Þrælahald ríkis og sveitarfélaga

Guðjón Sigurðsson
Auglýsing

Að lenda í því að veikj­ast á Íslandi í dag er alvar­legt mál. Þrátt fyrir lög um allt mögu­legt og að ráða­menn grobbi sig af nor­rænni vel­ferð á land­inu okkar góða. Ríki og sveit­ar­fé­lög hneppa aðstand­endur fólks sem þarfn­ast aðstoðar í þræl­dóm.

“Lög­legu þræla­haldi hefur nú verið nán­ast útrýmt en ólög­legt þræla­hald þar sem fólki er haldið nauð­ugu vilj­ugu við vinnu tíðkast þó enn.”  (Wikipedia)

Þarfn­ist fjöl­skylda aðstoðar þá er það fyrsta sem yfir­völd spurja um: “Áttu maka sem er heilsu­hraust­ur?“ „Áttu stálpuð börn?“ „Eru for­eldrar barns til stað­ar?“ og þar er við­mið aðstoðar sett. Ríki og sveit­ar­fé­lögum ber að veita veikum og fötl­uðum aðstoð. Þau hika þó ekki við að hneppa fjöl­skyldu­með­limi í þræl­dóm, grímu­laust. Aðstand­endur eru mjög margir að sinna launa­laust vinnu sem yfir­völd eiga að sjá um.

Auglýsing

Það eru allir að tala um atvinnu­lífið og und­ir­greiðslur verk­taka en eng­inn nefnir versta þræla­hald­ara Íslands, okkur sjálf. Ríki og sveit­ar­fé­lög.

Veit ekki með ykkur en ég skamm­ast mín.

Höf­undur er for­maður MND félags­ins.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None