Eru Rússar í netstríði við Bandaríkin?

Pútín
Auglýsing

Mikil spenna er nú á hinu póli­tíska sviði í Banda­ríkj­unum þar sem Don­ald J. Trump og Hill­ary Clinton berj­ast um for­seta­emb­ætt­ið, en kosið verður í nóv­em­ber. Hill­ary mælist með tölu­vert meira fylgi þessa dag­ana, en margt getur breyst á skömmum tíma í stjórn­mál­um, eins og oft hefur sann­ast.

Eitt af því sem gerir bar­átt­una nú merki­lega, eru ásak­anir um að Rússar séu beint að skipta sér af kosn­ing­unum með tölvu­inn­brot­um. Margir fjöl­miðlar í Banda­ríkj­unum hafa full­yrt þetta, meðal ann­ars fjall­aði Thomas Ricks, einn virt­asti blaða­maður Was­hington Post, um netárásir Rússa á Demókrata, sem flokk­ur­inn stað­festi að hefðu átt sér stað. 

Í umfjöllun BBC í gær kemur fram margt bendi til þess að Rússar séu komnir í netárás­ar­stríð gegn Banda­ríkj­un­um, en banda­rísk stjórn­völd hafa þó ekki stað­fest neitt í þá veru enn­þá. 

Auglýsing

Þetta verða að telj­ast ótrú­leg ­tíð­indi, og sýnir glögg­lega að víg­völlur í stríðum fram­tíð­ar­innar er ekki síst þar sem verð­mæt gögn er að finna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None