Fróðlegt verður að sjá hvernig peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveður vexti næst, á vaxtaákvörðunardegi, 24. ágúst næstkomandi. Raunvextir eru nú tæplega fimm prósent. Meginvextir eru 5,75 prósent en verðbólga mælist 1,1 prósent.
Raunvextir eru hvergi svo háir í heiminum, um þessar mundir. Oft hefur umræðan verið um það, hversu mikil verðbólgan sé, og þar af leiðandi stýrivextir. En það dugar ekki núna. Verðbólga sem átti að koma með kjarasamningunum kom ekki, og verðbólguspár Seðlabanka Íslands gengu ekki eftir.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað Seðlabankinn gerir.
Auglýsing