Er þetta það sem við viljum á hálendið?

Auglýsing

Páll heit­inn Skúla­son kvaddi okkur með þeirri ábend­ingu að við Íslend­ingar hefðum „ekki enn yfir­vegað að neinu ráði þýð­ingu nátt­úr­unnar fyrir okkur og fyrir þróun mann­lífs í land­inu í fram­tíð­inni“ . Hann sagði þetta í erindi sem síðan var birt í hans síð­ustu bók.  Hann bætti við því sem sumum finnst aug­ljóst: „Við höfum verið upp­tekin af því að til­einka okkur alls kyns nýja tækni en ekki hugsað út í það að sama skapi hvaða áhrif ýmsar fram­kvæmdir okkar hafa á umhverfið og nátt­úr­una“. 

Skáld og fræði­menn hafa á síð­ustu öldum bent okkur á fjár­sjóð­inn sem fal­inn er í ósnertum víð­ernum lands­ins, og lýst lífs­kraft­in­um ­sem finna má inn til heiða og upp til fjalla.  ­Jafn­vel ein­staka stjórn­mála­leið­togar hafa bent á að ómengað loft og vatn og óspillt fag­urt umhverfi séu nátt­úru­gæði, eigi síður en þau sem í dag­legu tali séu nefndar auð­lind­ir. Oft hefur reynst erfitt að sann­færa ráð­andi öfl um að meta óáþreif­an­leg nátt­úru­gæði að verð­leik­um. Stundum hefur þurft örþrifa­ráð fólks á borð við Sig­ríði í Bratt­holti eða bændur við Mývatn til að forða ­nátt­úru­gæð­u­m lands­ins frá tjóni. Fram­kvæmda­gleðin við virkjun nátt­úru­auð­linda hefur oft haft yfir­hönd­ina, sóknin í að efla ætl­aða efna­hags­lega hag­sæld lands­manna hefur ráðið för, jafn­vel á við­kvæmum og dýr­mætum svæð­um. Svo virð­ist sem þeirri fram­kvæmda­sókn sé langt í frá lok­ið, a.m.k. á meðan menn taka alvar­lega hug­myndir um streyma raf­magni til Evr­ópu í gegnum sæstreng, sem kallar á bylt­ing­ar­kennd­ar ­virkj­anir orku­auð­lind­anna í land­inu, án sýni­legs ávinn­ings fyrir fólkið í land­inu, eins og lesa má út úr nýlegri ráð­herra­skýrslu. Enn er því hart tek­ist á um auð­linda­mat­ið.

Margt bendir þó til að nátt­úru­vernd eigi vax­andi fylgis að fagna meðal almenn­ings. End­ur­teknar kann­anir sýna að 60% lands­manna séu hlynntir því að mið­há­lendi lands­ins verði frið­lýst. Frið­lýs­ing þýðir þó ekki að allar fram­kvæmdir verði bann­aðar innan marka ­svæð­is­skipu­lags­ mið­há­lend­is­ins, jafn­vel ekki virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir. En hún þýðir vænt­an­lega að allar fram­kvæmdir verði metnar í ljósi frið­lýs­ing­ar­inn­ar; leit­ast verði við að ganga ekki á þau áþreif­an­legu og óáþreif­an­legu verð­mæti sem fel­ast í hinum ósnortnu víð­ernum lands­ins.

Auglýsing

Fjölgun erlendra ferða­manna og vax­andi mik­il­vægi ferða­þjón­ustu í hag­kerf­inu (at­vinn­an, þjóð­ar­tekj­urnar og gjald­eyr­is­sjóð­irnir sem verða til), ýta undir þessa þró­un, því  kann­anir sýna að tæp­lega 90% ferða­manna leggja mikið upp úr ósnortnum víð­ernum í ferðum sínum til Íslands. En nánar um það síð­ar.

