Nei, vaxtastefnan hefur alls ekki haldið verðbólgunni í skefjum

Már Guðmundsson
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands ákvað í gær að lækka meg­in­vexti bank­ans um 0,5 pró­sentu­stig, úr 5,75 pró­sent í 5,25 pró­sent. Þessum tíð­indum var vel tekið á mark­aði, svo mikið er víst. Öll hluta­fé­lög­in í kaup­höll­inni hækk­uðu mik­ið, flest á bil­inu 2 til 4 pró­sent. 

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, sagði í við­tali við RÚV, að pen­inga­stefnan og fram­kvæmd hennar hefði átt sinn hlut í því, að verð­bólga hefur hald­ist langt fyrir neðan spár bank­ans und­an­farið ár eða svo, en hún mælist nú 1,1 pró­sent. Hann útskýrði ekki nákvæm­lega hvernig pen­inga­stefnan átti að hafa haldið verð­bólgu niðri. 

Það sem hefur haldið verð­bólgu niðri á Ísland hefur lítið sem ekk­ert með vaxta­stefnu seðla­bank­ans að gera, heldur teng­ist sú staða öðru fremur því, að hrá­vöru­verð í heim­in­um, einkum á olíu, hefur lækkað og hald­ist lágt, sem síðan hefur áhrif á verð­lag á inn­fluttum vör­um. Sam­hliða hefur svo styrk­ing krón­unn­ar, meðal ann­ars vegna mik­ils gjald­eyr­is­inn­streymis frá ferða­mönn­um, einnig leitt til lægra verð­lags, en seðla­bank­inn hefur unnið gegn frek­ari styrk­ingu á krón­unni með inn­gripum á gjald­eyr­is­mark­aði. Það eina sem heldur lífi í verð­bólg­unni er mikil og ör hækkun á hús­næð­is­verði, einkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Und­ir­liggj­andi eru síðan lög­bundin fjár­magns­höft.

Auglýsing

Már hefði alveg mátt minn­ast á þessi atriði, fremur en að reyna að rétt­læta alltof hátt vaxta­stig í land­inu, miðað við verð­bólgu, í langan tíma. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None