Veður verður eins og best verður á kosið þegar Reykjavíkurmaraþonið verður flautað af stað í dag. Spáð er hálfskýjuðu, hægum vindi og hita á bilinu 13 til 15 stig, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
Almennt verður veður mjög fínt um land allt í dag og inn í næstu viku, fyrir utan þokuloft allra nyrst og með Austurströnd landsins. Í kvöld, þegar Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur, og verður þar mikið um dýrðir og dagskrá fjölbreytt.
Óhætt er að segja að þessi dagur, þegar maraþonið fer fram og Menningarnóttin sömuleiðis, sé með mestu hátíðardögum Reykjavíkurborgar ár hvert. Þá skartar borgin sínu fegursta, í víðasta skilningi.
Allir geta tekið þátt í bæði hlaupi og menningardagskrá. Góða skemmtun!