Vind­myllu­garðar á hálendið

Nú bregður aftur á móti svo við að Lands­virkj­un, orku­fyr­ir­tæki allra lands­manna, hefur útfært áform um að byggja áber­andi vind­myllu­garða á jaðri hálend­is­ins. Þetta eru ekki nein minni­háttar mann­virki, heldur rísa þau upp úr land­inu í hæð sem jafn­gildir tveimur Hall­gríms­kirkju­turnum (135 metra). Vind­myll­urnar verða því áber­andi í lands­lag­inu, hafa áhrif á fugla­líf og munu gera vind­myllu-ýlfur að ein­kenn­is­hljóði í stað fugla­söngs á þessum hálend­is­heið­um. Einn slíkur garð­ur, svo­nefndur Blöndu­lund­ur, hefur af verk­efna­stjórn Ramma­á­ætl­un­ar, þegar verið settur í orku­nýt­ing­ar­flokk á Auð­kúlu­heiði fyrir norð­an, en ann­ar, við Búr­fells­háls á suð­ur­landi, í bið­flokk. Þessi áform hafa siglt nokkuð hljóð­lega í gegnum kerf­ið. Kann­ast ein­hver við almenna umræðu um þörf­ina fyrir þessi mann­virki og sér­stak­lega um stað­ar­val þeirra?

Myndin sem hér fylgir með, og er sam­sett af Birgi Ingi­mars­syni grafi­ker, gefur vís­bend­ingu um hvers konar mann­virki er um að ræða og hvernig þau koma til með að líta út í umhverf­inu. Myll­urnar hafa verið settar inn á mynd af Auð­kúlu­heiði, við Frið­mund­ar­vötn, þar sem Blöndu­lundur mun eiga að standa. Vinstra megin á mynd­inni, á Kjal­veg­in­um, má sjá með­al­stór­an­fólks­bíl, jepp­ling—hæð myll­anna jafn­gildir súlu með 81 slíkum bíl, staflað beint upp í loft­ið. Hæðin jafn­gildir tveimur Hall­gríms­kirkju­turn­um.  Það liggur í augum uppi að mann­virki af þess­ari stærð­argráðu munu gjör­breyta hinu sýni­lega lands­lagi og byrgja sýn til fjalla og jökla. 

Stærstu umhverf­is­á­hrifin af slík­um ­mann­virkj­u­m eru einmitt ­sjón­meng­un­in. Þessi risa­vöxnu stálmöstur og spaðar yrðu áber­andi í nær hvaða lands­lagi sem er—­sam­kvæmt áætl­unum Lands­virkj­unar munu myll­urnar á Auð­kúlu­heiði sjást í tuga kíló­metra fjar­lægð. Þessum mann­gerðu ferlíkjum er gjarnan erlend­is, þar sem þau hafa verið reist, lýst sem yfir­þyrm­andi fleini í fal­legu lands­lagi. Auð­velt er að fletta upp slíkri gagn­rýni. En sjón­meng­unin er ekki það eina. Hljóð­mengun og skaði á gróð­ur- og dýra­lífi eru önnur við­ur­kennd umhverf­is­á­hrif—­myll­urnar munu rjúfa fjalla­kyrrð­ina, yfir­gnæfa nátt­úru­leg hljóð, s.s. fugla­söng, og þær munu ógna dýra­líf­inu í nágrenn­in­u—­reyndar eru rann­sóknir Lands­virkj­unar á þessum þáttum á Auð­kúlu­heiði af skornum skammti; ekki liggja fyrir gróð­ur­kort af öllu næsta nágrenni; mat á fugla­dauða, t.d. vegna reglu­bund­ins flugs gæsa á þessum slóð­um, er yfir­borðs­kennt, svo ekki sé meira sagt. Heild­ar­á­hrif mann­virkj­anna á umhverfið yrðu geysi­mik­il, meiri en af mörgum vatns­virkj­un­ar­mann­virkj­um, sem reynt hefur verið að fella að því lands­lagi sem fyrir var—þau lenda ekki aðeins á okkur núlif­andi, heldur einnig á kom­andi kyn­slóð­um, því fjár­fest­ing­ar­á­ætl­anir af þess­ari stærð eru ekki gerðar til skamms tíma

Stað­ar­val­ið: inn á landi, utan við strönd?

Stað­setn­ing vænt­an­legra vind­mylla er lyk­il­at­riði. Lands­virkjun hefur valið að setja myll­urnar niður í nágrenni við eldri vatns­afls­virkj­anir fyr­ir­tæk­is­ins, með þeim rökum að þannig sé hægt að nýta „inn­viði“ virkj­an­anna, en hér er lík­lega átt við lín­ur, tengi­virki og vegi. Engir útreikn­ingar hafa verið lagðir fram til að styðja með þetta stað­ar­val. Háspennu­línur frá þessum eldri virkj­unum eru þegar ófull­nægj­andi og óleystur vandi við að styrkja þær. Ekki hefur verið hægt að stækka Blöndu­virkjun með hag­stæðri ­rennsl­is­virkj­un, sem er á teikni­borð­inu, vegna þess að Blöndulína annar ekki flutn­ingi raf­orkunn­ar. Engin sátt er við hags­muna­að­ila um við­bæt­ur. Ekki verður af lestri skýrslna annað séð en að vind­garð­arnir þurfi á sér­stökum lín­um, spennu­virkjum og vegum að halda. Getur verið að hag­kvæmnin sé aukin með því, eins og stundum áður, að landið og umhverf­is­á­hrifin eru ekki verð­lögð? 

