„Karlmennska“ og íþróttir

samkynhneigð
Auglýsing

Af og til opn­ast umræða um sam­band sam­kyn­hneigð­ar­ og íþrótta og þá vegna þess hve miklir for­dómar gegn sam­kyn­hneigðum lifa inn­an­ þessa heims. Í kjöl­far gleði­göng­unnar og Hinsegin daga sem fóru fram síð­ustu helg­i hefur umræðan enn á ný dúkkað upp, ekki síst vegna ræðu nýkjör­ins for­seta Íslands. Í ljósi umræðu síðust­u daga langar mig að leggja til nokkur orð og reyna að útskýra af hverju rót­gró­in ­tengsl á milli „sannr­ar“ karl­mennsku og íþrótta gerir sam­kyn­hneigðum karl­kyns íþrótta­mönn­um erfitt fyr­ir.

Félags­mótun og karl­mennska í íþróttum

Hóp­í­þróttir eins og við þekkjum þær í dag eiga í raun ekki svo langa sögu. Það er ekki fyrr en með til­komu Iðn­bylt­ing­ar­innar sem ­rými skap­að­ist til að stunda skipu­lagðar íþrótt­ir. Með iðn­bylt­ing­unni fylgd­i ­stétta­skipt­ing og kerf­is­bundin stöðlun tím­ans, vinnan fór að elta staðl­aða ­klukku en ekki árs­tíðir eða annan nátt­úru­legan tímara­mma bænda­sam­fé­lags­ins. Þær hóp­í­þróttir sem við þekkjum í dag eru upp­runnar úr þessum veru­leika, sem var ­kald­ur, ofbeld­is­fullur og fyrst og fremst gríð­ar­lega karllæg­ur. Ef vel er ígrundað má sjá sam­bæri­leg gildi með íþróttum og kap­ít­al­isma. Innan íþrótt­anna virða menn ákveðnar reglur yfir­valds­ins en megin áhersla er lögð á mikla ­sam­keppni sem og á gott ein­stak­lings­fram­lag. Til við­bótar má líta á íþrótt­ir ­sem vett­vang þar sem ungir karl­menn hafa leyfi til að fá útrás innan ákveð­inna ­fé­lags­legra gilda. Þannig megi líta á íþróttir sem félags­legt taum­hald sem lúti reglum kap­ít­al­ism­ans.

Íþróttir hafa lengi verið not­aðar til að lög­mæta ­tengslin á milli karl­mennsku og ofbeld­is.  Rann­sóknir á tengslum karl­mennsku og íþrótta benda á að ungir drengir læri að verða að alvöru karl­mönnum í félags­legu umhverfi íþrótt­anna. Þar læra þeir réttu gildin og hvernig þeir skuli haga sér, þeir læra sam­keppni, að ver­a harðir af sér og að vinna, sama hvað það kost­ar. Innan liðs­ins þurfa allir að ­fórna sér og taka lík­am­legar áhætt­ur. Allt eru þetta gildi sem eiga að vísa til­ karl­mennsku. Ungir strákar mæta því á sína fyrstu æfingu ómót­aðir og læra svo ­gildi karl­mennsk­unn­ar.

Auglýsing

Rann­sóknir sýna að á hverjum stað og stund eru nokkrar karl­mennskur við líði, ein þeirra er ríkj­andi, á meðan aðrar geta ver­ið ­kúg­að­ar. Ríkj­andi karl­mennska er sú sem er hvað erf­ið­ust að ávinna sér. Flest­ir karl­menn lifa við þann veru­leika að ríkj­andi hug­myndir um karl­mennsku eru fjar­stæðu­kenndar í þeirra sam­fé­lagi. Íþrótta­menn eru gott dæmi, þeir eru ­fyr­ir­myndir ann­arra karl­manna og lifa ekki í sama raun­veru­leika og aðr­ir. Til­ að halda þeirri stöðu sem þeir hafa áunnið sér þurfa þeir oft að þola mik­inn lík­am­legan og and­legan sárs­auka og stöðugt að sýna fram á ágæti sitt.

Sökum þess að gagn­kyn­hneigð er skil­greind sem venju­legt ástand, þarfn­ast hún ekki útskýr­ingar á til­veru­rétti sín­um, þar liggur valdið sem óspart er beitt til að und­ir­oka þá sem falla ekki undir þær ­staðalí­myndir sem sam­fé­lagið byggir á um kyn­hneigð. Sökum þess hafa ­sam­kyn­hneigðir ein­stak­lingar orðið fyrir barð­inu á hómó­fó­b­íu. Hómó­fóbía hef­ur verið skil­greind sem; að mis­líka eða ótt­ast ein­stak­ling sem hefur aðra kyn­hneigð en þá sem ríkj­andi er og hefur ýmsar birt­inga­mynd­ir, allt frá huns­un á við­kom­andi ein­stak­ling yfir í virkar aðgerðir gegn hon­um. Í þeim heimi sem við gætum kallað hinn „venju­lega heim” er orð­ræðan oft sú að ofbeld­is­full hegðun sé karl­mönnum eðl­is­læg sem nátt­úru­legt fyr­ir­brigði af karl­mennsku. Slík­ orð­ræða ein­ungis til þess fallin að ýta undir hug­myndir um aðskilda karl­mennsku og kven­leika. Með slíkum útskýr­ingum er verið að segja að slík hegðun sé föst í eðli karl­manns og sé þess vegna óum­flýj­an­leg í sam­fé­lags­legum raun­veru­leika.

