Mikil áhætta fylgir laxeldi í sjó

lax_9952982274_o.jpg
Auglýsing

Fjór­ar millj­ónir norskra laxa­seiða voru í vor sett út í íslenskar ­sjó­kví­ar. Á þessu ári er gert ráð fyrir slátrun á 15.000 tonnum af eld­is­laxi og 20.000 tonnum á næsta ári. Fjöldi umsókna um heim­ildir til eldis í sjó liggur nú fyrir hjá íslenskum ­stjórn­völd­um. Norskir fjár­festar standa að baki flest­um, ef ekki öll­um, eld­is­fyr­ir­tækj­um, sem stofnuð hafa verið hér á land­i. Ekki er ólík­legt, að fram­leiðsla á eld­is­laxi marg­fald­ist á næstu árum með alvar­legum afleið­ingum fyrir villta íslenska ­laxa­stofna.

Helst­u ­at­huga­semdir við stór­fellt lax­eldi í sjó eru þess­ar:

  1. Hætta á erfða­mengun og útrým­ingu íslenskra laxa­stofna.

    Auglýsing
  2. Óþrif og meng­un. Rann­sóknir hafa sýnt, að frá 10.000 tonna laxa­eld­i berst úrgang­ur, sem jafn­ast á við skolp­frá­rennsli frá 150.000 ­manna bæ. Þá berst grútur frá eld­iskvíum að strönd­um, þar ­sem hann getur valdið fugla­dauða.

  3. Mik­ill ­fjöldi laxa sleppur úr kvíum; í Nor­egi við­ur­kenna eld­is­menn, að ár­lega sleppi yfir 300.000 fiskar (tölur eru á reiki) en ­vís­inda­menn segja, að marg­falda megi þessa tölu með 4.

  4. Sjúk­dóm­ar hafa herjað á eld­is­lax. Miklir lúsafar­aldrar hafa gengið yfir­ eld­is­lax í Nor­egi og Fær­eyj­um. Ótt­ast er, að lúsin ber­ist í ­nátt­úru­lax frá eld­is­löx­um. Lúsin drepur seið­in, þegar þau ­ganga til sjáv­ar, og étur hold lax­ins. Eit­ur­efnum hefur ver­ið beitt gegn henni. Þau bland­ast svo úrgangi frá kví­um. Í Kana­da og Chile hefur vírus, Infect­i­ous Salmon Anemia Virus, herjað á eld­is­stofna og valdið miklu búsifj­um. Þá hefur önn­ur víru­steg­und, Salmon Leu­kemia Virus, drepið mikið af laxi.

  5. Notk­un eit­ur­efna og sýkla­lyfja þykir víða keyra úr hófi og hafa ­neyt­enda­sam­tök og vís­inda­menn varað við mik­illi neyslu á eld­is­laxi. Til að fá rauða lit­inn í hold eld­is­laxa, eru not­uð lit­ar­efn­i, ­sem að hluta eru unnin úr rækju. Ef þau væru ekki til stað­ar­, væri holdið nán­ast lit­laust eins og í þorski eða ýsu.

  6. Í Nor­egi hefur lax­eldi í sjó ein­kennst af linnu­lít­illi bar­áttu við smit­sjúk­dóma, erfða­blöndun í villtan laxa­stofn og lúsafar­ald­ur, ­sem ógnar líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika.

Lax­eld­i í Nor­egi býr nú við harða gagn­rýni fjölda vís­inda­manna, nátt­uru­vernd­ar­sam­taka, veiði­manna, veiði­rétt­ar­eig­enda og nokk­urra ­stjórn­mála­manna. Norsku lax­eld­is­fyr­ir­tækin hafa því séð sér­ hag í því, að flytja hluta starf­semi sinnar til Íslands. Þau hafa því fjár­magnað að stórum hluta íslensku eld­is­fyr­ir­tæk­in. Hér geta þau alið lax í sjó og greiða óveru­legar fjár­hæð­ir í leyf­is­gjöld. Því vaknar þessi spurn­ing; hverjir eiga haf­ið, ­þjóðin eða lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in? Í Nor­egi þarf að greiða veru­legar fjár­hæðir fyrir eld­is- og rekstr­ar­leyfi, en hér er enn og aftur gengið á auð­lind, sem er eign þjóð­ar­inn­ar.