Víða erlendis vilja menn ekki lengur fórna landi undir vind­myllur og byggja þær frekar úti á sjó. Nefna má Dan­mörk, Bret­land og Banda­rík­in. Við strendur Skotlands er nú unnið að tólf vind­myllu­verk­efn­um. Eigum við meira land aflögu en aðr­ir? Gerðar hafa verið til­raunir með að setja sjáv­ar­strauma­t­úrbínur á stöpla vind­mylla í sjó. Á vinda­korti Veð­ur­stof­unnar (svo­nefndum vindatlas) má sjá að víða um land, og við strendur lands­ins, er veð­ur­hæð svipuð eða nægj­an­leg fyrir slíkan rekst­ur, þannig að hún ræður ekki úrslitum um stað­setn­ingu. Orka tapast enn frem­ur í flutn­ingi orku um langar leið­ir. Hlýtur ekki að vera hag­stæð­ara að byggja vind­myllu­garða í nágrenni verk­smiðja eða byggða­kjarna sem munu nota raf­magn­ið?

Einn stærsti gall­inn við áform Lands­virkj­un­ar, svo og við afgreiðslu vind­myllu­garð­anna í ramma­á­ætl­un, er sú stað­reynd að í þau vantar allan sam­an­burð á bygg­ing­ar­stöð­um. Verk­efna­stjórn ramma­á­ætl­unar metur ein­ungis þær hug­myndir sem orku­fyr­ir­tækin leggja fram. Hún ætti að krefj­ast sér­staks sam­an­burðar og rök­stuðn­ings fyrir stað­ar­val­inu, að teknu til­liti til allra áhrifa­þátta. Má vel vera, ef málið væri skoðað í víð­ara sam­hengi, að grynn­ingar við Skaga, Langa­nes og Reykja­nes, eða staðir í eða við eyjar við strönd­ina, svo ein­hverjir séu nefnd­ir, kæmu til greina. Eða jafn­vel staðir nær stærstu byggð­ar­kjörn­un­um, þar sem umhverfi hefur þegar verið breytt með háum mann­virkj­um.

Vind­myllur hafa orðið vin­sælli kostur á Vest­ur­löndum á síð­ustu árum en þær voru áður. Tækn­inni við að búa þær til og setja þær niður hefur fleygt fram. Þær hafa notið góðs af umræð­unni um lofts­lags­breyt­ing­ar, sem hefur „skapað jákvæð­ari við­horf til end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa“ (Verk­efna­stjórn ramma­á­ætl­un­ar, 2016). Þær geta í sjálfu sér verið álit­leg­ur, vist­vænn orku­kostur og búið til umtals­vert magn af raf­magni; í áætl­un­um Lands­virkj­un­ar er gert ráð fyrir að hver vind­mylla muni skila 2,5-3,5 MW afli, sem þýðir 100 MW fyrir 40 vind­myllur á Auð­kúlu­heiði og 200 MW fyrir 80 vind­myllur við Búr­fells­háls. Í Wik­in­ger-verk­efn­inu við strönd Þýska­lands í Norð­ur­sjó er gert ráð fyrir 350 MW afli úr 70 vind­myll­um, sem full­nægi þörfum um 350 þús­und þýskra heim­ila. Til sam­an­burðar eru heim­ili á Íslandi tæp­lega 100 þús­und tals­ins. Nokkrir tugir vind­mylla geta því svo sann­ar­lega mætt auknum orku­þörfum íslenskra heim­ila, raf­magni á bíl­ana og fleira, næstu ára­tug­ina. Ætti það ekki að verða efst á blaði að mæta nýjum þörf­um heim­il­anna og minnka notkun þeirra á inn­fluttum orku­gjöf­um? Og miða stað­setn­ingu mann­virkj­anna við það. 

