Ég er jafnaðarmaður og trúi því að flestum vegni sem best ef við byggjum þetta samfélag upp saman. Hver og einn gefur eftir getu og þiggur eftir þörfum - saman uppskerum við þó einn hafi lagt fram meiri vinnu á akrinum en annar. Enginn ætti að sölsa undir sig úr hófi fram vitandi af sárri neyð systkina sinna. Ávextir uppskerunnar eru skólarnir okkar sem eru aðgengilegir öllum frá barnsaldri og fram á fullorðinsár, úrvals heilbrigðiskerfi sem bregst hratt og örugglega við, almannatryggingar sem grípa okkur þegar við þurfum á að halda og svo mætti áfram upp telja. Þetta er samfélag sem ég tel að við ættum að geta sammælst um að stefna að.
Evrópskt samstarf horfir eins við mér. Við stöndum sterkari saman, þar sem við getum samræmt viðmið um lífskjör í álfunni, unnið gegn spillingu og glæpum, fundið lausn á loftslagskrísunni, tekist á við straum flóttamanna til álfunnar með manngæsku að leiðarljósi og bundið enda á stigmagnandi átök, en aldrei hefur friðarástand ríkt jafnlengi í álfunni og eftir stofnun Evrópusambandsins. Sambandið er hvergi nærri fullkomið en grunnurinn sem það byggir á sterkur með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi og því tel ég betra að standa innan þess en utan og stuðla að breytingum þess.
Hvert ríki gæti reynt að finna lausnir við þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, hvert í sínu horni en væri það jafn árangursríkt?
Evrópskt samstarf horfir eins við mér. Við stöndum sterkari saman, þar sem við getum samræmt viðmið um lífskjör í álfunni, unnið gegn spillingu og glæpum, fundið lausn á loftslagskrísunni, tekist á við straum flóttamanna til álfunnar með manngæsku að leiðarljósi og bundið enda á stigmagnandi átök, en aldrei hefur friðarástand ríkt jafnlengi í álfunni og eftir stofnun Evrópusambandsins. Sambandið er hvergi nærri fullkomið en grunnurinn sem það byggir á sterkur með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi og því tel ég betra að standa innan þess en utan og stuðla að breytingum þess.
Hvert ríki gæti reynt að finna lausnir við þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, hvert í sínu horni en væri það jafn árangursríkt?
Mín skoðun er sú að samvinna sviptir enga þjóð fullveldi, ekki frekar en að borga skatta og leggja til samfélagsins svipti einstaklinginn frelsi eða sjálfstæði — þvert á móti stöndum við sterkari saman. Gegn einstaklings- og einangrunarhyggju með jöfnuð og samvinnu að leiðarljósi.