fólk mótmæli kennarar kennari
Auglýsing

Í síð­ustu viku birti Hag­stofa Íslands nýjar tölur um fjölda íbúa á Íslandi. Þar kom fram að á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2016 fluttu 40 fleiri Íslend­ingar til lands­ins en frá því. Á sama tíma­bili fluttu 2.440 fleiri erlendir rík­is­borg­arar til lands­ins en yfir­gáfu það, sem þýðir að 98,3 pró­­sent aðfluttra umfram brott­­fluttra eru útlend­ing­­ar. Íbúar lands­ins með erlent rík­is­fang hefur fjölgað um tæp­lega átta þús­und frá miðju ári 2011 þegar þeir voru 6,6 pró­sent íbúa og eru nú 28.880, eða 8,7 pró­sent íbúa.

Aðfluttir umfram brott­flutta á árinu 2015 voru 1.447 tals­ins. Erlendum rík­is­borg­urum sem búa á Íslandi fjölg­aði á sama tíma um 2.460. Hag­stofan gerir ráð fyrir að þessi þróun muni halda áfram næstu 50 árin. Þ.e. að íslenskir rík­is­borg­arar sem leiti tæki­fær­anna í öðrum löndum frekar en hér verði 850 fleiri að með­al­tali á ári en þeir sem skila sér aftur heim eftir dvöl erlend­is. Á 50 árum eru þetta um 43 þús­und manns. Til lands­ins munu hins vegar koma um 1.600 fleiri útlend­ingar á ári en flytj­ast frá því. Á 50 árum gera það um 80 þús­und manns. Verði Íslend­ingar 442 þús­und tals­ins árið 2065, líkt og spá Hag­stof­unnar gerir ráð fyr­ir, ættu erlendir rík­is­borg­arar þá að verða um 107 þús­und tals­ins, eða um fjórð­ungur þjóð­ar­inn­ar.

Ástæða þessa er aug­ljós. Á Íslandi eykst vilji á meðal íbúa til að ná sér í fjöl­breytta háskóla­menntun ár frá ári. Hlut­fall háskóla­mennt­aðra á meðal starf­andi ein­stak­linga hefur t.d. auk­ist úr 11 pró­­­sentum í tæp 34 pró­­­sent frá árinu 1991 til loka síð­­­asta árs og á hverju ári útskrif­ast á fjórða þús­und úr háskólum lands­ins. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem eru með með háskóla­menntun en eru án atvinnu auk­ist um 275 pró­sent á tíu árum og 25,2 pró­sent þeirra sem voru atvinnu­lausir á árinu 2015 voru háskóla­mennt­að­ir.

Auglýsing

Nær öll ný störf sem verða til á Íslandi eru nefni­lega lág­launa­störf innan ferða­þjón­ustu sem krefj­ast lít­illar eða engrar mennt­un­ar. Sam­fé­lagið býr því ekki til störfin sem íbúar þess vilja sinna heldur störf sem flytja þarf inn fólk til að ganga í. Engin áhersla er á að auka fram­leiðni í gegnum það að fjölga stoð­unum undir efna­hagn­um, heldur miðar rík­is­rekst­ur­inn við að þjón­usta þær frum­at­vinnu­greinar sem þar eru fyr­ir. 

Því blasir við sú mynd að annað hvort verði gripið til aðgerða til að stöðva speki­leka Íslend­inga úr landi með sam­stilltu átaki um betri tæki­færi og bætt lífs­kjör þeirra eða að sam­fé­lagið breyt­ist með þeim hætti að fjórð­ungur lands­manna verði erlendir rík­is­borg­arar innan hálfrar ald­ar, flestir í lág­launa­störf­um.

Stjórn­mála­pró­fess­or­inn Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son er einn þeirra sem hefur látið skoðun sína í ljós á þess­ari stöðu. Í júlí sagði hann í stöðu­upp­færslu á Face­book að honum fynd­ist of miklum tíma eytt til ónýtis í skól­um. Lækka ætti stúd­ents­aldur niður í 18 ár og leggja meiri áherslu á hag­nýtt nám og minni á háskóla­nám. „Okkur vantar mat­sveina, múr­ara og smiði, ekki fleiri óánægða opin­bera starfs­menn, sem hanga á Face­book í vinnu­tím­anum og dreymir um ferðir til Brüs­sel,“ sagði Hann­es. Svo virð­ist sem honum muni verða að ósk sinni á næstu ára­tugum ef fram fer sem horf­ir, þótt mat­svein­arnir og iðn­að­ar­menn­irnir verði reyndar ekki íslenskir nema að ríkið fari að beita sér sér­stak­lega fyrir því að Íslend­ingar sæki sér ekki háskóla­mennt­un. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None