Víða er mót­mælt

Fjöl­margir ein­stak­lingar og félög hafa á und­an­förnum vikum mót­mælt risa­eldi á norskum laxi í íslenskum fjörð­um:

  1. Lands­sam­band veið­fé­laga telur það óásættan­elgt með öllu, að ekki skuli nú þegar hafa verið gert áhættu­mat vegna sjó­kvía­eldis við Ís­land. Veiði­mála­stofnun hafi ítrekað bent á, að meta þurf­i á heild­stæðan hátt þá hættu sem villtum laxa­stofnum er búin ­vegna stór­felldra áforma um sjó­kvía­eldi við Ísland. "Ná­i ­lax­eldið fram að ganga er innan örfárra ára vissa fyrir eyð­ing­u ­laxa­stofna í veiðiám lands­ins“, segir í álykt­un.

  2. „Gang­i risa­á­form í sjó­kvía­eldi á kyn­bættum norskum laxi eft­ir, er um um að ræða óaft­ur­kræfa ógn við íslenska laxa­stofn­inn“, ­segir Jón Helgi Björns­son, for­maður LV.

  3. Í á­lyktun Veiði­fé­lags Breið­dæla um risa­lax­eldi á Aust­fjörð­u­m, ­segir m.a.: „Kyn­breyttur laxa­stofn af útlenskum upp­runa er ó­aft­ur­kræf ógn við íslenska laxa­stofn­inn og gengur af hon­um ­dauð­um, ef svona risa­á­form ganga eftir til vibótar lax­eld­is­á­ætl­unum á öðrum svæð­um. Þá axla ­fisk­eld­is­verk­smiðj­urnar enga ábyrgð á eigna­spjöllum og skað­væn­legum áhrifum á umhverf­ið. Fisk­eld­is­verk­smiðjan keppist nú við að helga sér svæði í aust­firskum fjörð­u­m, end­ur­gjalds­laust fyrir risa­á­formin í lax­eld­inu. Í Nor­egi verða ­fyr­ir­tæki að greiða háar fjár­hæðir fyrir útgefin starfs­leyf­i og nýt­ingu sjávar til eld­is­ins. – Að baki fyr­ir­hug­uð­u­m ­fisk­eld­is­á­formum eru að stórum hluta útlenskir fjár­festar með­ er­lent áhættu­fjár­magn sem sjá sér hag í því, að nýta sér­ ­ís­lenskan sjó end­ur­gjalds­laust, og veik­burða lagaum­hverfi, sem veitir hvorki aðhald með virku eft­ir­liti, né skyld­ur ­fisk­eld­is­fyr­ir­tækja til ábyrgðar á verkum sín­um“.

  4. Alþjóða haf­rann­sókna­ráð­ið, ICES, hefur sent frá sér umsögn um mögu­leg á­hrif sjó­kvía­eld­is. Lögð var áhersla á að kanna skað­sem­i ­lax­fiskalúsa, erfða­blöndun og áhrif á villta laxa­stofna. Í um­sögn­inni er lýst miklum áhyggjum vegna lax­fiskalúsar og enn ­meiri vegna hugs­an­legra áhrifa eld­is­laxa, sem sloppið hafa úr eld­is­rými, á villta laxa­stofna. Fjöldi eld­is­laxa hafi sum ár ­mælst í nokkrum til­vikum 50% af hrygn­ing­ar­stofni í vatna­kerf­i. Slík erfða­blöndun eyðir villtum laxa­stofn­um.

