„Karlmennska“ og íþróttir

samkynhneigð
Auglýsing

Af og til opn­ast umræða um sam­band sam­kyn­hneigð­ar­ og íþrótta og þá vegna þess hve miklir for­dómar gegn sam­kyn­hneigðum lifa inn­an­ þessa heims. Í kjöl­far gleði­göng­unnar og Hinsegin daga sem fóru fram síð­ustu helg­i hefur umræðan enn á ný dúkkað upp, ekki síst vegna ræðu nýkjör­ins for­seta Íslands. Í ljósi umræðu síðust­u daga langar mig að leggja til nokkur orð og reyna að útskýra af hverju rót­gró­in ­tengsl á milli „sannr­ar“ karl­mennsku og íþrótta gerir sam­kyn­hneigðum karl­kyns íþrótta­mönn­um erfitt fyr­ir.

Félags­mótun og karl­mennska í íþróttum

Hóp­í­þróttir eins og við þekkjum þær í dag eiga í raun ekki svo langa sögu. Það er ekki fyrr en með til­komu Iðn­bylt­ing­ar­innar sem ­rými skap­að­ist til að stunda skipu­lagðar íþrótt­ir. Með iðn­bylt­ing­unni fylgd­i ­stétta­skipt­ing og kerf­is­bundin stöðlun tím­ans, vinnan fór að elta staðl­aða ­klukku en ekki árs­tíðir eða annan nátt­úru­legan tímara­mma bænda­sam­fé­lags­ins. Þær hóp­í­þróttir sem við þekkjum í dag eru upp­runnar úr þessum veru­leika, sem var ­kald­ur, ofbeld­is­fullur og fyrst og fremst gríð­ar­lega karllæg­ur. Ef vel er ígrundað má sjá sam­bæri­leg gildi með íþróttum og kap­ít­al­isma. Innan íþrótt­anna virða menn ákveðnar reglur yfir­valds­ins en megin áhersla er lögð á mikla ­sam­keppni sem og á gott ein­stak­lings­fram­lag. Til við­bótar má líta á íþrótt­ir ­sem vett­vang þar sem ungir karl­menn hafa leyfi til að fá útrás innan ákveð­inna ­fé­lags­legra gilda. Þannig megi líta á íþróttir sem félags­legt taum­hald sem lúti reglum kap­ít­al­ism­ans.

Íþróttir hafa lengi verið not­aðar til að lög­mæta ­tengslin á milli karl­mennsku og ofbeld­is.  Rann­sóknir á tengslum karl­mennsku og íþrótta benda á að ungir drengir læri að verða að alvöru karl­mönnum í félags­legu umhverfi íþrótt­anna. Þar læra þeir réttu gildin og hvernig þeir skuli haga sér, þeir læra sam­keppni, að ver­a harðir af sér og að vinna, sama hvað það kost­ar. Innan liðs­ins þurfa allir að ­fórna sér og taka lík­am­legar áhætt­ur. Allt eru þetta gildi sem eiga að vísa til­ karl­mennsku. Ungir strákar mæta því á sína fyrstu æfingu ómót­aðir og læra svo ­gildi karl­mennsk­unn­ar.

Auglýsing

Rann­sóknir sýna að á hverjum stað og stund eru nokkrar karl­mennskur við líði, ein þeirra er ríkj­andi, á meðan aðrar geta ver­ið ­kúg­að­ar. Ríkj­andi karl­mennska er sú sem er hvað erf­ið­ust að ávinna sér. Flest­ir karl­menn lifa við þann veru­leika að ríkj­andi hug­myndir um karl­mennsku eru fjar­stæðu­kenndar í þeirra sam­fé­lagi. Íþrótta­menn eru gott dæmi, þeir eru ­fyr­ir­myndir ann­arra karl­manna og lifa ekki í sama raun­veru­leika og aðr­ir. Til­ að halda þeirri stöðu sem þeir hafa áunnið sér þurfa þeir oft að þola mik­inn lík­am­legan og and­legan sárs­auka og stöðugt að sýna fram á ágæti sitt.

Sökum þess að gagn­kyn­hneigð er skil­greind sem venju­legt ástand, þarfn­ast hún ekki útskýr­ingar á til­veru­rétti sín­um, þar liggur valdið sem óspart er beitt til að und­ir­oka þá sem falla ekki undir þær ­staðalí­myndir sem sam­fé­lagið byggir á um kyn­hneigð. Sökum þess hafa ­sam­kyn­hneigðir ein­stak­lingar orðið fyrir barð­inu á hómó­fó­b­íu. Hómó­fóbía hef­ur verið skil­greind sem; að mis­líka eða ótt­ast ein­stak­ling sem hefur aðra kyn­hneigð en þá sem ríkj­andi er og hefur ýmsar birt­inga­mynd­ir, allt frá huns­un á við­kom­andi ein­stak­ling yfir í virkar aðgerðir gegn hon­um. Í þeim heimi sem við gætum kallað hinn „venju­lega heim” er orð­ræðan oft sú að ofbeld­is­full hegðun sé karl­mönnum eðl­is­læg sem nátt­úru­legt fyr­ir­brigði af karl­mennsku. Slík­ orð­ræða ein­ungis til þess fallin að ýta undir hug­myndir um aðskilda karl­mennsku og kven­leika. Með slíkum útskýr­ingum er verið að segja að slík hegðun sé föst í eðli karl­manns og sé þess vegna óum­flýj­an­leg í sam­fé­lags­legum raun­veru­leika.

