Lítil sem engin verðbólga en vextir í hæstu hæðum

Auglýsing

Krónan hefur styrkst mikið gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum undanfarið ár, nema japanska jeninu. Á einu ári hefur króna styrkst um 24,47 prósent gagnvart pundinu (Pundið 157 ISK), 10,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal (Dalur 119 ISK), 10 prósent gagnvart evru (133 krónur), 14,2 prósent gagnvart norsku krónunni (Norsk króna 13,98 ISK), og svo framvegis.

Mikið innstreymi

Þetta er athyglisverð þróun, og greinilegt að mikið innstreymi gjaldeyris, ekki síst frá erlendum ferðamönnum, er að hafa áhrif á gengi krónunnar til styrkingar gagnvart erlendum myntum. Til viðbótar hafa svo komið atburðir úr í heimi, sem má segja að séu ófyrirsjáanlegir. Þar er Brexit-kosningin áhrifamest, en á einum mánuði hefur pundið hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal og evru, og pólitísk og efnahagsleg óvissa í Bretlandi hefur aukist.

Á undanförnum mánuði hefur hráolíuverð lækkað um ríflega tíu prósent, en tunnan kostaði rúmlega 40 Bandaríkjadali við lokun markað á föstudaginn eftir skarpa lækkun í vikunni. Skýrsla sem sérfræðingar Morgan Stanley birtu dregur fram fremur dökka mynd þegar kemur að olíumarkaði.

Auglýsing

Einungis fasteignaverðið

Það eina sem heldur lífi í verðbólgunni, er gríðarlega mikil og hröð hækkun fasteignaverðs. Hún mælist nú 1,1 prósent, en væri við núllið án húsnæðisliðarins.

Þó laun hafi hækkað, og séu að hækka, þá virðist það ekki vera nándar nærri  eins og áhrifamikið til hækkunar á verðbólgunni og þessir fyrrnefndu kraftar sem verka til lækkunar. Verðbólguspár Seðlabanka Íslands hafa engan veginn gengið eftir en þær gerðu ráð fyrir miklu verðbólguskoti eftir kjarasamninga með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og vandamálaum. Sumar myndirnar sem seðlabankinn dró upp og sýndi á fundum voru ansi dökkar, en blessunarlega hefur ekkert af því gengið eftir.

Vextir samt í hæstu hæðum

Þrátt fyrir að verðbólguhorfur séu betri en oftast, og fátt bendi í augnablikinu til þessa að verðbólgan sé að fara úr böndunum, þá telur peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands eðlilegt að vera með 5 prósent raunvexti. Svonefndir meginvextir eru 5,75 prósent. Oft hafa stjórnendur seðlabankans – í gegnum tíðina – talað um að þó stýrirvextir bankans séu háir í alþjóðlegum samanburði, þá verði að horfa til þess hvernig raunvaxtastigið sé.

Verðbólga og vextir.

Það verður að grípa til einhverra annarra raka núna. Rökin um að verðbólgudraugurinn sé á leiðinni, eru heldur frekar máttlítil virðast ekki eiga við, enda styrkist krónan hröðum skrefum og staða þjóðarbússins er einnig mun betri eftir 500 milljarða niðurgreiðslu ríkisskulda á fimm árum, lítið sem ekkert atvinnuleysi og ágætar horfur á flesta mælikvarða.

Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri hjá GAMMA, benti á það í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins, að Seðlabankinn væri farinn að að herða höftin, fremur að liðka þau, með því að hamla gegn langtímafjárfestingu erlendis frá. ,,Raunveruleg ástæða fyrir þessari ólánssömu vegferð bankans liggur í því að raunvextir bankans hafi farið úr böndunum. Þeir standa nú í um 5% á sama tíma og gjaldeyrir flæðir inn til landsins og bankinn einfaldlega tímir ekki að greiða sína eigin háu vexti í gegnum gjaldeyriskaup sín. Ef ráðið við því er að loka fyrir erlenda langtímafjárfestingu er óhætt að segja að peningastefnan hafi beðið skipbrot.”

Svo mörg voru þau orð. Þetta eru athyglisverð sjónarmið.

Peningastefnunefnd Seðlabankans segir í síðustu birtu fundargerð sinni, frá 15. júní, að „vísbendingar“ væru um að peningastefnan hefði skapað „verðbólguvæntingum traustari kjölfestu“ og stuðlað að því að hækkun launa hefði stuðlað að minni verðbólgu en bankinn hafði spáð fyrir um sjálfur. Það er erfitt að átta sig á því hvað nefndin á við þarna, þar sem hún eyðir töluverðu púðri að útskýra það, að verðbólgan hefði þróast með þeim hætti sem hún gerði, vegna þess að krónan hefði styrkst og þróun erlendis verið hagfelld Íslandi. Einkaneysla heldur áfram að aukast mikið og kaupmáttur sömuleiðis. Vaxtastefnan hefur ekki verið að halda niðri verðbólgunni, heldur hlutir sem koma innlendum þáttum ekki við.  

Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics, hélt fróðlegt erindi á fundi Samtaka atvinnulífsins fyrr á árinu, þar sem hann færði rök fyrir því að akademískt bakbein peningastefnu Seðlabankans – þar sem svonefnd Taylor-kenning er kjarninn í nálguninni – ætti ekki við um íslenskar aðstæður. Það væri hægt að notast við þá aðferðafræði í stærri hagkerfum, en ekki á Íslandi. Það er alltaf svolítið sláandi að heyra þessar efasemdir frá virtum fræðimönnum, enda er mikið í húfi þegar kemur að peningastefnunni og mikilvægt að sátt ríki um virkni hennar.

Úr takti við umheiminn

Nú þegar vaxtastigið á Íslandi virðist ekki vera í neinu samhengi við veruleikann, þá væri ágætt að fá fram ítarlegri rök hjá peningastefnunefndinni í næstu fundargerð sinni fyrir vaxtaokrinu sem nefndin ákveður að leggja á almenning og fyrirtæki. Það má vera að nefndarmenn, með sína menntun og reynslu í farteskinu, taki lítið mark á gagnrýni og telji almenning, sérfræðinga, blaðamenn og forsvarsmenn fyrirtækja á Íslandi – svo einhverjir séu nefndir – ekki hafa nægilegan skilning hagfræðilegum ákvörðunum.

Ef svo er, þá ætti að vera auðvelt að draga fram ástæðurnar fyrir því að vaxtastigið á Íslandi er eins og það er núna. Í algjörum ótakti við verðbólguna, alþjóðlegar aðstæður og verðbólguhorfur næstu missera. Það er ekki auðvelt að átta sig á því, hvað það er sem ræður ferðinni þegar kemur að vaxtastiginu, og því er mikil þörf fyrir mikla umræðu um þessi mál. Eitt er víst, og það er að það er ekki hægt að treysta því að stjórnmálamenn leiði umræðuna um málið, enda hafa þeir lítinn sem engan áhuga á því að breyta framkvæmd peningastefnunnar sé litið til reynslu síðustu áratuga. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None