna og atvinnu­hátta, skapa ný og betri störf og aukna þekk­ingu fyrir sam­fé­lag­ið.    Þau eru lík­legri en önnur fyr­ir­tæki til að skapa nýja atvinnu­vegi og umbylta lífi fólks.  Fyr­ir­tæki á borð við General Elect­ric, Ford, App­le, Goog­le, Mar­el, CCP og Stofn­fisk voru eitt sinn sprota­fyr­ir­tæki.  Það er þekkt alþjóð­legt fyr­ir­bæri að áhættan sem fylgir sprota­fyr­ir­tækj­unum letur aðkomu fjár­festa og fjár­magn frá opin­berum aðilum dugar hvergi nærri til að koma sprota­fyr­ir­tækj­unum yfir nýsköp­un­ar­gjána. Mik­il  þekk­ing vís­inda­manna ver­ald­ar­inn­ar, sem birt hefur verið og er öllum aðgengi­leg, er því ekki hag­nýtt.  Þess­ari þekk­ingu má líkja við van­nýtt fiski­mið sem til­tölu­lega fáir gera út á.  Í þessu fel­ast tæki­færi fyrir þá sem kunna að gera út á þessi mið.

Íslend­ingar hafa hæfi­leika til nýsköp­unar

Ég trúi því að Íslend­ingar hafi góða hæfi­leika til nýsköp­unar og geti, með menntun og skipu­lögðum vinnu­brögð­um, orðið mik­il­virkir „út­gerð­ar­menn” á mið vís­inda- og tækni­þekk­ing­ar, rétt eins og þeir eru góðir í útgerð á hefð­bundin fiski­mið.

Í þessu sam­bandi má benda á athygl­is­verðan árangur í upp­bygg­ingu þeirra  sprota­fyr­ir­tækja á Íslandi sem hafa kom­ist yfir nýsköp­un­ar­gjána sem greint var frá nýlega í rann­sókn Startup Europe Partners­hip Mon­itor. Flest þeirra fjölda mörgu sprota­fyr­ir­tækja sem verða til á hverju ári, ekki síst fyrir hvatn­ingu opin­berra aðila, kom­ast þó ekki í þennan hóp í núver­andi við­skiptaum­hverfi, vegna ann­marka þess, og eru í því raun „fall­byssu­fóð­ur“ nýsköp­un­ar­inn­ar.  For­senda fyrir hag­kvæmum umbótum og bættu starfs­um­hverfi er grein­ing á nýsköp­un­ar­ferl­inu, þ.e. hvernig þekk­ingu úr vís­inda- og tækni­geir­anum er umbreytt yfir í arð­bært sprota­fyr­ir­tæki.

Skoð­anir mínar á vanda og hug­myndir að lausnum fyrir sprota­fyr­ir­tæki  byggi ég á eigin reynslu  í vís­indum og af upp­bygg­ingu sprota­fyr­ir­tækja und­an­farin 30 ár.  Um miðjan níundar ára­tug­inn upp­lifði ég mikið bil milli vís­inda­manna og aðila í rekstri einka­fyr­ir­tækja. Ég var nýút­skrif­aður vís­inda­maður með   áhuga á hag­nýtum rann­sóknum  til að efla atvinnu­líf­ið. Ég varð lítið var við umfjöllun um hvernig ætti að koma rann­sókna­nið­ur­stöð­unum til nota hjá fyr­ir­tækjum lands­ins.  Stjórn­endur fyr­ir­tækja höfðu almennt van­trú á að fjár­munum þeirra væri vel varið með ráðn­ingu vís­inda­manna til að stunda rann­sóknir og þróun innan þeirra raða.  Bilið milli vís­inda­manna og atvinnu­rek­enda hefur minnkað á und­an­förnum árum en er enn víða til stað­ar.  Haf­andi verið bæði sér­fræð­ingur og stjórn­andi atvinnu­rekstrar skil ég sjón­ar­mið beggja en sé um leið mikil tæki­færi glat­ast vegna bils­ins.  Hvað getum við gert til að brúa þetta bil?