  5. Bjarn­i Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, sagði í við­tali við Mbl. 17. Júlí s.l.: „Í ám lands­ins eru stofn­ar, sem geyma erfða­meng­i, ­sem er þús­unda ára gam­alt, ef ekki eldra. Mér finnst ekki verj­andi að við tökum áhætt­una af því, í þág­u at­vinnu­upp­bygg­inar í nútím­an­um, að tjón, sem verður í ­fisk­eld­is­stöðvum í hafi, geti með óaft­ur­kræfum hætti eyði­lag­t erfða­megni lax­ins í íslenskum ám. Eftir því sem lax­eldi í sjó vex fiskur um hrygg, þá eykst hættan af svona umhverf­isslys­um­. Við verðum að taka hana alvar­lega og við verðum að gera það í tíma. Ég vil að menn staldri við, áður en frekari ­lax­eld­is­leyfi í hafi verða veitt, og við gerum mjög rík­ar ­kröfur í þágu þess líf­rík­is, sem við ætlum að standa vörð um“.

Fleiri um­sagnir af þessu tagi er unnt að rekja, en summa þeirra er, að risa­eld­is­á­form, bæði á Vest­fjörð­um, Aust­fjörðum og í Eyja­firði með erfða­breyttum norskum stofni, sé mesta nátt­úru­vá­ ­ís­lenskra laxa­stofna og veiðiáa um allt land. Nái lax­eldið fram að ganga sé innan örfárra ára vissa fyrir eyð­inga laxa­stofna í veiðiám lands­ins.

Gagn­rýn­is­radd­ir í Nor­egi

Eins og áður sagði hefur gagn­rýni á lax­eldi í sjó í Nor­egi vax­ið mjög síð­ustu miss­er­in. Í norska blað­inu Adressea­visen 28. júlí er greint frá nýrri ský­slu Norska vís­inda­ráðs­ins, sem fjall­ar um lax­eldi. Þar er varað við þróun og afleið­ingum sjáv­ar­eld­is á laxi. Lax, sem sloppið hafi úr eld­iskvíum í mörg und­an­far­in ár, kunni að hafa haft óaft­ur­kræfar genetískar breyt­ingar í villtum laxi. Hættan er nú metin meiri en í eldri skýrsl­um.

Tor­björn ­For­seth, for­maður vís­inda­ráðs­ins, segir gena­breyt­ingar hafa fund­ist í 40 laxa­stofn­um. Í 31 séu þær veru­leg­ar. Þá seg­ir hann laxalús­ina mestu ógn, sem steðji að villtum stofnum vegna þess hve mikið magn af eld­is­laxi sleppur úr kví­um. Tor­björn tel­ur, að ef ekki tak­ist að koma í veg fyrir að lax sleppi, þá muni það þýða enda­lok margra stað­bund­inna laxa­stofna. Blönd­un á eld­is­laxi og villtum laxi sé þegar orðin mjög mikil í mörg­um ám.

Á síð­asta ári var til­kynntu eld­is­fyr­ir­tæki, að 244.000 laxar hefð­u sloppið úr kví­um. (Aðrir segja 378.000) Það segir ekki alla ­sög­una. Í rann­sókn, sem norska Haf­rann­sókna­stofn­unin gerði á ár­unu 2005 til 2011, kom í ljóst, að fjöldi strok­laxa úr eld­i var 4-sinnum meiri en til­kynn­ingar sögðu til um. Fleiri hætt­ur ­steðja að villta lax­inum eins og áhrif af virkj­unum og laxa­sýkli, Gyrodac­t­ylus Sal­ar­is.

Gena­meng­un í mörgum lax­veiðiám

Á ráð­stefnu, Alta Wild Salmon Con­fer­ence, sem haldin var fyrr á þessu ári, komu fram upp­lýs­ingar um ástand lax­eldis í sjó og villta lax­ins, sem ollu nokkru upp­námi. Í erindi Evu B. Thor­sta­d, ­vís­inda­manns hjá NINA, norsku nátt­úru­rann­sókna­stofn­unni, kom fram, að í aðeins 22% norskra lax­veiðiáa væri ástandið gott og í lagi miðað við umhverfis­kröf­ur. Dr. Trygve T. Poppe lýst­i þeirri skoðun sinni, að ef ekki yrði nú þegar gripið til­ harka­legra vernd­ar­að­gerða, þá yrðu almennar lax­veiðar úr ­sög­unni innan fimm ára. Kjell Hindar frá NINA kvað 65% af norskum ­lax­veiðiám hafa þegar orðið fyrir alvar­legum áhrifum vegna ­gena­meng­unar og 20% þeirra hefðu skað­ast alvar­lega. Fisk­eld­is­menn í Nor­egi hefðu til­kynnt um 378 þús­und eld­is­laxa, sem slopp­ið hefðu úr kvíum 2015. Vís­inda­menn full­yrða að þessi tala sé mun hærri, eða um 1 milljón laxa.