Nauð­syn­legt er að skoða sam­bandið á milli­ ­sam­kyn­hneigðra og gagn­kyn­hneigðra þegar kemur að því að skoða sjálfs­myndir og ­staðalí­myndir á sam­kyn­hneigðum íþrótta­mönn­um. Sjálfs­myndir sam­kyn­hneigðra karla hafa beðið hnekki vegna þeirrar hómó­fó­bíu sem gagn­kyn­hneigðir stuðla að. Í gegnum íþróttir eru hug­myndir um homó­fó­bíu lög­mæddar og styrja þannig fyr­ir­fram ­settar hug­myndir um að gagn­kyn­hneigð sé það eina rétta. Stríðni sem vísar í hómó­fó­bíu er því öfl­ugt vopn til að styrkja þá hug­mynd um að karl­mennskuí­mynd­ir ­séu ráð­andi í íþróttum og gera lítið úr þeim sem eru öðru­vísi en þorri iðk­enda. Þannig er stríði í garð sam­kyn­hneigðra leið til þess að raska ekki ­valda­jafn­væg­inu milli gagn­kyn­hneigðra og sam­kyn­hneigðra.

Sam­kyn­hneigð­ir ­í­þrótta­menn

Rann­sóknir sýna að þegar vina­tengsl eru að myndast innan hóp­í­þrótta er mik­il­vægt að fylgja ákveðnum gildum og normum sem byggj­ast oft á úti­lokun kvenna og ófræg­ingu á bæði kven­leika og sam­kyn­hneigð. Slík ófræg­ing er góð leið til að bægja frá þeirri eró­tík sem oft mynd­ast á milli þess­ara drengja. Jafn­vel hafa þjálf­arar verið staðnir að því að beita hómó­fó­bíu og kynja­mis­munun til að hvetja drengi áfram. Slíkt styrkir fyr­ir­fram­gefnar og ­ríkj­andi hug­myndir um að ekki sé í lagi að vera sam­kyn­hneigð­ur, hefur það áhrif á ber­skjald­aðar og ómót­aðar hug­myndir drengja um sjálfs­mynd sína og kyn­hneigð. Þetta orsakar því ákveðna úti­lokun og ófræg­ingu á hinu kven­læga og sam­kyn­hneigð ­sem karl­mennskuí­myndir gagn­kyn­hneigð­ar­innar eru svo sam­eig­in­lega byggðar á. Á end­anum er hómó­fóbía því á pari við sanna karl­mennsku í íþrótt­um.

Hug­myndir um sam­band á milli kyn­ferðis þeirra sem eru ráð­andi og þeirra sem eru und­ir­gefnir eru vissu­lega til stað­ar. Til þess að koma mann­orðs­spjöllum á and­stæð­ing sinn er gott að kven­gera kyn­ferði hans, með­ öðrum orðum að kalla hann homma. Þar sem karl­menn eru lík­am­lega sterk­ari en ­konur er sam­lík­ing við kven­mann í raun og veru að segja að þú sért ekki sam­keppn­is­hæf­ur við aðra karl­menn. Aftur á móti, ef að kona hefur lík­ams­burði til að ver­a ­sam­keppn­is­hæf þá er hún kyn­gerð og sögð vera ókven­leg. Vald karl­anna sé fyrst og fremst falið á bak­við gagn­kyn­hneigð. Vegna þessa er sam­band á milli tveggja ­les­bískra kvenna oft ekki litið alvar­legum aug­um. Veru­leiki sam­kyn­hneigðra ­í­þrótta­kvenna er af öðrum toga, sem verður ekki útli­stað nánar hér.

Ef við heim­færum þetta svo yfir á karl­ana, sjá­um við að sá drif­kraftur sem tengir kyn­gervi þeirra við gagn­kyn­hneigð er karl­mennska. Karl­mennskan er byggð upp á kyn­ferði og í gegnum kyn­ferð­ið ­byggj­ast svo upp hug­myndir um kyn­gervi þeirra. Ef að karl­maður er aftur á mót­i ­sam­kyn­hneigður gæti þessi röð rugl­ast og kostað vand­ræði. Það eru einmitt þessar ríkj­andi hug­myndir um hlut­verk karla sem gera þeim sem víkja út af ­spor­inu svo erfitt fyr­ir. Þeir karlar sem gera svo, finnst per­sónu­leiki þeirra oft ónógur og eru óör­uggir með sig, þá þurfa þeir að takast á við að ver­a mis­munað og fyr­ir­litn­ir. Slíkt gengur þvert á vin­sælar staðalí­myndir þar sem hinn karl­mann­legi ein­stak­lingur er alla jafnan íþrótta­hetja; valda­mik­ill, stór, sterkur og mynd­ar­leg­ur. Það er því skilj­an­legt að ­sam­kyn­hneigðir karl­menn séu ósýni­legir í jafn óvin­veittu og harð­neskju­leg­u um­hverfi sem íþróttir eru. Því er ekki að undra að heimur íþrótta, sér­stak­lega hóp­í­þrótta skuli vera síð­asta vígi þar sem virð­ist vera í lagi, og jafn­vel hyllt að beita hómó­fó­bíu með mis­munun og sví­virð­ingu fyrir aug­um. Hálf kald­hæðið er að flestir opin­ber­lega sam­kyn­hneigðir íþrótta­menn séu í íþróttum eins og dansi, ­skautum eða ball­ett þar sem snert­ing við konur er mik­il.

Rit­gerð­ina í heild sinni og heim­ilda­skrá má nálg­ast á skemm­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None