Teng­ing opin­bera R&Þ geirans við fyr­ir­tæki er of lítil

Við­horf gagn­vart nýsköpun á Íslandi hefur batnað mjög á und­an­förnum árum, ekki síst meðal opin­berra aðila.  Flestir stjórn­mála­flokkar hafa nýsköpun á mála­skrá sinni, Vís­inda- og tækni­ráði hefur verið komið á lagg­irn­ar, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands sett á stofn, Tækni­þró­un­ar­sjóður efldur og sett upp kerfi um skattaí­vilnun vegna nýsköp­un­ar, svo nokkuð sé nefnt.

Fyrir nokkrum árum var gerð úttekt á því hve miklu fé er varið til rann­sókna og þró­unar á Ísland­i.  Skýrslan leiddi í ljós að tals­verðum fjár­munum er varið af hinu opin­bera og af einka­að­ilum til slíkrar starf­semi en að teng­ing á milli opin­berra aðila og einka­að­ila er lít­il.

Nýlega kom út Hug­verka­stefna fyrir Ísland, sem mótuð var í sam­starfi opin­berra aðila og einka­geirans. Gagn­legar upp­lýs­ingar koma fram í Hug­verka­stefn­unni og það er afar jákvætt og hvetj­andi að sjá að fag­leg grein­ing og aðferða­fræði skuli notuð til fram­þró­unar á mik­il­vægum mál­efnum sem þessu. Í kafla um aðgerðir í Hug­verka­stefn­unni (Verk­efni framund­an) segir orð­rétt „Stefnt er að því að á Íslandi sé starf­rækt ein öflug tækni- og þekk­ing­ar­yf­ir­færslu­skrif­stofa. Slík skrif­stofa geti aðstoðað alla háskóla og rann­sókn­ar­stofn­anir við að yfir­færa þekk­ingu sem orðið hefur til og gera úr henni verð­mæti“. Þarna kemur hins vegar ekki fram hvert á að yfir­færa þekk­ing­una en síðar í text­anum koma fram áform um að setja á stofn nefnd til að finna út úr því hvert á að yfir­færa hana.  Sé hug­myndin sú að yfir­færa þekk­ingu til fyr­ir­tækja verður yfir­færslan að vera á for­sendum mark­aðs­lausna og fyr­ir­tækja­rekstrar en ekki með lausnum opin­berra stofn­ana.

Aðgerðir til efl­ingar nýsköp­unar eru enn sem komið er, að veru­legu leyti stofn­ana­lægar og skortir sam­spil við fyr­ir­tækin í land­inu.  Mynd­birt­ing þessa kemur m.a. fram í því að ein­ungis fjórir af 39 aðal- og vara­mönnum í Vís­inda- og tækni­ráði koma frá einka­fyr­ir­tækjum og þar af er ein­ungis einn sem hefur átt allt sitt undir í sprota­fyr­ir­tæki (þótt sumir starfs­menn opin­berra stofn­ana hafi tengst sprota­fyr­ir­tækj­u­m).  Þeir sem hafa þurft að fara yfir nýsköp­un­ar­gjána og lagt allt sitt undir í sprota­fyr­ir­tæki þekkja best hvað þarf til að kom­ast alla leið.  Þeir vita að þótt stuðn­ingur frá stofn­unum geti komið sér vel þá verður sprota­fyr­ir­tækjum ekki komið á fót með stofn­ana­lausnum, heldur er  það fyrst og fremst alhliða hæfi­leiki teym­is­ins í sprota­fyr­ir­tæk­inu og fjár­magn til að gera það sem þarf sem ræður úrslitum um árangur þess. 

Flösku­háls­inn í nýsköp­un­ar­um­hverf­inu

Frá mínum sjón­ar­hóli snýst nýsköpun í atvinnu­líf­inu um að koma þekk­ingu í notkun hjá fyr­ir­tækjum til að fram­leiða og selja nýjar vörur og þjón­ust­u.  Jákvætt við­horf opin­berra aðila til nýsköp­unar er mik­il­vægt en nægir ekki eitt og sér ef skortir tengsl við þann við­skipta­lega fókus sem fyr­ir­tækin þurfa að hafa og skiln­ing allra aðila á því í hverju hags­munir þeirra fel­ast.