Jens Olav Flekki, for­maður sam­tak­anna „Björgum villta lax­in­um“ bent­i á þá stað­reynd, að fram­leiðsla á 1,2 milljón tonnum af laxi í fjörðum Nor­egs, hefði leitt til þess, að Norð­menn hefðu mis­st ­stjórn á strok­lax­iog lúsafar­aldri. Lúsin skað­aði villtan lax og ­sjó­birt­ing. Vegna stjórn­lausrar notk­unar á eit­ur­efnum og lyfj­u­m, hefði lúsin orðið ónæm fyrir þeim og væri nú óvið­ráð­an­leg. ­Fyr­ir­huguð náma­verk­efni á tveimur stöðum í norskum fjörð­u­m, eru mikil ógn við líf í sjónum og þar með lax­inn. Þar verð­ur­ millj­ónum tonna af meng­uðu frá­veitu­vatni hleypt í haf­ið. – Þar er komin ein af ástæðum þess, að norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki líta til Íslands.

Orri Vig­fús­son, for­maður Vernd­ar­sjóðs villtra laxa­stofna, flutt­i er­indi á ráð­stefn­unni, þar sem hann, eins og margir aðr­ir, ­gagn­rýndi norsk stjórn­völd fyrir aðgerð­ar­leysi í mál­efn­um ­lax­eld­is­fyr­ir­tækja. Hann sagði stjórn­völd ekki hafa neina stefn­u, engin mark­mið og ekk­ert skyn­sam­legt hlut­verk í eld­is­mál­um. Nor­eg­ur þarfn­að­ist nýrra leið­toga, sem gætu með aðgerðum end­ur­vak­ið villta laxa­stofna til sögu­legrar stærðar og mik­il­væg­is.

Norskir fjár­festar

Á sama tíma og þessar fréttir ber­ast frá Nor­egi, segir Hösk­uld­ur ­Stein­ars­son, fram­kvæma­stjóri Lands­sam­band fisk­eld­is­stöðva á Ís­landi, í sam­tali við norskan blaða­mann, að nú þegar sé að­staða til að fram­leiða 45 þús­und tonn af eld­is­laxi á Ís­landi. Metn­aður sé þó fyrir mun meiri fram­leiðslu. Ís­lend­ingar eigi fram­tíð sem umtals­verðir laxa­fram­leið­end­ur. Hann segir jafn­framt, að árið 2025 verði fram­leiðslan komin í 50 þús­und tonn. Fram­gangur máls­ins styðj­ist að mestu við ­fyr­ir­tæki í norsku eign­ar­hald.

Tvö­ til þrjú íslensk fyr­ir­tæki hafi ekki getað fjár­magn­að ­rekst­ur­inn, verið keypt og Norð­menn komið að. Erlend­ir fjár­fest­ar, nær ein­göngu frá Nor­egi, taki þátt í eld­inu. Þeg­ar ­séu fimm eld­is­fyr­ir­tæki farin að starfa. Stefnt sé að 90.000 tonna fram­leiðslu. - Þetta er svipað magn og Fær­ey­ing­ar fram­leiða,en þeir leyfa að hámarki 25% erlent eign­ar­hald í lax­eld­inu.

