Lítil eftirspurn eftir sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Illugi Gunnarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir eru bæði að hætta í þingmennsku.
Illugi Gunnarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir eru bæði að hætta í þingmennsku.
Auglýsing

Það vakti athygli í síð­ustu viku að ein­ungis 16 manns sótt­ust eftir sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveimur fyrir næstu kosn­ing­ar, en frestur til að skila inn fram­boði rann út síð­degis á föstu­dag. Fyrir kosn­ing­arnar 2013 sótt­ust 19 eftir því að kom­ast á list­ann.

Ástæða þess að þetta vakti athygli er að miðað við stöðu skoð­ana­kann­ana þá getur flokk­ur­inn búist við því að fá þau sex þing­sæti sem hann hefur nú þegar í höf­uð­borg­inni. Í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans mælist flokk­ur­inn með 25,4 pró­sent fylgi, sem er aðeins minna en hann fékk 2013. 

Lengi hefur verið ljóst að erfitt yrði fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn að fara með núver­andi leið­toga Reykja­vík­ur­kjör­dæmanna tveggja inn í næstu kosn­ing­ar. Bæði Ill­ugi Gunn­ars­son og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir urðu and­lag slíkra hneyksl­is­mála á kjör­tíma­bil­inu að þau myndu alltaf stór­skaða þau, og flokk­inn, í kosn­inga­bar­áttu. Þar er átt við hið svo­kall­aða Orku Energy-­mál Ill­uga og leka­mál Hönnu Birnu. Þau hafa enda bæði ákveðið að draga sig í hlé. 

Auglýsing

Við­búið er að Ólöf Nor­dal og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem bæði eru vel þekktar póli­tískar stærð­ir, taki við hlut­verkum þeirra. Í ljósi þess hefði mátt ætla að fleiri Sjálf­stæð­is­menn hefðu séð tæki­færi til póli­tískra áhrifa í ljós þess að fyr­ir­ferð­ar- og áhrifa­miklir leið­togar eru að hverfa á brott. Svo er hins vegar ekki. 

Ljóst má vera að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, muni skipa for­ystu­sveit flokks­ins í kosn­ing­un­um. Auk hennar sækj­ast fimm þing­menn eftir sæti, en auk Ólafar og Guð­laugs Þórs eru það Birgir Ármanns­son, Sig­ríður And­er­sen og Brynjar Níels­son. 

Hljóti þau öll braut­ar­gengi verður lítið um end­ur­nýjun hjá stærstu stjórn­mála­legu fjölda­hreyf­ingu lands­ins á lista hennar í höf­uð­borg­inni fyrir kosn­ing­arnar í októ­ber.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None