Það má líkja aðilum í nýsköp­un­ar­geir­anum við fót­boltalið sem í eru leik­menn á borð við sprota­fyr­ir­tæki, frum­kvöðla, starfs­menn fyr­ir­tækj­anna, fjár­festa, og full­trúa vís­inda- og rann­sókna­stofn­ana, atvinnu­vegna­ráðu­neytis og fjár­mála­ráðu­neyt­is.  Einka­að­il­arnir eru með allan hug­ann við að skora mörk og vinna leik­inn (búa til hagnað af arð­bærum rekstri) - en opin­beru aðil­arn­ir, hvað eru þeir að ger­a?  Margir þeirra eru afar jákvæð­ir, þekkja orð­færi leiks­ins vel og eru oft tækni­lega fær­ir.  Af atferli þeirra á vell­inum mætti hins vegar halda að þeir hafi ekki áttað sig á því það þurfi að skora mörk til að vinna leiki og jafn­vel að þeir viti ekki á hvaða mark á að spila.  Það er erfitt að vinna leiki með slíku lið­i.  Í þessum leik eru regl­urnar reyndar þannig að það þarf að skora mis­mun­andi mörk.  Fjár­festar og frum­kvöðlar vita vel að mörkin þeirra fel­ast í arð­greiðslum frá vel­heppn­uðu og arð­bæru fyr­ir­tæki.  Hið opin­bera virð­ist hins vegar ekki hafa sett niður fyrir sig í hverju mörkin fel­ast fyrir umbjóð­endur þeirra þ.e. skatt­greið­end­ur, sem leggja fram fjár­magn til hins opin­bera.

Ætla mætti að  að hið opin­bera  sjái ein­göngu þá  hlut­deild sem felst í hagn­aði fyr­ir­tækj­anna sem þó er jafnan ekki meira en um 5% þeirra verð­mæta sem fyr­ir­tæki skapa, en yfir­sjá­ist öll hin verð­mætin sem sprota­fyr­ir­tæki skapa, í formi nýrra og betri atvinnu­hátta fyrir þjóð­ina með betri störfum og öðrum betri kjörum fyrir hana, t.d. launa­tekj­um, skött­um, þjón­ustu­tekjum o.fl. sem nema a.m.k. 80% verð­mæt­anna.  Þetta eru stærstu og mik­il­væg­ustu hags­munir þjóð­ar­innar af nýsköp­un­inni og því þarf að   gæta þeirra betur en nú er gert.

Til að setja þetta í sam­hengi er bent á að sömu atvinnu­hættir væru til staðar og voru fyrir 100 árum ef ekki hefði komið til nýsköp­un.  Viljum við það?  Skortur á skiln­ingi for­svars­manna hins opin­bera á hags­munum skatt­greið­enda og sam­fé­lags­ins í þessu sam­hengi er einn stærsti flösku­háls­inn í nýsköp­un­ar­um­hverf­inu í dag.  Þjóðin þarfn­ast nýsköp­unar og hún er ill­mögu­leg án sam­starfs opin­berra aðila og einka­að­ila.  Nýj­ustu aðgerðir núver­andi ríksi­stjórnar til stuðn­ings við nýsköpun eru skref í rétta átt en eru mjög afmark­aðar og bera þess merki að vera frið­þæg­ing frekar en þrótt­miklar aðgerðir til að ná skil­greindum ávinn­ingi fyrir þjóð­ina sem á end­anum skila litlu sem eng­u.  Hugs­ana­hætti hins opin­bera þarf að breyta í þessu efn­i.  Allir hags­muna­að­ilar tengdir nýsköpun hafa hag af því að hið opin­bera átti sig vel á því í hverju hags­munir þjóð­ar­innar felist og starfi í sam­ræmi við það.