Fram­kvæmda­stjór­inn ­seg­ir, að hag­ræði þess að stunda lax­eldi á Íslandi sé ódýr raforka, engir fisk­sjúk­dómar og engin vanda­mál varð­and­i ­laxalús­ina. Hægt sé að und­ir­búa við­brögð vegna hennar og lágur sjáv­ar­hiti geri auð­veld­ara að takast á við hana. Ó­hag­ræðið sé hins vegar lágur sjáv­ar­hiti, kaldir vetur og hár ­flutn­ings­kostn­að­ur. –

Rétt er að hafa í huga, að Aust­firðir og Vest­firðir eru taldir illa hæfir til lax­eldis vegna sjáv­ar­kulda. Sjáv­ar­eldi við svo­nefnd­ar 1400 daggráður á Aust­fjörðum og undir 2000 daggráðum á Vest­fjörðum verður seint sam­keppn­is­fært við ódýr­ari fram­leiðslu í Fær­eyjum og Nor­egi vegna mun lengri eld­is­tíma. Þá hefur sjáv­ar­eldi orðið fyrir áföllum vegna und­ir­kæl­ingu og lagn­að­ar­íss.

Lax­eld­i í sjó í fjörðum á Vest­ur- og Aust­ur­landi telja margir að get­i verið hluti af atvinnu­upp­bygg­ingu og á þeim for­sendum ugg­laust á­huga­mál íbúa. Í umræð­unni fer hins vegar lítið fyr­ir­ ­nei­kvæðum áhrifum eldis í kvíum, t.d. áhrifin á stóru ­lax­veiði­árnar á Aust­ur­landi, Hofsá og Selá, grút­ar­rek á fjör­ur og eign­ar­hald erlendra aðila. Á sama tíma og hingað til lands koma þús­undir erlendra manna til starfa í fjöl­mörgum grein­um, er holur tónn í full­yrð­ingu um atvinnu­ör­yggi.

Á það hefur verið bent, að þau byggð­ar­lög, sem hér koma hel­st við sögu, eigi meira undir efl­ingu ferða­þjón­ustu og sköp­un nýrra tæki­færa innan henn­ar. Lax­eldi mun ekki hafa örvandi áhrif á ferða­þjón­ustu af marg­vís­legum ástæð­um, kannski þvert á móti. – Ef lax­eldi er alfa og omega atvinnu­upp­bygg­ing­ar, mætt­i ­draga úr „nauð­syn“ þess með því að bæta í kvóta ­byggð­ar­lag­anna, kvóta, sem á síð­ustu árum hefur verið keypt­ur til ann­arra útgerð­ar­staða.

Einnig hefur verið bent á, að lax­eldi má reka á landi og bæta þar við bleikju­eldi, sem virð­ist gef­ast vel. Þá er sá mögu­leiki fyr­ir­ hendi, að ala upp geld­fisk, sem ekki veldur óaft­ur­kræfu um­hverfistjóni með gena­meng­un.

8-10 kg. af kolmunna í 1 kg. af laxi

Einn af nei­kvæð­ari þáttum lax­eldis í sjó og sætt hefur ámæli, er gríð­ar­leg notkun á fiski í laxa­fóð­ur. Eld­is­menn segja, að 1,2 kg. af laxa­fóðri þurfi til að fram­leiða 1 kg. af laxi. Þá g­leyma þeir að segja, að í þetta eina kíló­gramm af fóðri fara 8 til 10 kg. af fiski, t.d. kolmunna. Þannig notar lax­eld­ið marg­falt meira af fiski í fóður en nemur fram­leiðslu á lax­in­um. Talið er, að heims­afli á fiski nemi nú um 90 milljón tonnum og hefur dreg­ist saman um 4 millj­ónir tonna frá hámark­inu 1996. Fyr­ir­ nokkrum árum fóru 16 milljón tonn í dýra­fóður og hefur magn­ið ­vaxið síð­an.

