Auglýsing

Búið er að boða til kosn­inga 29. októ­ber næst­kom­andi. Búast má við að eig­in­leg kosn­inga­bar­átta, sem á sér stað að loknum próf­kjörum, upp­still­ingum og þing­störf­um, muni verða snörp, eða rúmur mán­uð­ur. Allt bendir til þess að tek­ist verði á um kerf­is­breyt­ingar í kom­andi kosn­ing­um. Flokkar alls staðar að úr hinu póli­tíska litrofi sem vilja breyta land­bún­að­ar­kerf­inu með hags­muni neyt­enda að leið­ar­ljósi, breyta stjórn­ar­skrá, afnema kostn­að­ar­þátt­töku í heil­brigð­is­kerf­inu, eru fylgj­andi eðli­legum nýt­ing­ar­gjöldum fyrir afnot af auð­lindum og vilja fjölga störfum í öðrum greinum en frum­vinnslu­at­vinnu­vegum munu taka við stjórn­ar­taumunum eftir kosn­ingar miðað við stöð­una í könn­unum nú, og raunar nán­ast allt kjör­tíma­bil­ið.

Varð­stöðu­flokk­arn­ir, sem vilja sem minnstar breyt­ingar á kerf­inu og sam­fé­lag­inu og sitja nú á valda­stóli, munu að sam­kvæmt því vera í stjórn­ar­and­stöðu eftir haust­kosn­ing­arn­ar, enda virð­ist eng­inn vilji vera til að vinna með Sjálf­stæð­is­flokki eða Fram­sókn­ar­flokki.

Til að breyta þeirri stöðu sem er uppi - þar sem flokkar utan stjórnar mæl­ast að jafn­aði með 65 pró­sent fylgi en stjórn­ar­flokkar með í mesta lagi 35 pró­sent - þarf eitt­hvað rót­tækt og umfangs­mikið að ger­ast. Stjórn­mála­flokkar í fylgis­vanda, sem er sann­ar­lega að finna í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu, þurfa að bjóða kjós­endum eitt­hvað sem fær þá til að gleyma af hverju þeir ætl­uðu ekki að kjósa flokk­anna og til að finn­ast þeir ætla að umbreyta hvers­dags­legu lífi til hins betra eins og töfra­sprota væri veif­að.

Auglýsing

Þar sem tím­inn er knappur og töfra­brögð sem gætu virkað ekki mjög sýni­leg virð­ast ýmsir ætla að bregða á það ráð að end­ur­nýta gamlar sjón­hverf­ing­ar. Og vin­sælasta bragðið í bók­inni er hið svo­kall­aða afnám verð­trygg­ing­ar.

Ekki bara bundið við Fram­sókn

Tveir flokkar hafa skorið sig úr í notkun á þeirri lýð­skrums­brellu sem afnám verð­trygg­ingar er. Um er að ræða flokka sem þola illa hvorn ann­an, Fram­sókn­ar­flokk og Sam­fylk­ingu. Tveir þing­menn Sam­fylk­ingar lögðu fram frum­varp um bann á veit­ingu verð­tryggðra neyt­enda­lána í jan­úar og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sagði nýverið í útvarps­við­tali að til hefði staðið að kynna plan um afnám verð­trygg­ingar í sept­em­ber á þessu ári. Nú verði þó ekk­ert af því vegna þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er á móti því og nán­ast eng­inn nema Morg­un­blaðið vill veita honum lengri frest frá kosn­ingum til að ná að póli­tískum vopnum sín­um. Óskýrt tal Sig­mundar Dav­íðs um afnám verð­trygg­ingar fær þó hljóm­grunn hjá ýmsum öðrum stjórn­mála­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Allt á þetta stjórn­mála­fólk sem talar mest um afnám verð­trygg­ingar það sam­eig­in­legt að hafa ekki lagt fram neinar útfærslur á því hvernig slík aðgerð færi fram sem byggðar eru á grunni stað­reynda. Annað hvort skilur það ekki verð­trygg­ingu og afleið­ingar afnáms henn­ar, sem er alvar­legt, eða það er vís­vit­andi að blekkja kjós­endur sína, sem er enn alvar­legra. Að bölsótt­ast út í verð­trygg­ingu er nefni­lega eins og að kenna penn­anum um það sem hendin skrif­ar. Verð­trygg­ing er ekk­ert annað en tól sem er notað til að draga úr sveiflum þess örmynt­ar-, hávaxta- hafta­kerfis sem við rekum hér á Íslandi. Söku­dólgur aðstæðna okkar er gjald­mið­ill­inn og pen­inga­mála­stefn­an. En það hentar ekki öllum að tala um það.

