Að lenda í því að veikjast á Íslandi í dag er alvarlegt mál. Þrátt fyrir lög um allt mögulegt og að ráðamenn grobbi sig af norrænni velferð á landinu okkar góða. Ríki og sveitarfélög hneppa aðstandendur fólks sem þarfnast aðstoðar í þrældóm.
“Löglegu þrælahaldi hefur nú verið nánast útrýmt en ólöglegt þrælahald þar sem fólki er haldið nauðugu viljugu við vinnu tíðkast þó enn.” (Wikipedia)
Þarfnist fjölskylda aðstoðar þá er það fyrsta sem yfirvöld spurja um: “Áttu maka sem er heilsuhraustur?“ „Áttu stálpuð börn?“ „Eru foreldrar barns til staðar?“ og þar er viðmið aðstoðar sett. Ríki og sveitarfélögum ber að veita veikum og fötluðum aðstoð. Þau hika þó ekki við að hneppa fjölskyldumeðlimi í þrældóm, grímulaust. Aðstandendur eru mjög margir að sinna launalaust vinnu sem yfirvöld eiga að sjá um.
Það eru allir að tala um atvinnulífið og undirgreiðslur verktaka en enginn nefnir versta þrælahaldara Íslands, okkur sjálf. Ríki og sveitarfélög.
Veit ekki með ykkur en ég skammast mín.
Höfundur er formaður MND félagsins.