Vís­inda­menn ­segja þetta sið­lausa notkun á fiski. Norski vís­inda­mað­ur­inn T­hor­björn Trond­sen, sem gagn­rýnt hefur lax­eldi í Nor­egi, kveðst hafa veru­legar áhyggjur af smá­fiska­stofn­um, sem not­aðir eru í laxa­fóð­ur. Eft­ir­spurn muni aukast á næstu árum, enda séu ­á­ætl­anir uppi í Nor­egi um að marg­falda lax­eldi. Á sama tíma hafa vís­inda­menn alþjóð­legra eft­ir­lits­stofn­ana með fisk­veið­u­m ­kallað eftir helm­ings sam­drætti í veiðum á fiski í dýra­fóð­ur­. ­Sam­kvæmt tölum frá Sam­ein­uðu þjóð­unum eru 57% fisk­stofna heims­haf­anna full­nýttir og 30% ofveidd­ir. Aðeins 13% eru ekki ­full­nýttir og hefur sú tala lækkað úr 40% árið 1974. Því ­meira, sem fram­leitt verður af eld­is­fiski, því minna verður til­ ­skiptana úr stofnum heims­haf­anna. Þannig er ódýr fiskur not­að­ur­ til að fram­leiða rán­dýran fisk, sem ekki er á færi fátækra ­þjóða að kaupa. Ísland er eitt fárra landa, sem nýt­ir ­fisk­stofna, sem ekki eru ofveidd­ir. Það kann að vera spennand­i ­kostur fyrir erlenda lax­eld­is­menn.

Íslenski villti lax­inn er ein­stök auð­lind, sem auð­velt er að tor­tíma með­ erfða­mengun og sjúk­dóm­um. Menn verða að velta því fyrir sér­ hvort áhættan sé þess virði, einkum þegar fjár­magnið kem­ur frá erlendum fyr­ir­tækj­um, sem vilja kom­ast á nýjar ókeypis eld­is­lendur sakir hárra leyf­is­gjalda og auk­inna erf­ið­leika í heima­land­inu vegna erfða­meng­un­ar, óþrifa og eyð­ingar á villt­u­m ­lax- og sil­unga­stofn­um.

Íslenskir ­stjórn­mála­menn hafa lít­inn gaum gefið fyr­ir­ætl­unum um eldi á norskum laxi í íslenskum fjörðum og hugs­an­legum afleið­ing­um. Einn ráð­herra hefur þó tekið af skarið fyrir sitt leyti. Aðr­ir ­mættu huga betur að mál­inu og taka stjórn­völd í Alaska sér til­ ­fyr­ir­mynd­ar, en þau hafa bannað með öllu lax­eldi í sjó. Lág­marks­krafa til stjórn­mála­manna og Alþingis er, að und­inn verði bráður bugur að frá­gangi sér­stakrar laga­setn­ing­ar, sem ­bannar lax­eldi í sjó við Ísland með erlendum og fram­and­i kyn­bættum laxa­stofni og leyfi sjó­kvía­eldi, aðeins með geld­fiski.

Heim­ild­ir:

  1. Mbl. Við­tal við Bjarna Bene­dikts­son 17. júlí 2016.

  2. Fiski­frétt­ir 11.­febr­ú­ar. 2016.

  3. FAO – World Fish Catch.

  4. Umsögn Al­þjóða haf­rann­sókna­ráðs­ins, 31. maí 2016.

  5. Athuga­semd­ir við til­lögu að mats­á­ætlun vegna sjó­kvía­eldis í Berufirð­i frá 27. júlí 2016.

  6. Sam­þykkt að­al­fundar Veiði­fé­lags Breið­dæla 8. júní 2016.

  7. Álykt­un Lands­sam­bands veiði­fé­laga 28. júlí 2016.

  8. Við­tal norska blaða­manns­ins Aslak Berge, Ilaks, við Hösk­uld Stein­ars­son, fram­kv.­stj. Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva, júlí 2016.

  9. Grein­ar­gerð frá fundi ALTA, Wild Salmon Con­fer­ence, febr­úar 2016.

  10. Við­tal við Tor­björn For­seth, odd­vita Vit­en­skapelig raad for laks­efor­valtn­ing, í Adressea­visen 28. júní 2016.

  11. Kanadíska ­ritið Salmon Con­fidenti­al: The ugly truth about Cana­da´s open-­net salmon farms.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None