Nauð­syn­legt er að skoða sam­bandið á milli­ ­sam­kyn­hneigðra og gagn­kyn­hneigðra þegar kemur að því að skoða sjálfs­myndir og ­staðalí­myndir á sam­kyn­hneigðum íþrótta­mönn­um. Sjálfs­myndir sam­kyn­hneigðra karla hafa beðið hnekki vegna þeirrar hómó­fó­bíu sem gagn­kyn­hneigðir stuðla að. Í gegnum íþróttir eru hug­myndir um homó­fó­bíu lög­mæddar og styrja þannig fyr­ir­fram ­settar hug­myndir um að gagn­kyn­hneigð sé það eina rétta. Stríðni sem vísar í hómó­fó­bíu er því öfl­ugt vopn til að styrkja þá hug­mynd um að karl­mennskuí­mynd­ir ­séu ráð­andi í íþróttum og gera lítið úr þeim sem eru öðru­vísi en þorri iðk­enda. Þannig er stríði í garð sam­kyn­hneigðra leið til þess að raska ekki ­valda­jafn­væg­inu milli gagn­kyn­hneigðra og sam­kyn­hneigðra.

Sam­kyn­hneigð­ir ­í­þrótta­menn

Rann­sóknir sýna að þegar vina­tengsl eru að myndast innan hóp­í­þrótta er mik­il­vægt að fylgja ákveðnum gildum og normum sem byggj­ast oft á úti­lokun kvenna og ófræg­ingu á bæði kven­leika og sam­kyn­hneigð. Slík ófræg­ing er góð leið til að bægja frá þeirri eró­tík sem oft mynd­ast á milli þess­ara drengja. Jafn­vel hafa þjálf­arar verið staðnir að því að beita hómó­fó­bíu og kynja­mis­munun til að hvetja drengi áfram. Slíkt styrkir fyr­ir­fram­gefnar og ­ríkj­andi hug­myndir um að ekki sé í lagi að vera sam­kyn­hneigð­ur, hefur það áhrif á ber­skjald­aðar og ómót­aðar hug­myndir drengja um sjálfs­mynd sína og kyn­hneigð. Þetta orsakar því ákveðna úti­lokun og ófræg­ingu á hinu kven­læga og sam­kyn­hneigð ­sem karl­mennskuí­myndir gagn­kyn­hneigð­ar­innar eru svo sam­eig­in­lega byggðar á. Á end­anum er hómó­fóbía því á pari við sanna karl­mennsku í íþrótt­um.

Hug­myndir um sam­band á milli kyn­ferðis þeirra sem eru ráð­andi og þeirra sem eru und­ir­gefnir eru vissu­lega til stað­ar. Til þess að koma mann­orðs­spjöllum á and­stæð­ing sinn er gott að kven­gera kyn­ferði hans, með­ öðrum orðum að kalla hann homma. Þar sem karl­menn eru lík­am­lega sterk­ari en ­konur er sam­lík­ing við kven­mann í raun og veru að segja að þú sért ekki sam­keppn­is­hæf­ur við aðra karl­menn. Aftur á móti, ef að kona hefur lík­ams­burði til að ver­a ­sam­keppn­is­hæf þá er hún kyn­gerð og sögð vera ókven­leg. Vald karl­anna sé fyrst og fremst falið á bak­við gagn­kyn­hneigð. Vegna þessa er sam­band á milli tveggja ­les­bískra kvenna oft ekki litið alvar­legum aug­um. Veru­leiki sam­kyn­hneigðra ­í­þrótta­kvenna er af öðrum toga, sem verður ekki útli­stað nánar hér.

Ef við heim­færum þetta svo yfir á karl­ana, sjá­um við að sá drif­kraftur sem tengir kyn­gervi þeirra við gagn­kyn­hneigð er karl­mennska. Karl­mennskan er byggð upp á kyn­ferði og í gegnum kyn­ferð­ið ­byggj­ast svo upp hug­myndir um kyn­gervi þeirra. Ef að karl­maður er aftur á mót­i ­sam­kyn­hneigður gæti þessi röð rugl­ast og kostað vand­ræði. Það eru einmitt þessar ríkj­andi hug­myndir um hlut­verk karla sem gera þeim sem víkja út af ­spor­inu svo erfitt fyr­ir. Þeir karlar sem gera svo, finnst per­sónu­leiki þeirra oft ónógur og eru óör­uggir með sig, þá þurfa þeir að takast á við að ver­a mis­munað og fyr­ir­litn­ir. Slíkt gengur þvert á vin­sælar staðalí­myndir þar sem hinn karl­mann­legi ein­stak­lingur er alla jafnan íþrótta­hetja; valda­mik­ill, stór, sterkur og mynd­ar­leg­ur. Það er því skilj­an­legt að ­sam­kyn­hneigðir karl­menn séu ósýni­legir í jafn óvin­veittu og harð­neskju­leg­u um­hverfi sem íþróttir eru. Því er ekki að undra að heimur íþrótta, sér­stak­lega hóp­í­þrótta skuli vera síð­asta vígi þar sem virð­ist vera í lagi, og jafn­vel hyllt að beita hómó­fó­bíu með mis­munun og sví­virð­ingu fyrir aug­um. Hálf kald­hæðið er að flestir opin­ber­lega sam­kyn­hneigðir íþrótta­menn séu í íþróttum eins og dansi, ­skautum eða ball­ett þar sem snert­ing við konur er mik­il.

Rit­gerð­ina í heild sinni og heim­ilda­skrá má nálg­ast á skemm­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None