Færa eignir til skuld­ara

Í vik­unni skrif­uðu tveir Fram­sókn­ar­menn, ráð­herr­ann Gunnar Bragi Sveins­son og þing­mað­ur­inn Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, grein þar sem þau lögðu fram leiðir til að draga úr vægi verð­trygg­ingar fyrst að ekki muni takast að afnema hana.

Það má sjóða til­lögur þeirra saman í tvær. Ann­ars vegar að tryggja það með laga­setn­ingu að áhættu vegna verð­bólgu verði skipt á milli verð­tryggðra lán­tak­enda og lán­veit­enda þeirra. Hins vegar að breyta eigi vísi­tölu neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu, þannig að hús­næð­islið­ur­inn sé tekin út úr henni.

Báðar þessar aðgerðir eru veru­lega van­hugs­aðar og hvetja til auk­innar skuld­setn­ing­ar. Ef það verður sett þak á hversu mikið lán­tak­andi mun þurfa að borga af verð­bótum lána sína þá mun hann „græða“ þegar verð­bólgan fer yfir það þak. Ein­ungis þeir sem skulda munu fá þann „gróða“. Sá kostn­aður sem í dag myndi lenda á þeim sem tók lánið myndi í stað­inn lenda á lán­veit­and­an­um. Á Íslandi eru nokkrir aðilar sem veita íbúð­ar­lán. Þar er stærstur Íbúða­lána­sjóð­ur, sem er 100 pró­sent í eigu íslenska rík­is­ins. Þar næst koma við­skipta­bank­arnir þrír, en tveir þeirra - Íslands­banki og Lands­bank­inn - eru í eigu rík­is­ins og það á einnig 13 pró­sent hlut í þeim þriðja, Arion banka. Síð­ustu stóru leik­end­urnir á íbúða­lána­mark­aði eru svo líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eru í eigu sjóðs­fé­laga og hafa það eina mark­mið að ávaxta iðgjöld okkar til að borga Íslend­ingum sem mestan líf­eyri í ell­inni.

Tvennt gæti gerst við slíkar aðstæð­ur. Lán­veit­and­inn myndi ein­fald­lega taka kostn­að­inn sem verður til vegna þaks­ins og velta honum út í vext­ina sína. Þannig fær­ist hann aftur til lán­tak­enda og öll æfingin var ekki til neins.

Hins vegar gætu lán­veit­end­urnir kyngt kostn­að­inum og hann myndi þar með fær­ast yfir á eig­endur þess­arra aðila: skatt­greið­endur og sjóðs­fé­laga líf­eyr­is­sjóða. Virði eigna rík­is­ins - bank­anna og Íbúða­lána­sjóðs - myndi lækka og sömu­leiðis virði eigna líf­eyr­is­sjóð­anna.

Þeir sem myndu njóta góðs af þessu kerfi eru þeir sem skulda verð­tryggt (rúm­lega 80 pró­sent allra íbúða­lána eru verð­tryggð). Þeir sem myndu borga fyrir það án þess að fá neitt til baka eru þeir sem skulda ekki. Þ.e. leigj­end­ur, eign­ar­laus­ir, skuld­lausir og aðrir sem hafa ekki tekið íbúð­ar­lán.

