Um uppboð á aflaheimildum

Kjartan Jónsson
Auglýsing

Nú nýverið steig Jón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­mála­nefnd­ar, fram og opn­aði á hug­myndir um mark­aðsvæð­ingu í kvóta­kerf­inu. Þótt hug­myndin snú­ist aðeins um lít­inn pott sem verði boð­inn upp árlega til að mæta þörfum fisk­vinnsla verða þetta að telj­ast nokkrar frétt­ir. Und­an­farna ára­tugi hefur stefna Sjálf­stæð­is­manna og Fram­sóknar nefni­lega verið nán­ast sam­hljóma LÍÚ (núna SFS). Þetta gerð­ist í kjöl­far þess að fréttir bár­ust af upp­boði Fær­ey­inga á kvóta, bæði þorsk­kvóta í Barents­hafi og hluta mak­ríl­kvót­ans. Upp­boð á mak­ríl eru ekki nýjar frétt­ir, Fær­ey­ingar hafa gert þetta und­an­farin ár og hefur Sam­herji m.a. keypt af þeim mak­ríl­kvóta fyrir marg­falt það verð sem þeir greiða fyrir aðgang að mak­rílnum hér. Sá mikli munur sem er á því verði sem Fær­ey­ingar fá á upp­boði og því sem útgerðin greiðir hér hefur vakið upp spurn­ingar og efa­semdir um fyr­ir­komu­lagið á Ísland­i. 

Þegar gengið var á Gunnar Braga Sveins­son og Jón Gunn­ars­son, for­mann atvinnu­mála­nefnd­ar, um fýsi­leika upp­boðs­leiðar hér á landi, mátti heyra gam­al­kunnug rök varð­hunda stór­út­gerð­ar­inn­ar. Þessi rök opin­bera að þeir hags­mun­irnir sem þessir kjörnu full­trúar okkar gæta eru ekki hags­munir almenn­ings. Rök eins og að upp­boð þýði að stórir aðilar kaupi upp allan kvót­ann og að hann safn­ist á fárra hend­ur. Væru hags­munir almenn­ings hafðir að leið­ar­ljósi væri auð­velt að finna lausnir á þessu. Aðgengi mis­fjár­sterkra aðila að kvóta er tryggt með því að aðeins er borgað mála­mynda­gjald við upp­boðið og restin inn­heimt við sölu á mark­aði. Nú þegar eru til staðar reglur um hámarks­eign á kvóta sem tryggja að hann safn­ist ekki fyrir á fárra hendur – ekki er nein ástæða til að breyta því. Lög um að öllum afla skuli landað á markað á Íslandi tryggja að fisk­ur­inn verður ekki fluttur ann­að, þótt útlend­ingar myndu mögu­lega sækj­ast eftir því að veiða hann.

Jón Gunn­ars­son lét líka hafa eftir sér í vik­unni að aðskiln­aður veiða og vinnslu og frjálsar hand­færa­veiðar kæmu alls ekki til greina en hvort tveggja er hluti af stefnu Pírata í mála­flokkn­um. Aðskiln­aður veiða og vinnslu, sam­hliða því að allur fiskur fari á mark­að, er nauð­syn­legur eigi sömu sam­keppn­is­reglur að gilda í sjáv­ar­út­vegi og gilda í flestum öðrum atvinnu­greinum á Íslandi (og Vest­ur­lönd­um). Í dag þarf vinnsla án útgerðar að kaupa fisk á mark­aði en keppir við vinnslu sem fær fisk frá útgerð í eigu sömu aðila og borgar verð sem er ekki mark­aðs­verð. Þetta er að auki eitt mik­il­væg­asta mál lands­byggð­ar­innar þar sem þetta gjör­breytir for­sendum fisk­vinnsl­unnar – hún verður ekki lengur háð því að til sé kvóti á staðn­um. Við slíkar aðstæður hefði sala á 1.600 tonnum frá Þor­láks­höfn lítil áhrif á fisk­vinnslu á staðn­um. Til­laga Jóns Gunn­ars­sonar um 3.000 tonn á upp­boðs­markað er aðeins örlítið skref í þessa átt en tekur ekki á þessu brenglaða sam­keppn­isum­hverfi. Að auki er fisk­­ur­inn í sjónum tak­­mörkuð auð­lind en vinnslu­­mög­u­­leikar eiga sér lítil tak­­mörk. Því er eft­ir­­sókn­­ar­vert og þjóð­hags­­lega hag­­kvæmt að til verði gróska og sér­­hæf­ing í fisk­vinnslu, sem leiðir til virð­is­aukn­ingar á tak­­mark­aðri auð­lind – aðskiln­aður veiða og vinnslu styður við það.  