Ógn við upp­lifun ferða­manns­ins

Flest bendir til að stærsta aðdrátt­ar­aflið í ferða­þjón­ust­unni muni um ókomin ár verða hin ósnortnu víð­erni lands­ins. Eins og verk­efna­stjórn ramma­á­ætl­unar bendir á (2016) þá er sölu­vara ferða­þjón­ust­unnar „fjöl­breytt, ein­stök og óspillt nátt­úra sem er tak­mörkuð auð­lind í heim­landi þeirra ferða­manna sem hingað koma. Eft­ir­spurn eftir slíku umhverfi á eftir að aukast á næstu ára­tugum og þar með einnig verð­mæti slíka svæða (Ritchie & Crouch, 2005). Ef ferða­þjón­ustan á að geta haldið áfram að vaxa sem atvinnu­grein hér á landi mun hún þurfa aukið land­rými og ef greinin á áfram að höfða til þeirra mark­hópa sem hún hefur mesta hlut­falls­lega yfir­burði gagn­vart, þarf hún aðgang að land­gæðum sem ein­kenn­ast af óspilltri nátt­úru“. Fram­komnar hug­myndir um vind­myllu­garða á hálend­is­heiðum eru bein ógn við við­gang ferða­þjón­ust­unnar í land­inu.

Um 200 þús­und Íslend­ing­ar, eða um 64% lands­manna, hafa þegar farið Kjal­veg (Rögn­valdur Guð­munds­son, 2015). Varla er ástæða til að ætla að kom­andi kyn­slóðir vilji fara þessa leið í minna mæli. Kjal­vegur verður eflaust áfram mik­il­væg leið Íslend­inga sem vilja kynn­ast land­inu öllu. Með lag­fær­ing­um, sem eru á dag­skrá, má ætla að hann verði alla fram­tíð ein helsta sam­göngu­æðin um hálend­ið. Hann verður lyk­il­leið í  að dreifa ferða­fólki betur um landið en hingað til, t.d. til Norð­ur­lands og frá fjöl­förn­ustu hálend­is­leið­unum á Suð­ur­landi, sem er orðið mjög brýnt að takist, þegar stefnir í að erlendir ferða­menn verði tvær millj­ónir tals­ins. Það breytir ásýnd hálend­is­ins í grund­vall­ar­at­rið­um, og um leið upp­lifun ferða­manna, ef þar verður að finna trölls­legar vind­myllur sem skyggja á útsýnið og brengla nátt­úru­skoð­un­ina með ýmsum hætti.

Ekki er flas til fagn­aðar

Þegar á allt er litið er erfitt að skilja hvers vegna liggur svo mikið á við að und­ir­búa stóra vind­myllu­garða á hálendi lands­ins. Mörgum spurn­ingum er ósvarað og sam­hengi þarfa, notk­un­ar, fram­kvæmda­kostn­að­ar, efna­hags­á­hrifa og umhverf­is­á­hrifa hafi ekki verið nægi­lega rann­sak­að. Verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar hefur sett Blöndu­lund í orku­nýt­ing­ar­flokk þó hún við­ur­kenni í skýrslu sinni að „öll reiknuð og sýnd umhverf­is­á­hrif á kortum ... gefa ekki end­an­lega mynd af sjón­rænum áhrifum og hljóð­vist vegna Blöndu­lundar þar sem end­an­legar stað­setn­ingar og teg­und vind­mylla hefur ekki verið ákveð­in“. Eins og fram hefur komið var skýrsla verk­efn­is­stjór­ar unnin á met­tíma; stuttur frestur er gef­inn til að gera athuga­semd­ir. Hafa áhrifin á ferða­mennsku, sem veitt hefur stór­auknu lífi í bæi og sveitir lands­ins á síð­ustu árum, verið metnir með full­nægj­andi hætti? Sitj­andi utan­rík­is­ráð­herra hefur lýst efa­semdum sínum um að við getum í ferða­þjón­ust­unni haldið áfram að eiga kök­una og éta hana sjálf, gert t.d. út á hvala­skoðun og veitt hvali á sama tíma. Erum við til­búin að fórna heið­anna ró fyrir raf­magn sem ekki er einu sinni ljóst hvernig hægt er að flytja út af virkj­un­ar­svæð­inu? Ef brýn þörf reyn­ist fyrir virkjun vind­orku eru aðrir stað­ir, jafn­vel fyrir utan strönd­ina og nær vænt­an­legum nýt­ing­ar­að­il­um, eft­ir­sókn­ar­verð­ari en hálend­is­heið­ar, líkt og mörg önnur lönd hafa upp­götv­að. Ekki er flas til fagn­að­ar, síst þegar um stór umhverf­is­mál er að tefla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None