Ef hin leiðin sem Gunnar Bragi og Elsa Lára boð­uðu yrði að veru­leika - að hús­næð­islið­ur­inn yrði tekin úr vísi­tölu neyslu­verðs - þá væri verð­hjöðnun á Íslandi í dag. Við slíkar aðstæður myndi höf­uð­stóll lána þeirra sem eru með verð­tryggð lán lækka. Og þeir þar með einir Íslend­inga græða á aðgerð­inni.

Sem­sagt: þeir einir myndu græða sem skulda. Verð­tryggt.

Leiðir til að dýpka vand­ann

Þriðja leiðin sem talað hefur verið um að ráð­ast í er að banna ný verð­tryggð neyt­enda­lán. Hluti þing­manna Sam­fylk­ing­ar­innar hafa meðal ann­ars barist fyrir slíku. Stundum fylgir með sú útfærsla að breyta eigi öllum verð­tryggðum lánum sam­hliða í óverð­tryggð lán, líkt og það breyti með ein­hverjum hætti getu þeirra sem hafa ekki efni á slíkum til að greiða af þeim.

Nú virð­ist sem að stefnt sé að því að leggja fram rík­is­stjórn­ar­frum­varp sem taki eitt skref í þessa átt. Það á að banna svoköll­uðu Íslands­lán, sem eru 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur reyndar reiknað það út að 40 pró­sent þeirra sem eru með slík lán myndu ekki stand­ast greiðslu­mat fyrir ann­ars konar lán­um. Um er að ræða vin­sælasta lána­formið á Íslandi þar sem að það gerir fólk með lágar eða með­al­tekjur kleift að eign­ast hús­næði en greiða mun lægri upp­hæð fyrir það á mán­uði en í öðrum lána­formum eða á leigu­mark­aði.

Sem­sagt: sá bráða­vandi sem er á íslenskum hús­næð­is­mark­aði í dag vegna skorts á fram­boði myndi magn­ast gíf­ur­lega.

Verð­trygg­ing er ekki vanda­málið

Ég er ekki tals­maður verð­trygg­ing­ar. Það er lík­lega ekk­ert sem myndi bæta lífs­kjör íslensks launa­fólks meira en að því myndu bjóð­ast eðli­legir vextir á risa­stóru lán­unum sem það þarf að taka til að kaupa sér þak yfir höf­uð­ið.

En sú staða sem er uppi í dag er ekki verð­trygg­ing­unni að kenna. Hún er afleið­ing póli­tískra ákvarð­ana um að halda hér uppi örmynt og pen­inga­stefnu sem gagn­ast fyrst og síð­ast þeim fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum sem lifa í öðrum efna­hags­legum veru­leika en íslenskt launa­fólk. Fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum sem hafa aðgengi að lánsfé í öðrum myntum eða eiga digra sjóði á aflandseyjum og hagn­ast því í krónum talið þegar íslenska hag­kerfið tekur sínar reglu­bundnu dýf­ur, með til­heyr­andi áhrifum á kjör og eign­ar­stöðu íslenskra launa­manna.

Fyrir tæpu ári síðan skrif­aði ég leið­ara um afnám verð­trygg­ingar sem lauk á eft­ir­far­andi orð­um:

„Og umræða um afnám verð­­trygg­ing­­ar, með allskyns krúsídúllu-­­leiðum sem fela í sér milli­­­færslur úr sam­eig­in­­legum sjóðum eða notkun á póli­­tísku valdi til að knýja fram ósjálf­­bærni í rekstri lána­­fyr­ir­tækja, er ekk­ert annað en hávaði til að beina sjónum almenn­ings að vanda­­máli sem skap­­ast vegna vanda­­máls í stað þess að horfa á vanda­­málið sjálft. Vegna þess að það vanda­­mál heitir íslenska krón­­an.“

Þessi orð eiga enn jafn vel við nú og þá.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None