Auglýsing

Varð­andi frjálsar hand­færa­veið­ar, þá er það skref út úr því kerfi afla­marks sem við höfum haft hér ára­tugum sam­an. Það þýðir að engar magn­tak­mark­anir verði á ákveðnum hluta flot­ans, þ.e. hand­færa­veiði­bát­um. Okkur er tamt að hugsa innan þessa kerfis þótt skammt undan séu Fær­ey­ingar með allt annað fyr­ir­komu­lag sem bygg­ist á sókn en ekki magni og virð­ist ganga ágæt­lega. Við erum ekki að tala um að koll­varpa kerf­inu hér og fylgja for­dæmi þeirra, aðeins að hluti flot­ans, sá hluti sem notar hand­færi sem engin leið er að ofveiða með, fái að veiða með tak­mörkum á sókn­ar­tíma en ekki afla­magn­i. 

Færa má ýmis rök fyrir þessu, fyrir utan gríð­ar­legan ávinn­ing fyrir byggðir lands­ins. Kannski þau helstu að mæl­ingar á fiski í sjónum geta aldrei orðið mjög nákvæm­ar. Alveg sama hversu góðir vís­inda­menn það eru sem vinna hjá Hafró, og engin ástæða til að efast um hæfni þeirra – verk­efnið er ill­fram­kvæm­an­legt. Fyrir nokkru sendi ég fyr­ir­spurn til þeirra um hver skekkju­mörkin væru í mati á hrygn­ing­ar­stofni teg­unda eins og þorsks. Fyrir þá sem ekki vita það er hrygn­ing­ar­stofn teg­undar not­aður til grund­vallar þess kvóta sem veiddur er, þ.e. talið er að óhætt sé að veiða 20% af hrygn­ing­ar­stofni þorsks á hverju ári. Heil­brigð skyn­semi segir að skekkju­mörkin hljóti að vera umtals­verð en svarið sem ég fékk var dálítið óljóst fyrir leik­mann eins og mig. Mér fróð­ari maður í þessum fræðum mat skekkju­mörkin 15% út frá þeim upp­lýs­ing­um. 

Hafró setur fram til­lögur um kvóta á hverju ári sem eru til­tölu­lega nákvæmar, 244.000 tonn af þorski fyrir næsta kvóta­ár, þrátt fyrir að vera vænt­an­lega með­vit­aðir um skekkju­mörk­in. Fimmtán pró­sent skekkju­mörk þýða á kom­andi kvóta­ári 36.600 tonna sveifla (Tvö­falt það ef skekkju­mörkin mið­ast við plús/mínus 15%). Til að setja þetta í sam­hengi þá er heild­ar­afli á strand­veiðum í ár 9.000 tonn. Miðað við þær for­sendur er óvit­laust að hluti flot­ans stundi veiðar sem taka mið af raun­veru­legum aðstæðum í sjónum hverju sinni og lagi sig að þeim, veiðar sem geta aldrei gengið of nærri stofn­un­um.

Sjálf­sagt þarf meiri umræðu um þessi mál og frek­ari útfærslu en í öllu falli þurfum við aðkomu fólks sem horfir á þessi mál út frá hags­munum almenn­ings en ekki úr vas­anum á Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga eða öðrum kvóta­eig­end­um. 

Kjartan Jóns­son er fram­kvæmda­stjóri Múltikúlti – tungu­mála­mið­stöðvar og fram­bjóð­andi í próf­kjöri Pírata á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None