Nýsköp­un­ar­gjá­in  óbrúuð

Mik­il­væg­ustu tæki hins opin­bera til að styðja við nýsköpun sem byggir á vís­indum og tækni eru Tækni­þró­un­ar­sjóður og skattaí­vilnun vegan nýsköp­un­ar.  Þessi kerfi eru góð svo langt sem þau ná.  Það munar um styrki frá Tækni­þró­un­ar­sjóði og þeir gefa sprota­fyr­ir­tækjum ákveðin gæða­stimp­il.  Skattaí­vilnun er góð til að styðja við nýsköpun innan fyr­ir­tækja sem þegar eru með arð­bæran rekstur og hafa burði til að fjár­magna 80% kostn­aðar við rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starf­semi á móti þeim 20% sem skattaí­vlin­unin greið­ir.  Þessi kerfi nægja hins vegar hvergi nærri fyrir sprota­fyr­ir­tækin sem eiga fæst þau 80% fjár­magns­ins sem þarf fyrir rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starf­sem­ina á móti skattaí­viln­un­inni. Sam­an­lögð, fjár­magna fram­an­greind tæki hins opin­bera yfir­leitt innan við 15% af því sem sprota­fyr­ir­tæki þurfa, til að brúa nýsköp­un­ar­gjána og það blasir við að fjár­fram­lög frá hinu opin­bera duga ekki ein og sér. Megnið af fjár­mögnun sprota­fyr­ir­tækja þarf því að koma frá fjár­festum sem fá í núver­andi við­skiptaum­hverfi ein­ungis um 5 % ávinn­ings af þeim, ef vel tekst til.  Opin­berir aðil­ar, fyrir hönd almenn­ings, njóta hins­vegar 80 % ávinn­ings­ins og hafa því ríka hags­muni af aðkomu fjár­festa ásamt því að vera í lyk­il­stöðu til að bætta líkur á árangri. Að koma sprota­fyr­ir­tæki á fót þarfn­ast sam­starfs einka­að­ila og opin­berra aðila.  Slíkt sam­starf þarf að vera á við­skipta­legum grunni.

Fram­þróun

Sem skatt­greið­andi ætl­ast ég til að stjórn­völd nýti vel skatt­greiðslur mínar og vil fá verð­mæti fyrir það sem greitt er fyrir af hálfu hins opin­bera, í þessu til­felli nýja og betri atvinnu­hætti eða aðrar betri lausnir fyrir þjóð­ina en þær sem nú bjóð­ast. Til að sinna hags­munum þjóð­ar­innar þarf að útbúa hag­kvæmar reglur og starfs­um­hverfi fyrir fram­gang sprota­fyr­ir­tækja sem gæta með eðli­legum hætti að hags­munum allra þeirra sem leggja fram vinnu og fjár­magn til upp­bygg­ingar sprota­fyr­ir­tækja, þ.m.t. hags­munum vís­inda­manna, vís­inda- og tækni­stofn­ana, braut­ryðj­enda/frum­kvöðla sem og fjár­festa.  Til þess að fleiri sprota­fyr­ir­tæki kom­ist yfir nýsköp­un­ar­gjánna þarf hið opin­bera að setja upp við­skipta­hvata til að laða fjár­magn frá fjár­festum og fram­lag fram­an­greindra aðila að sprota­fyr­ir­tækj­u­m.  Best væri að við­skipta­hvat­arnir felist í auk­inni hlut­deild þess­ara aðila  í þeim verð­mætum sem þeir sann­an­lega búa til fyrir þjóð­ina. Slík hlut­deild verði greidd eft­irá og  í sam­ræmi við verð­mæti sem búin eru til en ekki fyr­ir­fram og í hlut­falli við kostnað R&Þ verk­efn­anna eins og núver­andi kerfi standa fyr­ir. Grein­ar­höf­undur hefur lagt fram nán­ari hug­myndir á öðrum vett­vangi um betri útfærslur á starfs­um­hverfi fyrir sporta­fyr­ir­tæki en ekki verður farið út í nán­ari lýs­ingu á þeim hér.  Þær og aðrar góðar hug­myndir í þessa veru þarf að rýna og bæta.

Grein­ar­höf­undur er einn af stofn­endum og fjár­mála­stjóri ORF Líf­tækni hf.  Hann hefur tekið þátt í starfi atvinnu­vega­nefndar Við­reisn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None